Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Lovísa Arnardóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 9. maí 2025 12:53 Fundur JEF ríkjanna í gær í Osló. JEF Oslo Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er stödd í Osló á fundi um varnarmál með fulltrúum Norðurlanda, Eystrasaltsríkja og fleiri ríkja sem tilheyra JEF-ríkjunum. „Góður fundur í Osló í kvöld með leiðtogum bandalagsríkja. Ræddum meðal annars símleiðis við bæði forseta Bandaríkjanna og Úkraínu um mikilvægi þess að þrýsta á að Rússar fallist á að samþykkja og virða 30 daga vopnahlé. Það er nauðsynleg forsenda friðar,“ sagði Kristrún um fundinn á Facebook-síðu sinni í gær. Þar kom einnig fram að í dag verði formleg dagskrá í Osló þar sem verður meðal umræðuefna staða öryggis- og varnarmála í Norður-Atlantshafi. „Þessi JEF-ríki eru Norðurlönd, Eystrasaltsríkin og Bretland og Holland sem eru öll í NATO á þessum tímapunkti. Þessi hópur var stofnaður þegar hluti þessara ríkja var ekki í NATO en við erum að reyna að nýta bolkraft okkar til að sinna vörnum betur á þessu svæði sem er svo mikilvægt, meðal annars í Norður-Atlantshafi,“ segir Kristrún en rætt var við hana um fundinn í hádegisfréttum á Bylgjunni. Fulltrúar JEF-ríkjanna ræða við Volodomír Selenskíj, forseta Úkraínu.Forsætisráðuneyti Noregs Áhersla á Úkraínu Hún segir að áhersla hafi verið lögð á Úkraínu á fundinum og að Volodomír Selenskíj hafi verið viðstaddur fund ríkjanna í gegnum fjarfundarbúnað í morgun. „Við áttum líka áhugavert samtal við Bandaríkjaforseta og Selenskíj í gærkvöldi í óformlegum kvöldverði,“ segir Kristrún og að það sé verið að auka þrýsting á vopnahlé í Úkraínu. Hún telur að það hafi áhrif að hópurinn standi þétt saman. Skilaboðin séu skýr og eftir samtalið hafi „ákveðnar hreyfingar“ farið af stað.“ „…og líka auðvitað eftir samtal Bandaríkja forseta við Úkraínumenn. Þannig þetta auðvitað skiptir gríðarmiklu máli og að við höldum áfram stuðningi.“ Kristrún ávarpaði blaðamannafund í dag.Forsætisráðuneyti Noregs Mikilvægt að gæta varna að norðan líka Kristrún segir að á fundi ríkjanna sé þó einnig verið að ræða um mikilvægi sameiginlegra viðbragðssveita sem JEF sé á Norðurslóðum eða Norður-Atlantshafi. Það sé ekki aðeins gætt að vörnum vegna ógna í Eystrasalti heldur líka að norðan. „Að við séum að nýta okkar krafta, og okkar getu meðal annars á Íslandi, til að styrkja þetta svæði.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
„Góður fundur í Osló í kvöld með leiðtogum bandalagsríkja. Ræddum meðal annars símleiðis við bæði forseta Bandaríkjanna og Úkraínu um mikilvægi þess að þrýsta á að Rússar fallist á að samþykkja og virða 30 daga vopnahlé. Það er nauðsynleg forsenda friðar,“ sagði Kristrún um fundinn á Facebook-síðu sinni í gær. Þar kom einnig fram að í dag verði formleg dagskrá í Osló þar sem verður meðal umræðuefna staða öryggis- og varnarmála í Norður-Atlantshafi. „Þessi JEF-ríki eru Norðurlönd, Eystrasaltsríkin og Bretland og Holland sem eru öll í NATO á þessum tímapunkti. Þessi hópur var stofnaður þegar hluti þessara ríkja var ekki í NATO en við erum að reyna að nýta bolkraft okkar til að sinna vörnum betur á þessu svæði sem er svo mikilvægt, meðal annars í Norður-Atlantshafi,“ segir Kristrún en rætt var við hana um fundinn í hádegisfréttum á Bylgjunni. Fulltrúar JEF-ríkjanna ræða við Volodomír Selenskíj, forseta Úkraínu.Forsætisráðuneyti Noregs Áhersla á Úkraínu Hún segir að áhersla hafi verið lögð á Úkraínu á fundinum og að Volodomír Selenskíj hafi verið viðstaddur fund ríkjanna í gegnum fjarfundarbúnað í morgun. „Við áttum líka áhugavert samtal við Bandaríkjaforseta og Selenskíj í gærkvöldi í óformlegum kvöldverði,“ segir Kristrún og að það sé verið að auka þrýsting á vopnahlé í Úkraínu. Hún telur að það hafi áhrif að hópurinn standi þétt saman. Skilaboðin séu skýr og eftir samtalið hafi „ákveðnar hreyfingar“ farið af stað.“ „…og líka auðvitað eftir samtal Bandaríkja forseta við Úkraínumenn. Þannig þetta auðvitað skiptir gríðarmiklu máli og að við höldum áfram stuðningi.“ Kristrún ávarpaði blaðamannafund í dag.Forsætisráðuneyti Noregs Mikilvægt að gæta varna að norðan líka Kristrún segir að á fundi ríkjanna sé þó einnig verið að ræða um mikilvægi sameiginlegra viðbragðssveita sem JEF sé á Norðurslóðum eða Norður-Atlantshafi. Það sé ekki aðeins gætt að vörnum vegna ógna í Eystrasalti heldur líka að norðan. „Að við séum að nýta okkar krafta, og okkar getu meðal annars á Íslandi, til að styrkja þetta svæði.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira