Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2025 07:40 John Prevost, bróðir nýja páfans Leó fjórtánda. AP/John J. Kim John Prevost býst við góðum hlutum af bróður sínum, Robert Francis Provost, eða Leó fjórtánda, sem kjörinn var páfi í gær. John segir valið hafa komið sér og fjölskyldu sinni gífurlega á óvart. Þegar hvítan reyk lagði frá Sixtínsku kapellunni settist John fyrir framan sjónvarpið til að berja nýjan páfa augum, þegar hann birtist á svölum Péturskirkju. Þar birtist bróðir hans, sem þótti ekki líklegur til að verða páfi, áður en páfakjörið hófst. John var að ræða við frænku sína í símanum þegar bróðir hans birtist á svölunum. Hann segir hana hafa byrjað að öskra en hann hafi sjálfur ekki trúað því sem hann hafi séð. Svo hafi stolt tekið sess vantrúar. Í samtali við AP fréttaveituna segir John að hann hafi fundið fyrir gífurlegu stolti yfir því að bróðir hans væri orðinn páfi. 267. páfinn og sá fyrsti frá Bandaríkjunum. „Þetta er gífurlegur heiður,“ sagði John. Hann sagðist einnig viss um að embættinu fylgdi gífurleg ábyrgð en að bróðir hans myndi sinna starfinu vel og að páfatíð hans myndi hafa jákvæðar afleiðingar. John segir bróðir sinn alltaf hafa verið mjög umhugað um fátækt fólk og þá sem eru jaðarsettir og raddlausir. Hann býst við því að Leó muni feta í fótspor forvera síns. „Hann verður ekki langt til vinstri og ekki langt til hægri. Bara beint niður miðjuna,“ sagði John. Í miðju viðtali við AP áttaði John sig á því að hann hefði misst af nokkrum símtölum frá bróður sínum páfanum og hringdi til baka. Leó svaraði en vildi ekki trufla viðtalið. Þeir töluðu þó saman í stutta stund um hvenær og hvernig John myndi heimsækja Vatíkanið og skelltu svo á hvorn annan. John segir að hann hafi frá unga aldri vitað að bróðir hans yrði prestur, þó hann hafi ekki búist við því að hann yrði páfi. Bræðurnir tala saman í síma svo gott sem daglega, gera Wordle saman og aðra leiki og spjalla. Nú efast John um að bróðir sinn muni hafa tíma til að halda því áfram. „Það er strax orðið skrítið að hafa engan til að tala við.“ Louis Prevost, annar bróðir páfans, segir það ótrúlegt að bróðir hans sé orðinn páfi. „Við vissum það eiginlega að hann var sérstakur og þegar hann var sex ára gamall stríddum við honum með því að hann yrði páfi. Páfakjör 2025 Páfagarður Bandaríkin Leó fjórtándi páfi Andlát Frans páfa Tengdar fréttir „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það mikinn heiður að nýr páfi, Leó XIV, sé bandarískur og segist hann hlakka til að hitta hann. 8. maí 2025 18:09 Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Kardinálar kaþólsku kirkjunnar hafa valið sér nýjan páfa, Bandaríkjamanninn Robert Francis Prevost sem tekur sér nafnið Leó XIV. Vísir fylgist með gangi mála á sérstakri páfakjörsvakt en einnig er hægt að horfa á beina útsendingu frá Páfagarði. 7. maí 2025 08:53 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Þegar hvítan reyk lagði frá Sixtínsku kapellunni settist John fyrir framan sjónvarpið til að berja nýjan páfa augum, þegar hann birtist á svölum Péturskirkju. Þar birtist bróðir hans, sem þótti ekki líklegur til að verða páfi, áður en páfakjörið hófst. John var að ræða við frænku sína í símanum þegar bróðir hans birtist á svölunum. Hann segir hana hafa byrjað að öskra en hann hafi sjálfur ekki trúað því sem hann hafi séð. Svo hafi stolt tekið sess vantrúar. Í samtali við AP fréttaveituna segir John að hann hafi fundið fyrir gífurlegu stolti yfir því að bróðir hans væri orðinn páfi. 267. páfinn og sá fyrsti frá Bandaríkjunum. „Þetta er gífurlegur heiður,“ sagði John. Hann sagðist einnig viss um að embættinu fylgdi gífurleg ábyrgð en að bróðir hans myndi sinna starfinu vel og að páfatíð hans myndi hafa jákvæðar afleiðingar. John segir bróðir sinn alltaf hafa verið mjög umhugað um fátækt fólk og þá sem eru jaðarsettir og raddlausir. Hann býst við því að Leó muni feta í fótspor forvera síns. „Hann verður ekki langt til vinstri og ekki langt til hægri. Bara beint niður miðjuna,“ sagði John. Í miðju viðtali við AP áttaði John sig á því að hann hefði misst af nokkrum símtölum frá bróður sínum páfanum og hringdi til baka. Leó svaraði en vildi ekki trufla viðtalið. Þeir töluðu þó saman í stutta stund um hvenær og hvernig John myndi heimsækja Vatíkanið og skelltu svo á hvorn annan. John segir að hann hafi frá unga aldri vitað að bróðir hans yrði prestur, þó hann hafi ekki búist við því að hann yrði páfi. Bræðurnir tala saman í síma svo gott sem daglega, gera Wordle saman og aðra leiki og spjalla. Nú efast John um að bróðir sinn muni hafa tíma til að halda því áfram. „Það er strax orðið skrítið að hafa engan til að tala við.“ Louis Prevost, annar bróðir páfans, segir það ótrúlegt að bróðir hans sé orðinn páfi. „Við vissum það eiginlega að hann var sérstakur og þegar hann var sex ára gamall stríddum við honum með því að hann yrði páfi.
Páfakjör 2025 Páfagarður Bandaríkin Leó fjórtándi páfi Andlát Frans páfa Tengdar fréttir „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það mikinn heiður að nýr páfi, Leó XIV, sé bandarískur og segist hann hlakka til að hitta hann. 8. maí 2025 18:09 Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Kardinálar kaþólsku kirkjunnar hafa valið sér nýjan páfa, Bandaríkjamanninn Robert Francis Prevost sem tekur sér nafnið Leó XIV. Vísir fylgist með gangi mála á sérstakri páfakjörsvakt en einnig er hægt að horfa á beina útsendingu frá Páfagarði. 7. maí 2025 08:53 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
„Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það mikinn heiður að nýr páfi, Leó XIV, sé bandarískur og segist hann hlakka til að hitta hann. 8. maí 2025 18:09
Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Kardinálar kaþólsku kirkjunnar hafa valið sér nýjan páfa, Bandaríkjamanninn Robert Francis Prevost sem tekur sér nafnið Leó XIV. Vísir fylgist með gangi mála á sérstakri páfakjörsvakt en einnig er hægt að horfa á beina útsendingu frá Páfagarði. 7. maí 2025 08:53
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent