Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Jakob Bjarnar skrifar 9. maí 2025 09:10 Grímur Grímsson þingmaður Viðreisnar segir óhjákvæmilegt að skipulögð brotastarfsemi eins og þekkist á Norðurlöndum muni koma til Íslands. vísir/vilhelm Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn, segir Ísland ekki undanskilið þróun skipulagðrar brotastarfsemi sem hefur átt sér stað í á Norðurlöndunum, þá sérstaklega í Svíþjóð. Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera. Í nýju viðtali hlaðvarpsins Ein Pæling en í samtali við Þórarinn Hjartarson lýsir Grímur yfir áhyggjum af vaxandi afbrotaþróun sem hann segir hafa breiðst út frá Svíþjóð og nú til annarra nágrannaríkja. „Sænskir afbrotamenn eru að nota mikið unga krakka eða ungt fólk til að fremja afbrot,“ segir Grímur. Hann útskýrir að þetta sé gert til að komast hjá þyngri refsingum, enda séu dómar yfir ungmennum vægari. Nú standi Norðurlöndin öll frammi fyrir þessum nýja veruleika. „Þessi sænski veruleiki, hann hefur verið að færast til hinna Norðurlandanna. Fyrst Danmörk, svo Noregur og Finnland. Þau hafa öll fundið verulega fyrir þessum sænska veruleika.“ Menn keyptir til að fremja tiltekin brot Grímur segir þessar breytingar hafa orðið vegna þess að glæpamenn nýti sér landamæralaust samstarf innan Evrópu. „Þetta er það sem Europol kallar „crime service“ og það eru keyptir einhverjir til að fremja tiltekin brot.“ Spurður hvort hægt sé að koma í veg fyrir þessa þróun hér á landi telur hann það ólíklegt. „Jafnvel þó við sem eyja norður í hafi, þá er auðvelt að komast hingað og Norðurlandabúar geta komið hér á þess að þurfa neina sérstaka heimild. Allir íbúar Shengen-svæðisins geta komist hingað án þess.“ Bendir hann einnig á að á Íslandi sé þessi þróun farin að gera vart um sig. „Á Íslandi höfum við dæmi þar sem þetta tengist, einhver svona afbrot með tengsl til Svíþjóðar og til hinna Norðurlandanna. Það er ekki að mjög mikið um það en það eru dæmi um það.“ Uggvænleg þróun en óumflýjanleg Þó svo að Grímur telji þróunina óumflýjanlega upp að vissu marki segir hann að hægt sé að draga úr áhrifunum með aðgerðum. „Ég held að við náum ekki að koma í veg fyrir það að við færumst nær þeim veruleika sem er á Norðurlöndunum, en við getum hins vegar reynt að koma málum þannig fyrir að við hægjum á því og sköpum betra ástand hér heldur en þar.“ Grímur telur þessa uggvænlegu þróunin fyrirsjáanlega: Við getum sagt, ens og stundum er varðandi Ísland og hin Norðurlöndin, að það eru einhver ár sem líða og þá er veruleikinn orðinn svipaður hér og annars staðar.“ Lögreglan Alþingi Hlaðvörp Viðreisn Danmörk Svíþjóð Noregur Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Vara við listeríu í rifnu grísakjöti „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Sjá meira
Í nýju viðtali hlaðvarpsins Ein Pæling en í samtali við Þórarinn Hjartarson lýsir Grímur yfir áhyggjum af vaxandi afbrotaþróun sem hann segir hafa breiðst út frá Svíþjóð og nú til annarra nágrannaríkja. „Sænskir afbrotamenn eru að nota mikið unga krakka eða ungt fólk til að fremja afbrot,“ segir Grímur. Hann útskýrir að þetta sé gert til að komast hjá þyngri refsingum, enda séu dómar yfir ungmennum vægari. Nú standi Norðurlöndin öll frammi fyrir þessum nýja veruleika. „Þessi sænski veruleiki, hann hefur verið að færast til hinna Norðurlandanna. Fyrst Danmörk, svo Noregur og Finnland. Þau hafa öll fundið verulega fyrir þessum sænska veruleika.“ Menn keyptir til að fremja tiltekin brot Grímur segir þessar breytingar hafa orðið vegna þess að glæpamenn nýti sér landamæralaust samstarf innan Evrópu. „Þetta er það sem Europol kallar „crime service“ og það eru keyptir einhverjir til að fremja tiltekin brot.“ Spurður hvort hægt sé að koma í veg fyrir þessa þróun hér á landi telur hann það ólíklegt. „Jafnvel þó við sem eyja norður í hafi, þá er auðvelt að komast hingað og Norðurlandabúar geta komið hér á þess að þurfa neina sérstaka heimild. Allir íbúar Shengen-svæðisins geta komist hingað án þess.“ Bendir hann einnig á að á Íslandi sé þessi þróun farin að gera vart um sig. „Á Íslandi höfum við dæmi þar sem þetta tengist, einhver svona afbrot með tengsl til Svíþjóðar og til hinna Norðurlandanna. Það er ekki að mjög mikið um það en það eru dæmi um það.“ Uggvænleg þróun en óumflýjanleg Þó svo að Grímur telji þróunina óumflýjanlega upp að vissu marki segir hann að hægt sé að draga úr áhrifunum með aðgerðum. „Ég held að við náum ekki að koma í veg fyrir það að við færumst nær þeim veruleika sem er á Norðurlöndunum, en við getum hins vegar reynt að koma málum þannig fyrir að við hægjum á því og sköpum betra ástand hér heldur en þar.“ Grímur telur þessa uggvænlegu þróunin fyrirsjáanlega: Við getum sagt, ens og stundum er varðandi Ísland og hin Norðurlöndin, að það eru einhver ár sem líða og þá er veruleikinn orðinn svipaður hér og annars staðar.“
Lögreglan Alþingi Hlaðvörp Viðreisn Danmörk Svíþjóð Noregur Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Vara við listeríu í rifnu grísakjöti „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Sjá meira