Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2025 12:02 Elísa Kristinsdóttir og Mari Jaersk hlupu lengst í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð fyrir ári síðan. Núna er glæsilegur bíll í verðlaun ef sigurvegarinn fer að minnsta kosti 91 hring. Samsett/KIA/Vilhelm Ef sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíðinni, sem hefst á morgun, nær að slá Íslandsmetið með stæl og fara að minnsta kosti 91 hring þá fær hann glænýjan Kia EV3 rafbíl í verðlaun. Þetta var tilkynnt á Facebook-síðu Náttúruhlaupa í dag, sólarhring áður en keppni hefst en keppendur fara af stað í fyrsta hring klukkan 9 í fyrramálið, við Mjölnisheimilið í Öskjuhlíð. Bakgarðshlaupið virkar þannig að keppendur hlaupa 6,7 kílómetra hring á innan við klukkutíma og eru svo ræstir af stað að nýju þegar nýr klukkutími hefst. Þeir hlaupa svo eins marga hringi og þeir geta þar til aðeins einn stendur eftir sem sigurvegari og má þá ekki hlaupa lengra. Íslandsmetið í bakgarðshlaupi er 62 hringir (415 kílómetrar) og því vissulega ólíklegt að einhver eignist bifreiðina. Eftir því sem næst verður komist hafa aðeins 17 einstaklingar í heiminum náð að fara 91 hring eða fleiri frá upphafi bakgarðshlaupa en glænýtt heimsmet er 116 hringir (777 kílómetrar). Frá Reykjavík til Vopnafjarðar á fjórum dögum Að fara 91 hring jafngildir því að fara 609,7 kílómetra. Það myndi taka hátt í fjóra sólarhringa fyrir viðkomandi að fara slíka vegalengd í bakgarðshlaupi, enda um að ræða um það bil jafnmarga kílómetra og frá Reykjavík til Vopnafjarðar. Vegalengdin sem þarf að fara til að vinna rafbílinn er engin tilviljun heldur tekur hún mið af því að drægni Kia EV3 er 605 kílómetrar. Hin magnaða Mari Järsk vann Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð fyrir ári síðan og var það Elísa Kristinsdóttir sem fylgdi henni lengst. Mari kláraði 57 hringi en Elísa varð að játa sig sigraða á 57. hringnum. Mari hljóp því tæplega 382 kílómetra, eða í tvo sólarhringa og níu klukkutíma. Bakgarðshlaup Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Sjá meira
Þetta var tilkynnt á Facebook-síðu Náttúruhlaupa í dag, sólarhring áður en keppni hefst en keppendur fara af stað í fyrsta hring klukkan 9 í fyrramálið, við Mjölnisheimilið í Öskjuhlíð. Bakgarðshlaupið virkar þannig að keppendur hlaupa 6,7 kílómetra hring á innan við klukkutíma og eru svo ræstir af stað að nýju þegar nýr klukkutími hefst. Þeir hlaupa svo eins marga hringi og þeir geta þar til aðeins einn stendur eftir sem sigurvegari og má þá ekki hlaupa lengra. Íslandsmetið í bakgarðshlaupi er 62 hringir (415 kílómetrar) og því vissulega ólíklegt að einhver eignist bifreiðina. Eftir því sem næst verður komist hafa aðeins 17 einstaklingar í heiminum náð að fara 91 hring eða fleiri frá upphafi bakgarðshlaupa en glænýtt heimsmet er 116 hringir (777 kílómetrar). Frá Reykjavík til Vopnafjarðar á fjórum dögum Að fara 91 hring jafngildir því að fara 609,7 kílómetra. Það myndi taka hátt í fjóra sólarhringa fyrir viðkomandi að fara slíka vegalengd í bakgarðshlaupi, enda um að ræða um það bil jafnmarga kílómetra og frá Reykjavík til Vopnafjarðar. Vegalengdin sem þarf að fara til að vinna rafbílinn er engin tilviljun heldur tekur hún mið af því að drægni Kia EV3 er 605 kílómetrar. Hin magnaða Mari Järsk vann Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð fyrir ári síðan og var það Elísa Kristinsdóttir sem fylgdi henni lengst. Mari kláraði 57 hringi en Elísa varð að játa sig sigraða á 57. hringnum. Mari hljóp því tæplega 382 kílómetra, eða í tvo sólarhringa og níu klukkutíma.
Bakgarðshlaup Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Sjá meira