Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2025 14:13 Jón Þór Dagbjartsson í dómsal á Egilsstöðum þar sem aðalmeðferðin fer fram við Héraðsdóm Austurlands. Austurfrétt/Gunnar Gunnarsson Geðlæknar sem komu fyrir dóm í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Þór Dagbjartssyni eru á einu máli um að hann sé sakhæfur. Hann hafi ekki verið í geðrofi heldur einfaldlega misst stjórn á skapi sínu þegar hann greip til járnkarls og veittist að fyrrverandi sambýliskonu sinni. Geðlæknir telur refsingu geta borið árangur. Aðalmeðferð í málinu hélt áfram í Héraðsdómi Austurlands í dag. Jóni Þór er gefið að sök að hafa með þriggja daga millibili brotið á Hafdísi Báru Óskarsdóttur á heimili hennar á Vopnafirði í október í fyrra. Fyrra brotið varðar húsbrot og kynferðislega áreitni en í hinu síðara er hann ákærður fyrir tilraun til manndráps. Jón Þór sagðist aldrei hafa ætlað sér að bana Hafdísi en bar um leið við minnisleysi á verknaðarstundu. Hafdís Bára sagði Jón Þór hafa verið yfirvegaðan og líst því yfir að hann ætlaði að drepa hana. Geðlæknar voru kallaðir fyrir dóminn í dag til að leggja mat á ástand Jóns Þórs. Fram hefur komið að andleg líðan hans hefði versnað fyrir nokkrum árum þegar minningar um dvöl hans á vistheimilinu á Hjalteyri heltust yfir hann eftir frásagnir fólks í fjölmiðlum. Hluta þess tíma sem Jón Þór hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan í október hefur hann verið vistaður á geðdeild þar sem óttast var að hann gæti unnið sjálfum sér skaða. Geðlæknir sem ræddi fjórum sinnum við Jón Þór ræddi sögu Jóns Þórs. Þeir hefðu átt fjögur samtöl. Þar hefði komið fram að Jón Þór hefði átt lítil samskipti við föður sinn sem hefði glímt við áfengisvanda. Honum hefði gengið illa í skóla, glímt við lesblindu og ofvirkni. Þá hefðu faðir hans og hálfbróðir látist sama árið. Ellefu ára hefði hann verið sendur á Hjalteyri vegna framkomu í skóla. Sjálfur segðist Jón Þór hafa verið hafður fyrir rangri sök. Hann hafi eftir umfjöllun á Stöð 2 um vistheimilið á Hjalteyri endurlifað erfiðleika sem hann glímdi við ellefu til tólf ára. Brestir hafi verið komnir í samband þeirra Hafdísar og hjónabandið verið mjög slæmt undanfarin eitt til tvö ár. Hún hafi farið til Reykjavíkur, komið aftur til Vopnafjarðar en hann fylgst með henni fullur af afbrýðissemi en Hafdís hafi að einhverju leyti verið komin í samband við annan mann. Hann sjái hana svo henda hlutum út úr skemmu á heimili hennar, orðið reiður, rokið upp eftir og ráðist á hana. Árásin hafi staðið í um þrjár mínútur en það má sjá af myndavél sem beint var að skemmunni. Karl Ingi Vilbergsson saksóknari spurði geðlækninn út í hvort Jón Þór væri sakhæfur. Geðlæknirinn taldi þrjá möguleika varðandi atburðarásina og hvers vegna Jón Þór myndi ekki eftir árásinni. Hann myndi ekkert vegna áhrifa efna, hann væri að gera sér upp minnisleysi eða hann glími við hugrof, einkenni sem geti komið undir miklu álagi og sé oft tengt áfallastreituröskun. Það væri líklegasta skýringin. Hugtak úr smiðju Sigmund Freud um varnarhætti sálar gegn skelfilegum atburðum þegar menn verði reiðir og hamslausir. Hann taldi Jón Þór sakhæfan og ekki útilokað að refsing geti skilað árangri. Annar geðlæknir, sem vann geðmat á Jóni Þór ásamt fleirum, sagði læknana hafa rýnt nokkuð ítarlega í gegnum áfallasögu hans og samband við konur, ekki síst Hafdísi. Þau hafi metið bæði þunglyndi og önnur geðræn einkenni. Hann hafi vissulega orðið fyrir alvarlegum áföllum og glími við mikla áfallastreituröskun. Hann sé sakhæfur. Hann sé að jafnaði ekki hættulegur öðrum en þurfi stuðning og meðferð vegna þunglyndis. Geðlæknirinn sagði Jón Þór ekki hafa dæmigerð einkenni geðrofs. Mögulega aftengist hann tímabundið atburðum sem gerast í kringum hann en það sé ekki nægjanlegt að mati geðlæknanna til að meta hann ósakhæfan. Þriðji geðlæknirinn tók undir þetta. Jón Þór virðist hafa gloppótt minni en þau telji að hann hljóti að hafa vitað hvað hann var að gera. Ekki hafi verið um geðrof, ruglástand, ofskynjanir eða ranghugmyndir að ræða heldur hafi hann misst stjórn á sér í tilfinningalegu uppnámi. Læknirinn sagðist engar skýringar hafa á óminni. Í öllum viðtölum við hann hafi hann verið vel vakandi, vel áttaður og minni hans fyrir flestu öðru verið mjög gott. Hann taldi ekki líklegt að um hugrof hefði verið að ræða. Jón Þór hefði einfaldlega misst stjórn á sér. Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn ungum stelpum Jón Þór var árið 2011 dæmdur í tveggja og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir að misnota tvær unglingsstúlkur á meðferðarheimilinu Árbót í Aðaldal þar sem hann vann á sínum tíma. Stúlkurnar tvær voru sextán ára gamlar. Þriðja stúlkan sakaði Jón Þór um kynferðisofbeldi en því máli var vísað frá. Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, var sambýliskona Jóns Þórs á þeim tíma og hélt uppi vörnum opinberlega með pistlaskrifum og útvarpsviðtölum. Hún greindi nýlega frá því að hafa upplifað ofbeldi af hálfu Jóns Þórs í sambandi þeirra og mætti í dómsal á Egilsstöðum í gær til að sýna Hafdísi Báru stuðning í verki þegar hún gaf skýrslu. Vopnafjörður Ofbeldi á Vopnafirði Dómsmál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Aðalmeðferð í málinu hélt áfram í Héraðsdómi Austurlands í dag. Jóni Þór er gefið að sök að hafa með þriggja daga millibili brotið á Hafdísi Báru Óskarsdóttur á heimili hennar á Vopnafirði í október í fyrra. Fyrra brotið varðar húsbrot og kynferðislega áreitni en í hinu síðara er hann ákærður fyrir tilraun til manndráps. Jón Þór sagðist aldrei hafa ætlað sér að bana Hafdísi en bar um leið við minnisleysi á verknaðarstundu. Hafdís Bára sagði Jón Þór hafa verið yfirvegaðan og líst því yfir að hann ætlaði að drepa hana. Geðlæknar voru kallaðir fyrir dóminn í dag til að leggja mat á ástand Jóns Þórs. Fram hefur komið að andleg líðan hans hefði versnað fyrir nokkrum árum þegar minningar um dvöl hans á vistheimilinu á Hjalteyri heltust yfir hann eftir frásagnir fólks í fjölmiðlum. Hluta þess tíma sem Jón Þór hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan í október hefur hann verið vistaður á geðdeild þar sem óttast var að hann gæti unnið sjálfum sér skaða. Geðlæknir sem ræddi fjórum sinnum við Jón Þór ræddi sögu Jóns Þórs. Þeir hefðu átt fjögur samtöl. Þar hefði komið fram að Jón Þór hefði átt lítil samskipti við föður sinn sem hefði glímt við áfengisvanda. Honum hefði gengið illa í skóla, glímt við lesblindu og ofvirkni. Þá hefðu faðir hans og hálfbróðir látist sama árið. Ellefu ára hefði hann verið sendur á Hjalteyri vegna framkomu í skóla. Sjálfur segðist Jón Þór hafa verið hafður fyrir rangri sök. Hann hafi eftir umfjöllun á Stöð 2 um vistheimilið á Hjalteyri endurlifað erfiðleika sem hann glímdi við ellefu til tólf ára. Brestir hafi verið komnir í samband þeirra Hafdísar og hjónabandið verið mjög slæmt undanfarin eitt til tvö ár. Hún hafi farið til Reykjavíkur, komið aftur til Vopnafjarðar en hann fylgst með henni fullur af afbrýðissemi en Hafdís hafi að einhverju leyti verið komin í samband við annan mann. Hann sjái hana svo henda hlutum út úr skemmu á heimili hennar, orðið reiður, rokið upp eftir og ráðist á hana. Árásin hafi staðið í um þrjár mínútur en það má sjá af myndavél sem beint var að skemmunni. Karl Ingi Vilbergsson saksóknari spurði geðlækninn út í hvort Jón Þór væri sakhæfur. Geðlæknirinn taldi þrjá möguleika varðandi atburðarásina og hvers vegna Jón Þór myndi ekki eftir árásinni. Hann myndi ekkert vegna áhrifa efna, hann væri að gera sér upp minnisleysi eða hann glími við hugrof, einkenni sem geti komið undir miklu álagi og sé oft tengt áfallastreituröskun. Það væri líklegasta skýringin. Hugtak úr smiðju Sigmund Freud um varnarhætti sálar gegn skelfilegum atburðum þegar menn verði reiðir og hamslausir. Hann taldi Jón Þór sakhæfan og ekki útilokað að refsing geti skilað árangri. Annar geðlæknir, sem vann geðmat á Jóni Þór ásamt fleirum, sagði læknana hafa rýnt nokkuð ítarlega í gegnum áfallasögu hans og samband við konur, ekki síst Hafdísi. Þau hafi metið bæði þunglyndi og önnur geðræn einkenni. Hann hafi vissulega orðið fyrir alvarlegum áföllum og glími við mikla áfallastreituröskun. Hann sé sakhæfur. Hann sé að jafnaði ekki hættulegur öðrum en þurfi stuðning og meðferð vegna þunglyndis. Geðlæknirinn sagði Jón Þór ekki hafa dæmigerð einkenni geðrofs. Mögulega aftengist hann tímabundið atburðum sem gerast í kringum hann en það sé ekki nægjanlegt að mati geðlæknanna til að meta hann ósakhæfan. Þriðji geðlæknirinn tók undir þetta. Jón Þór virðist hafa gloppótt minni en þau telji að hann hljóti að hafa vitað hvað hann var að gera. Ekki hafi verið um geðrof, ruglástand, ofskynjanir eða ranghugmyndir að ræða heldur hafi hann misst stjórn á sér í tilfinningalegu uppnámi. Læknirinn sagðist engar skýringar hafa á óminni. Í öllum viðtölum við hann hafi hann verið vel vakandi, vel áttaður og minni hans fyrir flestu öðru verið mjög gott. Hann taldi ekki líklegt að um hugrof hefði verið að ræða. Jón Þór hefði einfaldlega misst stjórn á sér. Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn ungum stelpum Jón Þór var árið 2011 dæmdur í tveggja og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir að misnota tvær unglingsstúlkur á meðferðarheimilinu Árbót í Aðaldal þar sem hann vann á sínum tíma. Stúlkurnar tvær voru sextán ára gamlar. Þriðja stúlkan sakaði Jón Þór um kynferðisofbeldi en því máli var vísað frá. Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, var sambýliskona Jóns Þórs á þeim tíma og hélt uppi vörnum opinberlega með pistlaskrifum og útvarpsviðtölum. Hún greindi nýlega frá því að hafa upplifað ofbeldi af hálfu Jóns Þórs í sambandi þeirra og mætti í dómsal á Egilsstöðum í gær til að sýna Hafdísi Báru stuðning í verki þegar hún gaf skýrslu.
Vopnafjörður Ofbeldi á Vopnafirði Dómsmál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira