Innlent

Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kol­efni í Sprengi­sandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Vísir

Sprengisandur er á sínum stað klukkan tíu þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti.

Fyrsti gestur Kristjáns í dag er Gréta Gunnarsdóttir, yfirmaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu, UNWRA. Hún mun ræða ástandið á Gasa og víðar en UNWRA starfar í óþökk Ísraelsríkis og kemur engum gögnum til nauðstaddra sem stendur.

Næst mætir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, og ræðir veiðgjöldin, auglýsingaherferð SFS vegna lagafrumvarps á Alþingi um hækkun veiðigjalda og skyld efni.

Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur og lögmennirnir Sigurður Kári Kristjánsson og Eiríkur Svavarsson ræða því næst stöðu héraðs- og ríkissaksóknara í ljósi umfangsmikils gagnaleka og upplýsinga um að ólögmætum gögnum úr hlerunum hafi ekki verið eytt, þvert á lög.

Síðasti gesturinn verður Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, blaðamaður á Heimildinni. Hann fjallar um fyrirtækið Climeworks sem lofað hefur stórfelldum árangri við að fanga kolefni úr andrúmsloftinu í gegnum riksaverksmiðju á Íslandi. Árangurinn lætur á sér standa og tortryggni gagnvart fyrirtækinu eykst.

Athugasemd ritstjórnar: Heiðrún Lind er stjórnarmaður í Sýn sem er eigandi Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×