Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar 9. maí 2025 09:30 Svar við grein frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur Efnahagslegur hagvöxtur tryggir ekki samfélagslega velferð, sérstaklega ekki þegar kakan er étin á toppnum og aðeins mylsnurnar skila sér niður á botninn. Það nefnilega skiptir ekki máli að kakan stækkar ef að fáeinir fá að borða af henni. Pólítikusar sem aðeins mæla velgegni útfrá efnahagslegum hagvexti, en líta framhjá rótum fólksins, mun á endanum brotna innan frá. Stanslaust er reynt að stilla umræðunni upp sem baráttu hægri og vinstri eins og þetta snúist um hvort foreldrið hefur forræðið yfir barni eftir skilnað. En á meðan pólitíska skotgrafastríðið heldur áfram, þá grotna innviðir okkar niður. Leikskólapláss eru horfin. Skólar mygla. Heilbrigðiskerfið er í örvæntingarfullu ástandi. Velferðarkerfið hrópar á hjálp, heilbrigði fólks fellur undan fæti. Þrátt fyrir þetta heldur elítan áfram að predika frjálshyggjuna, er einkageirinn lausn allra mála?. Hann hefur verið settur á stall af ríkisstjórnum síðustu áratugi. Nánast dýrkaður eins og andlegur leiðtogi. Rétt eins og Kier í þáttunum Severance er hann orðinn eitthvað ósnertanlegt afl, sem enginn má gagnrýna. En þessi “leiðtogi” hefur afsalað sér allri lýðræðislegri ábyrgð sem þjónar ekki fólkinu, heldur sérhagsmunum og á meðan þá molnar samfélagið. Síðastliðin fimm ár hef ég skoðað ítarlega heilsu og velferð einstaklinga og séð skýra tengingu milli kapítalisma og aftengingar fólks við líkama sinn og sálarlíf sitt(geðheilsuna á mannarmáli). Þessi líkamlega, andlega og samfélagslega aftenging er ekki eitthvað slys. Hún er afurð kerfis sem krefst þess að við brennum út í nafni framleiðni og keppni, meðan raunverulegar þarfir okkar fyrir tengsl, öryggi, næringu og tilgang eru settar inn í læstan skáp. Eru skattar virkilega ógn við samfélagið? Er það skattheimtan sem er vandamálið eða hvernig henni hefur verið beitt?. Þegar skattbyrðin hvílir á herðum miðstéttarinnar og þeirra sem eiga það minnst en auðugustu hóparnir eru friðhelgir, þá býr það ekki til jafnvægi heldur óréttlæti og efnahagslegt misrétti. Það þarf ekki flókin hagfræðirit til að skilja þetta. Það þarf aðeins að horfa í kringum sig. Ónæmiskerfi hrynur undan fólki. Börn eru að verða fráhverf námi. Matur, öryggi og skjól er munaðarvara. Eitt af ástæðunum fyrir því er ekki vegna þess að við skattleggjum of mikið heldur vegna þess að við skattleggjum rangt. Skattar sem nýttir eru til að efla innviði, menntakerfi, heilbrigði og húsnæði sem er fjárfesting í fólki og í samfélagi sem það tilheyrir. Því miður hafa þessir innviðir verið settir upp í hillu til þess að gera greiðan veg fyrir einkageirann. Það er einmitt þetta sem stjórnmálamenn eins og Guðrún Hafsteinsdóttir virðast gleyma þegar þeir tala um að hægrimenn vilji skapa samfélagslegt jafnrétti en gera það ekki. Því við lifum ekki þannig núna, "svokallaðir hægri menn" hafa nánast einokað Ríkisreksturinn síðan 1944. Ég meina hversu cool er það að vera stressuð á tíma að skutla barninu þínu með kvíðaröskun í glænýjum flottum fötum á Teslu á ónýtum vegi í myglaðann skóla til þess að það læri ekki að lesa af útbrenndum kennara? Ég væri bullandi kapitalisti, djammandi með miðflokknum þangað til þau ættu að fara sofa fyrir klukkan 21:00 ef Guðrún Hafsteinsdóttir hefði raunverulega rétt fyrir sér. Hún skrifar að aukin skattahækkun grafi undan þeirri verðmætasköpun sem hefur gert okkur kleift að byggja velferðarsamfélagið sem við öll njótum góðs af. En ég tel hana hafa mjög rangt fyrir sér. Skattar á þá auðugustu hefur lækkað marksvisst frá 1990 og þörf á viðhaldi og endurnýjun fyrir velferðarkerfið og heilbrigðiskerfið hefur aukist. Samfélag er ekki mælt í of dýrum og nýjum bankabyggingum og nýjum bragðtegundum af nocco. Það er mælt í lífsgæðum, heilsu, trausti og velferð. Ef við viljum raunverulega öflugt samfélag, þá þurfum við að endurskoða forgangsröðun okkar. Ekki aðeins hvernig við skattleggjum heldur til hvers. Höfundur er starfsmaður velferðasviðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Svar við grein frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur Efnahagslegur hagvöxtur tryggir ekki samfélagslega velferð, sérstaklega ekki þegar kakan er étin á toppnum og aðeins mylsnurnar skila sér niður á botninn. Það nefnilega skiptir ekki máli að kakan stækkar ef að fáeinir fá að borða af henni. Pólítikusar sem aðeins mæla velgegni útfrá efnahagslegum hagvexti, en líta framhjá rótum fólksins, mun á endanum brotna innan frá. Stanslaust er reynt að stilla umræðunni upp sem baráttu hægri og vinstri eins og þetta snúist um hvort foreldrið hefur forræðið yfir barni eftir skilnað. En á meðan pólitíska skotgrafastríðið heldur áfram, þá grotna innviðir okkar niður. Leikskólapláss eru horfin. Skólar mygla. Heilbrigðiskerfið er í örvæntingarfullu ástandi. Velferðarkerfið hrópar á hjálp, heilbrigði fólks fellur undan fæti. Þrátt fyrir þetta heldur elítan áfram að predika frjálshyggjuna, er einkageirinn lausn allra mála?. Hann hefur verið settur á stall af ríkisstjórnum síðustu áratugi. Nánast dýrkaður eins og andlegur leiðtogi. Rétt eins og Kier í þáttunum Severance er hann orðinn eitthvað ósnertanlegt afl, sem enginn má gagnrýna. En þessi “leiðtogi” hefur afsalað sér allri lýðræðislegri ábyrgð sem þjónar ekki fólkinu, heldur sérhagsmunum og á meðan þá molnar samfélagið. Síðastliðin fimm ár hef ég skoðað ítarlega heilsu og velferð einstaklinga og séð skýra tengingu milli kapítalisma og aftengingar fólks við líkama sinn og sálarlíf sitt(geðheilsuna á mannarmáli). Þessi líkamlega, andlega og samfélagslega aftenging er ekki eitthvað slys. Hún er afurð kerfis sem krefst þess að við brennum út í nafni framleiðni og keppni, meðan raunverulegar þarfir okkar fyrir tengsl, öryggi, næringu og tilgang eru settar inn í læstan skáp. Eru skattar virkilega ógn við samfélagið? Er það skattheimtan sem er vandamálið eða hvernig henni hefur verið beitt?. Þegar skattbyrðin hvílir á herðum miðstéttarinnar og þeirra sem eiga það minnst en auðugustu hóparnir eru friðhelgir, þá býr það ekki til jafnvægi heldur óréttlæti og efnahagslegt misrétti. Það þarf ekki flókin hagfræðirit til að skilja þetta. Það þarf aðeins að horfa í kringum sig. Ónæmiskerfi hrynur undan fólki. Börn eru að verða fráhverf námi. Matur, öryggi og skjól er munaðarvara. Eitt af ástæðunum fyrir því er ekki vegna þess að við skattleggjum of mikið heldur vegna þess að við skattleggjum rangt. Skattar sem nýttir eru til að efla innviði, menntakerfi, heilbrigði og húsnæði sem er fjárfesting í fólki og í samfélagi sem það tilheyrir. Því miður hafa þessir innviðir verið settir upp í hillu til þess að gera greiðan veg fyrir einkageirann. Það er einmitt þetta sem stjórnmálamenn eins og Guðrún Hafsteinsdóttir virðast gleyma þegar þeir tala um að hægrimenn vilji skapa samfélagslegt jafnrétti en gera það ekki. Því við lifum ekki þannig núna, "svokallaðir hægri menn" hafa nánast einokað Ríkisreksturinn síðan 1944. Ég meina hversu cool er það að vera stressuð á tíma að skutla barninu þínu með kvíðaröskun í glænýjum flottum fötum á Teslu á ónýtum vegi í myglaðann skóla til þess að það læri ekki að lesa af útbrenndum kennara? Ég væri bullandi kapitalisti, djammandi með miðflokknum þangað til þau ættu að fara sofa fyrir klukkan 21:00 ef Guðrún Hafsteinsdóttir hefði raunverulega rétt fyrir sér. Hún skrifar að aukin skattahækkun grafi undan þeirri verðmætasköpun sem hefur gert okkur kleift að byggja velferðarsamfélagið sem við öll njótum góðs af. En ég tel hana hafa mjög rangt fyrir sér. Skattar á þá auðugustu hefur lækkað marksvisst frá 1990 og þörf á viðhaldi og endurnýjun fyrir velferðarkerfið og heilbrigðiskerfið hefur aukist. Samfélag er ekki mælt í of dýrum og nýjum bankabyggingum og nýjum bragðtegundum af nocco. Það er mælt í lífsgæðum, heilsu, trausti og velferð. Ef við viljum raunverulega öflugt samfélag, þá þurfum við að endurskoða forgangsröðun okkar. Ekki aðeins hvernig við skattleggjum heldur til hvers. Höfundur er starfsmaður velferðasviðs Reykjavíkur.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar