Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar 9. maí 2025 16:02 Á Íslandi þurfa menn sérstök gleraugu til að skoða og skilja veruleikann. Við getum átt von á sumarveðri (10°C) að vetri og í maí fennir yfir grænt gras. Í slíku landi er kannski ekki við öðru að búast en að íbúarnir verði hálf-ruglaðir, því þegar við bætist stöðugt áreiti (og áróður hagsmunaafla) sem dynur á okkur daglega, hafa fæstir þrek til að afrugla það sem fyrir augu ber. Við þessar aðstæður er kannski ekki nema eðlilegt að flestir hörfi yfir í að láta aðra hugsa fyrir sig og kjósi að fljóta með straumnum / með hópnum / með flokknum og tileinka sér þá skoðun sem er vinsæl hverju sinni eða þá skoðun sem okkur er sagt að hafa út frá hjörðinni sem reynt er að smala okkur í (m.a. út frá kyni, kynhneigð, útliti o.s.frv). Í þjóðfélagi sem er svo gegnsýrt af félagshyggju og hjarðhegðun eins og hér árið 2025, þar sem yfir 90% Alþingismanna láta kúgast af flokksræði og „vókisma“ - og þar sem háskólamenn og embættismenn líta á sig sem tannhjól í kvörn sem hönnuð er af "samfélagsverkfræðingum" og dælir daglega út alls kyns „woke“ félagshyggju-hugmyndum sem gegnsýra skólakerfið og vinnustaði, þá er engin furða að menn sjái það sem einhvers konar „lausn“ að færa Ísland undir áhrifavald risavaxins skrifstofubákns handan hafsins (ESB) sem gæti losað okkur undan þeirri áþján að þurfa að hugsa og taka ábyrgð á sjálfum okkur. Þótt Ísland sé herlaust smáríki með alls konar auðlindir, þá erum við að sligast undan heimatilbúnum og innfluttum vandamálum. Ný ríkisstjórn, eins og hinar fyrri, vill svara þessu með innheimta hærri gjöld og meiri skatta, því nú (sem fyrr) á að leysa öll mál með því að þenja út ríkisbáknið og auka völd þess. Íslendingar, í sinni félagshyggju og hjarðhegðun, eru fangar kreddunnar sem svífur hér yfir öllum vötnum, því hvort sem menn kalla sig sósíalista, jafnaðarmenn, krata, kommúnista, samvinnufólk eða sósíaldemókrata, þá leiðir þetta allt að sömu niðurstöðu, þar sem RÍKIÐ er gert að upphafi og endi allra mála. Þessi útsparkaða braut félagshyggjunnar, sem enn sogar allt þjóðlífið til sín, er svo forug og hál að ekki er gott að sjá hvernig unnt er að bremsa áður en endastöðinni er náð, þ.e. þjóðfélagsástandi þar sem „hið opinbera“ hefur eftirlit með öllu, afskipti af öllu og stýrir öllu, allt frá fæðingu til dauða. Hin rökrétta niðurstaða félagshyggjunnar er m.ö.o. alræði þar sem stjórnvöld fara með ótakmarkað vald og flest svið mannlífsins lúta miðstýringu valdhafa sem telja sig vera fulltrúa einhuga þjóðarvilja. Þessi lýsing ætti að hljóma kunnuglega í eyrum allra þeirra sem flett hafa kennslubókum í mannkynssögu, því kommúnismi, fasismi og nasismi miða að alræðishyggju: Kommúnistar vilja alþjóðlegan sósíalisma en nasistar þjóðernis-sósíalisma. Frammi fyrir þessu blasir við hve villandi er að stilla þessum stefnum upp sem andstæðum („öfga vinstri“ / „öfga hægri“). Í stað þess að láta blekkjast af ólíkum fánum, orðum og merkjum, verðum við geta séð að þetta er allt angi af einni og sömu alræðisrótinni sem nærist á öfund, beiskju og óvild - og krefst blindrar hollustu, undirgefni og haturs á þeim sem tilgreindir hafa verið sem "óvinir hópsins" eða "óvinir stéttarinnar". Gegnsýrðir af ruglandi fréttaflutningi ríkisstyrktra og ríkisrekinna innlendra fjölmiðla þurfa Íslendingar að afrugla sig sjálfir til að sjá að stjórnmálin verða ekki best skilin út frá lóðréttum ás (eða skeifu) sem liggur frá hægri til vinstri (frá stjórnleysi / óstjórn til alræðis / ofstjórnar). Nei, stjórnmálin verða betur skilin sem hringur, þar sem skeifuendarnir hafa verið tengdir saman. Land sem er stjórnlaust mun fyrr en síðar verða ofríkismönnum að bráð, þ.e. þeim sem beita mestu ofbeldi og best eru vopnaðir. Allir geta séð að frá slíkri óstjórn til ofstjórnar (alræðis) er aðeins örstutt skref, því á báðum stöðum er öryggi borgaranna lítið sem ekkert. Eini staðurinn í hringnum sem hugsandi (afruglaðir) menn geta staðsett sig á er lengst frá fyrrnefndum ystu (samtengdu) skeifuendunum, því aðeins þar er áherslan á einstaklinginn (en ekki hópinn). Aðeins þar er viðurkennt að hver og einn maður sé dýrmætur - og að ekki einum einasta manni megi fórna í samfélagslegum tilgangi (e. „for the greater good“). Aðeins þar er borin er virðing fyrir frelsi fólks út frá þeim ramma sem stjórnarskráin hefur skilgreint. Aðeins þar er unnið úr frá því að gera ríkisvaldið eins fyrirferðarlítið, afskiptalaust og valdalaust og nauðsyn krefur m.t.t. öryggis borgaranna og lífsafkomu í stað kæfandi félagshyggju. Aðeins þar er lagt til grundvallar að sú ríkisstjórn er best sem minnst afskipti hefur af borgurunum. Þessu hef ég viljað miðla til Íslendinga, því meðan hugarfar almennings er óbreytt þokast þjóðfélagsástandið í átt til öngþveitis, óreiðu og óstjórnar, sem valdagírugir aðilar munu bjóðast til að leysa, nú sem fyrr, með ofstjórn og valdboði. Um þessar mundir eru liðin fjögur ár síðan ég lagði í þá vegferð að reyna að vekja Íslendinga til umræðu um það hvert stefnir – og til að taka ábyrgð á landinu sínu áður en óefni verður komið. Ég lagði í þessa vegferð því mér er umhugað um að börnin okkar geti átt hér farsæla framtíð í landinu sem formæður okkar og forfeður færðu okkur að gjöf. Eftir fjögurra ára viðleitni blasir við sú niðurstaða að Alþingi mun á næstu dögum lögleiða frumvarp um bókun 35 sem gengisfellir ekki aðeins Alþingi og Hæstarétt Íslands, heldur færir Ísland skrefi nær ólýðræðislegu ofstjórnarvaldi 400 milljón manna ríkjasambands sem kaffærir fólk og fyrirtæki í reglugerðum og tekur daglega á sig skýrari mynd sambandsríkis (ESB). Þótt kalla mætti þessa niðurstöðu lógíska afleiðingu þess félagshyggju- og ríkisvæðingarblætis sem hér hefur verið til umræðu, þá er þessi niðurstaða svo nöturleg og svo dapurleg að tímabært er að viðurkenna að mistekist hafi að vekja landsmenn til vitundar um stöðuna - og hvers er að vænta. Á því vil ég biðjast afsökunar. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Bókun 35 Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Á Íslandi þurfa menn sérstök gleraugu til að skoða og skilja veruleikann. Við getum átt von á sumarveðri (10°C) að vetri og í maí fennir yfir grænt gras. Í slíku landi er kannski ekki við öðru að búast en að íbúarnir verði hálf-ruglaðir, því þegar við bætist stöðugt áreiti (og áróður hagsmunaafla) sem dynur á okkur daglega, hafa fæstir þrek til að afrugla það sem fyrir augu ber. Við þessar aðstæður er kannski ekki nema eðlilegt að flestir hörfi yfir í að láta aðra hugsa fyrir sig og kjósi að fljóta með straumnum / með hópnum / með flokknum og tileinka sér þá skoðun sem er vinsæl hverju sinni eða þá skoðun sem okkur er sagt að hafa út frá hjörðinni sem reynt er að smala okkur í (m.a. út frá kyni, kynhneigð, útliti o.s.frv). Í þjóðfélagi sem er svo gegnsýrt af félagshyggju og hjarðhegðun eins og hér árið 2025, þar sem yfir 90% Alþingismanna láta kúgast af flokksræði og „vókisma“ - og þar sem háskólamenn og embættismenn líta á sig sem tannhjól í kvörn sem hönnuð er af "samfélagsverkfræðingum" og dælir daglega út alls kyns „woke“ félagshyggju-hugmyndum sem gegnsýra skólakerfið og vinnustaði, þá er engin furða að menn sjái það sem einhvers konar „lausn“ að færa Ísland undir áhrifavald risavaxins skrifstofubákns handan hafsins (ESB) sem gæti losað okkur undan þeirri áþján að þurfa að hugsa og taka ábyrgð á sjálfum okkur. Þótt Ísland sé herlaust smáríki með alls konar auðlindir, þá erum við að sligast undan heimatilbúnum og innfluttum vandamálum. Ný ríkisstjórn, eins og hinar fyrri, vill svara þessu með innheimta hærri gjöld og meiri skatta, því nú (sem fyrr) á að leysa öll mál með því að þenja út ríkisbáknið og auka völd þess. Íslendingar, í sinni félagshyggju og hjarðhegðun, eru fangar kreddunnar sem svífur hér yfir öllum vötnum, því hvort sem menn kalla sig sósíalista, jafnaðarmenn, krata, kommúnista, samvinnufólk eða sósíaldemókrata, þá leiðir þetta allt að sömu niðurstöðu, þar sem RÍKIÐ er gert að upphafi og endi allra mála. Þessi útsparkaða braut félagshyggjunnar, sem enn sogar allt þjóðlífið til sín, er svo forug og hál að ekki er gott að sjá hvernig unnt er að bremsa áður en endastöðinni er náð, þ.e. þjóðfélagsástandi þar sem „hið opinbera“ hefur eftirlit með öllu, afskipti af öllu og stýrir öllu, allt frá fæðingu til dauða. Hin rökrétta niðurstaða félagshyggjunnar er m.ö.o. alræði þar sem stjórnvöld fara með ótakmarkað vald og flest svið mannlífsins lúta miðstýringu valdhafa sem telja sig vera fulltrúa einhuga þjóðarvilja. Þessi lýsing ætti að hljóma kunnuglega í eyrum allra þeirra sem flett hafa kennslubókum í mannkynssögu, því kommúnismi, fasismi og nasismi miða að alræðishyggju: Kommúnistar vilja alþjóðlegan sósíalisma en nasistar þjóðernis-sósíalisma. Frammi fyrir þessu blasir við hve villandi er að stilla þessum stefnum upp sem andstæðum („öfga vinstri“ / „öfga hægri“). Í stað þess að láta blekkjast af ólíkum fánum, orðum og merkjum, verðum við geta séð að þetta er allt angi af einni og sömu alræðisrótinni sem nærist á öfund, beiskju og óvild - og krefst blindrar hollustu, undirgefni og haturs á þeim sem tilgreindir hafa verið sem "óvinir hópsins" eða "óvinir stéttarinnar". Gegnsýrðir af ruglandi fréttaflutningi ríkisstyrktra og ríkisrekinna innlendra fjölmiðla þurfa Íslendingar að afrugla sig sjálfir til að sjá að stjórnmálin verða ekki best skilin út frá lóðréttum ás (eða skeifu) sem liggur frá hægri til vinstri (frá stjórnleysi / óstjórn til alræðis / ofstjórnar). Nei, stjórnmálin verða betur skilin sem hringur, þar sem skeifuendarnir hafa verið tengdir saman. Land sem er stjórnlaust mun fyrr en síðar verða ofríkismönnum að bráð, þ.e. þeim sem beita mestu ofbeldi og best eru vopnaðir. Allir geta séð að frá slíkri óstjórn til ofstjórnar (alræðis) er aðeins örstutt skref, því á báðum stöðum er öryggi borgaranna lítið sem ekkert. Eini staðurinn í hringnum sem hugsandi (afruglaðir) menn geta staðsett sig á er lengst frá fyrrnefndum ystu (samtengdu) skeifuendunum, því aðeins þar er áherslan á einstaklinginn (en ekki hópinn). Aðeins þar er viðurkennt að hver og einn maður sé dýrmætur - og að ekki einum einasta manni megi fórna í samfélagslegum tilgangi (e. „for the greater good“). Aðeins þar er borin er virðing fyrir frelsi fólks út frá þeim ramma sem stjórnarskráin hefur skilgreint. Aðeins þar er unnið úr frá því að gera ríkisvaldið eins fyrirferðarlítið, afskiptalaust og valdalaust og nauðsyn krefur m.t.t. öryggis borgaranna og lífsafkomu í stað kæfandi félagshyggju. Aðeins þar er lagt til grundvallar að sú ríkisstjórn er best sem minnst afskipti hefur af borgurunum. Þessu hef ég viljað miðla til Íslendinga, því meðan hugarfar almennings er óbreytt þokast þjóðfélagsástandið í átt til öngþveitis, óreiðu og óstjórnar, sem valdagírugir aðilar munu bjóðast til að leysa, nú sem fyrr, með ofstjórn og valdboði. Um þessar mundir eru liðin fjögur ár síðan ég lagði í þá vegferð að reyna að vekja Íslendinga til umræðu um það hvert stefnir – og til að taka ábyrgð á landinu sínu áður en óefni verður komið. Ég lagði í þessa vegferð því mér er umhugað um að börnin okkar geti átt hér farsæla framtíð í landinu sem formæður okkar og forfeður færðu okkur að gjöf. Eftir fjögurra ára viðleitni blasir við sú niðurstaða að Alþingi mun á næstu dögum lögleiða frumvarp um bókun 35 sem gengisfellir ekki aðeins Alþingi og Hæstarétt Íslands, heldur færir Ísland skrefi nær ólýðræðislegu ofstjórnarvaldi 400 milljón manna ríkjasambands sem kaffærir fólk og fyrirtæki í reglugerðum og tekur daglega á sig skýrari mynd sambandsríkis (ESB). Þótt kalla mætti þessa niðurstöðu lógíska afleiðingu þess félagshyggju- og ríkisvæðingarblætis sem hér hefur verið til umræðu, þá er þessi niðurstaða svo nöturleg og svo dapurleg að tímabært er að viðurkenna að mistekist hafi að vekja landsmenn til vitundar um stöðuna - og hvers er að vænta. Á því vil ég biðjast afsökunar. Höfundur er lögmaður.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun