Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. maí 2025 19:01 Jonas Gahr Støre við kynningu á þjóðaröryggisstefnunni í Osló í dag. EPA-EFE/Lise Åserud Ógn gegn Noregi hefur aldrei verið meiri en nú. Stjórnvöld þar í landi kynntu í dag sérstaka þjóðaröryggisstefnu og hvetur forsætisráðherrann landa sína til að vera viðbúna átökum. Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs kynnti í dag fyrstu þjóðaröryggisstefnuna í sögu Noregs og sagði um að ræða mestu óvissutíma sem uppi hafa verið í Noregi síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Hann hvatti landsmenn til að undirbúa sig undir möguleg stríðsátök. Kjell Inge Berga prófessor við norsku varnarmálastofnunina segir í samtali við fréttastofu að lagt sé upp með þrennt í stefnunni. „Í fyrsta lagi er markmiðið að efla varnir Noregs en í því felst að samhæfa viðbrögð almennra borgara og hersins til þess að verja landið, í öðru lagi er að halda áfram að efla tæki og tól hersins í Noregi, við munum eyða 1635 milljörðum næstu tólf árin í herinn og munum halda því áfram og í þriðja lagi ætlum við okkur að efla tengsl okkar við okkar nánustu bandalagsþjóðir sem eru auðvitað Norðurlöndin, eins og Ísland.“ Nefnir hann einnig Bandaríkin í því samhengi. Bandaríkin hafi mikla hagsmuni af því að vakta ferðir rússneskra kafbáta á norðurslóðum. Hafa mestar áhyggjur af fjölþættum ógnum Árlega er unnið áhættu- og öryggismat í Noregi í samstarfi þriggja stofnana en framkvæmd þess var rædd á málþingi í Norræna húsinu í dag. Norðmenn telja fjölþættar ógnir (e. hybrid threats) mesta vandann sem landið stendur frammi fyrir, þá sérstaklega fjölþættar ógnir í boði Rússlands og njósnir á vegum Kína. „Fjölþættar ógnir eru ógnir sem tengjast ekki hernaði beint, það geta verið netárásir, það getur verið niðurrifsstarfsemi, upplýsingafölsun, efnahagslegur hernaður og fullt af hlutum á sama tíma.“ Norðmenn telja auknar líkur á því að Rússar vinni skemmdarverk í landinu á þessu ári, en það hefur aldrei gerst áður. Hanne Blomberg yfirmaður gagnnjósnadeildar norsku lögreglunnar segir að ýmsu þurfi að huga. „Það sem við höfum sérstaklega merkt í áhættumati okkar þegar við minnumst á rússnesk skemmdarverk að þá er líklegt að þeim verði beint gegn aðgerðum okkar til stuðnings Úkraínu, þannig að það er um að ræða innviði og vöruhús eða aðrar leiðir sem tengjast stuðningnum við Úkraínu.“ Noregur NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Fleiri fréttir Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Sjá meira
Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs kynnti í dag fyrstu þjóðaröryggisstefnuna í sögu Noregs og sagði um að ræða mestu óvissutíma sem uppi hafa verið í Noregi síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Hann hvatti landsmenn til að undirbúa sig undir möguleg stríðsátök. Kjell Inge Berga prófessor við norsku varnarmálastofnunina segir í samtali við fréttastofu að lagt sé upp með þrennt í stefnunni. „Í fyrsta lagi er markmiðið að efla varnir Noregs en í því felst að samhæfa viðbrögð almennra borgara og hersins til þess að verja landið, í öðru lagi er að halda áfram að efla tæki og tól hersins í Noregi, við munum eyða 1635 milljörðum næstu tólf árin í herinn og munum halda því áfram og í þriðja lagi ætlum við okkur að efla tengsl okkar við okkar nánustu bandalagsþjóðir sem eru auðvitað Norðurlöndin, eins og Ísland.“ Nefnir hann einnig Bandaríkin í því samhengi. Bandaríkin hafi mikla hagsmuni af því að vakta ferðir rússneskra kafbáta á norðurslóðum. Hafa mestar áhyggjur af fjölþættum ógnum Árlega er unnið áhættu- og öryggismat í Noregi í samstarfi þriggja stofnana en framkvæmd þess var rædd á málþingi í Norræna húsinu í dag. Norðmenn telja fjölþættar ógnir (e. hybrid threats) mesta vandann sem landið stendur frammi fyrir, þá sérstaklega fjölþættar ógnir í boði Rússlands og njósnir á vegum Kína. „Fjölþættar ógnir eru ógnir sem tengjast ekki hernaði beint, það geta verið netárásir, það getur verið niðurrifsstarfsemi, upplýsingafölsun, efnahagslegur hernaður og fullt af hlutum á sama tíma.“ Norðmenn telja auknar líkur á því að Rússar vinni skemmdarverk í landinu á þessu ári, en það hefur aldrei gerst áður. Hanne Blomberg yfirmaður gagnnjósnadeildar norsku lögreglunnar segir að ýmsu þurfi að huga. „Það sem við höfum sérstaklega merkt í áhættumati okkar þegar við minnumst á rússnesk skemmdarverk að þá er líklegt að þeim verði beint gegn aðgerðum okkar til stuðnings Úkraínu, þannig að það er um að ræða innviði og vöruhús eða aðrar leiðir sem tengjast stuðningnum við Úkraínu.“
Noregur NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Fleiri fréttir Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Sjá meira