Þrjú hundruð þúsund klukkustundir af sjálfboðavinnu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. maí 2025 12:22 Einn af nýjustu björgunarbílum landsins, bíll frá Björgunarfélagi Árborgar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Björgunarsveitir landsins lögðu til um þrjú hundruð þúsund klukkustundir á síðasta ári í sjálfboðavinnu í sveitum landsins, sem samsvarar um 625 ársstörfum. Þetta kom meðal annars fram í setningarræðu formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar á landsþingi, sem fer fram á Selfossi um helgina. 14. Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar var formlega sett í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi í gær að viðstöddum dómsmálaráðherra og fleiri góði gestum. Um 400 björgunarsveitarmenn af öllu landinu sækja þingið, sem lýkur með árshátíð í kvöld. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir er formaður Landsbjargar. „Okkar stærsta fjáröflunarverkefni er í fullum gangi núna þar sem við erum að safna fyrir nýjum björgunarskipum hringinn í kringum landið, það er svona stór verkefni, sem er gangi. Svo er að fara í gang núna átak, sem snýr að öryggismálum smábátasjómanna, þannig að það er fullt í gangi og alltaf eitthvað að gerst hjá okkur,” segir Borghildur Fjóla. Borghildur Fjóla, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þið eruð að gera ótrúlega góða hluti, ertu ekki sammála því? “Jú, ég leyfi mér að segja það. Við erum með útkallsfélaga, sem að eru ávallt viðbúnir þegar á þarf að halda. Það er okkar hjarta sem liggur þar, að þjóna samborgurunum þegar á þarf að halda.” Og eitt af atriðum dagsins í dag eru björgunarleikar, sem félagar í Björgunarfélagi Árborgar hafa skipulagt en þá leysir björgunarsveitarfólkið allskonar þrautir, sem allir hafa gaman af. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra með Braga Bjarnasyni, bæjarstjóra í Árborg en þau fluttu bæði ávörp við setningu þingsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þetta í lokin úr setningarræðu formannsins í gær, sem eru mjög athyglisverðar upplýsingar þegar tölur eru annars vegar. „Sjálfboðaliðar okkar lögðu til um 34 þúsund klukkustundir til að sinna útköllum á síðastliðnu ári. Á bak við hverja klukkustund út útkalli liggja ríflega 8 klukkustundir í viðhaldi búnaðar, námskeiðum, æfingum og félagsstarfi. Varlega áætlað er því framlag Slysavarnafélagsins landsbjargar um 300 þúsund klukkustundir á árinu eða um 625 ársstörf,“ sagði Borghildur Fjóla. Nokkrar viðurkenningar voru veittar við setningu þingsins en eina þeirra fékk Friðfinnur Freyr Guðmundsson, en hann fékk heiðursskjöld Landsbjargar, sem er æðsta viðurkenning félagsins fyrir vel unnin störf í gegnum árin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Við setningu þingsins var Hilmar Snorrason, sem leiddi Slysavarnaskóla sjómanna í yfir 30 ár heiðraður fyrir ævistarf sitt. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður félagsins afhenti Hilmari hluta úr stýri Sæbjargar, skólaskips Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem sett hefur verið á kopar platta og með fylgir skjal þar sem segir: „Hér er hluti af stýri Sæbjargar, skólaskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þar stóð í brúnni og stýrði öryggismálum sjófarenda, Hilmar Snorrason. Fáir hafa haft jafn mikil áhrif í þá veru að fækka alvarlegum slysum og banaslysum á sjó og Hilmar. Það er ævistarf sem vert er að þakka fyrir. Traustum höndum hefur þú haldið um stjórnvölinn á slysavörnum sjófarenda í rúma þrjá áratugi og þannig stýrt þúsundum sjófarenda heilum í höfn. Hafðu heila þökk fyrir.“ Þingheimur reis allur úr sætum sínum og heiðraði Hilmar þegar hann tók við viðurkenningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Björgunarsveitir Félagasamtök Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
14. Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar var formlega sett í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi í gær að viðstöddum dómsmálaráðherra og fleiri góði gestum. Um 400 björgunarsveitarmenn af öllu landinu sækja þingið, sem lýkur með árshátíð í kvöld. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir er formaður Landsbjargar. „Okkar stærsta fjáröflunarverkefni er í fullum gangi núna þar sem við erum að safna fyrir nýjum björgunarskipum hringinn í kringum landið, það er svona stór verkefni, sem er gangi. Svo er að fara í gang núna átak, sem snýr að öryggismálum smábátasjómanna, þannig að það er fullt í gangi og alltaf eitthvað að gerst hjá okkur,” segir Borghildur Fjóla. Borghildur Fjóla, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þið eruð að gera ótrúlega góða hluti, ertu ekki sammála því? “Jú, ég leyfi mér að segja það. Við erum með útkallsfélaga, sem að eru ávallt viðbúnir þegar á þarf að halda. Það er okkar hjarta sem liggur þar, að þjóna samborgurunum þegar á þarf að halda.” Og eitt af atriðum dagsins í dag eru björgunarleikar, sem félagar í Björgunarfélagi Árborgar hafa skipulagt en þá leysir björgunarsveitarfólkið allskonar þrautir, sem allir hafa gaman af. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra með Braga Bjarnasyni, bæjarstjóra í Árborg en þau fluttu bæði ávörp við setningu þingsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þetta í lokin úr setningarræðu formannsins í gær, sem eru mjög athyglisverðar upplýsingar þegar tölur eru annars vegar. „Sjálfboðaliðar okkar lögðu til um 34 þúsund klukkustundir til að sinna útköllum á síðastliðnu ári. Á bak við hverja klukkustund út útkalli liggja ríflega 8 klukkustundir í viðhaldi búnaðar, námskeiðum, æfingum og félagsstarfi. Varlega áætlað er því framlag Slysavarnafélagsins landsbjargar um 300 þúsund klukkustundir á árinu eða um 625 ársstörf,“ sagði Borghildur Fjóla. Nokkrar viðurkenningar voru veittar við setningu þingsins en eina þeirra fékk Friðfinnur Freyr Guðmundsson, en hann fékk heiðursskjöld Landsbjargar, sem er æðsta viðurkenning félagsins fyrir vel unnin störf í gegnum árin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Við setningu þingsins var Hilmar Snorrason, sem leiddi Slysavarnaskóla sjómanna í yfir 30 ár heiðraður fyrir ævistarf sitt. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður félagsins afhenti Hilmari hluta úr stýri Sæbjargar, skólaskips Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem sett hefur verið á kopar platta og með fylgir skjal þar sem segir: „Hér er hluti af stýri Sæbjargar, skólaskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þar stóð í brúnni og stýrði öryggismálum sjófarenda, Hilmar Snorrason. Fáir hafa haft jafn mikil áhrif í þá veru að fækka alvarlegum slysum og banaslysum á sjó og Hilmar. Það er ævistarf sem vert er að þakka fyrir. Traustum höndum hefur þú haldið um stjórnvölinn á slysavörnum sjófarenda í rúma þrjá áratugi og þannig stýrt þúsundum sjófarenda heilum í höfn. Hafðu heila þökk fyrir.“ Þingheimur reis allur úr sætum sínum og heiðraði Hilmar þegar hann tók við viðurkenningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Björgunarsveitir Félagasamtök Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira