Lífið sem var – á Gaza Israa Saed og Katrín Harðardóttir skrifa 11. maí 2025 13:32 Við Israa spjöllum um heima og geima þegar stund gefst. Okkur langaði til að deila með ykkur hluta af því sem okkur hefur farið á milli síðustu vikur, í von um að eignast fleiri vini sem gætu aðstoðað okkur við að komast í gegnum þessa erfiðu tíma: Halló vinir mínir, hvar sem þið eruð. Ég heiti Israa og er móðir þriggja ungra stúlkna frá Gaza, nánar tiltekið frá Rafah. Rafah, þar sem húsið mitt var og þar sem ég bjó, í húsinu mínu sem var svo gjöreytt, ásamt borginni allri, miskunnarlaust, án þess að ég hafi einu sinni séð rústirnar. Síðast talaði ég um þjáningar mínar, sársaukann og þreytuna sem ég hef upplifað – og ég þjáist enn. En í þetta skiptið vil ég segja ykkur frá arfleifð minni, siðum okkar, hefðum og því mikilvægasta, þjóðarréttunum okkar, svo þið getið kynnst menningu þjóðar minnar. Það gleður mig – að geta kynnt menningu og arfleifð Palestínu, þó ekki væri nema lítið brot fyrir aðra að læra um. Landið mitt Palestína og fallegu borgirnar þar eru þekktar fyrir einstaka menningu og sérkenni. Hver borg sker sig úr, og einnig dýrð og stórfengleiki fjalla, hafið og trén – þá sérstaklega grænu ólífutrén. Vesturbakkinn er heimkynni margra frægra borga. Eitt það fegursta í okkar menningu er palestínski þjóðbúningurinn sem sumar konur sauma í höndunum. Hann er tákn arfleifðar okkar og við klæðumst honum við giftingar, útskriftir, hátíðir, hvers konar fögnuð. Daginn fyrir giftingu er haldinn svokallaður Hennadagur. Konur klæðast útsaumuðum fötum, bera skreytingar og henna á höndunum til að sýna gleði og færa gestum og aðstandendum hamingju. Það sem einkennir allar palestínskar hátíðir er einstök matarmenning. Í giftingum eru borin fram hrísgrjón með kjöti þegar fjölskyldurnar koma saman. Það dregur ekki úr gleðinni – allir njóta þess að borða þennan gómsæta mat. En ef við tölum um venjulegan heimilismat, sem við höfum verið svipt í meira en eitt ár, söknum við hans mjög, bæði ég og börnin. Maturinn á heimilunum á Gaza er óviðjafnanlegur. Himneskur ilmurinn berst úr hverju húsi og hverri götu. Til dæmis falafel – eða taamia – sem stundum er kallað „kebab fátækra“, bragðast einstaklega vel. Það er gert úr muldum kjúklingabaunum með steinselju, lauk, hvítlauk og grænni papriku, kryddað og djúpsteikt í olíu – elskað af ungum sem öldnum, borðað í morgunmat eða kvöldmat. Með því er olía og ólífur beint af trjánum, með náttúrulegu og sterku bragði – nánast ekkert palestínskt morgunverðarborð er án olíu, ólífa og fersks falafels. Ólífur eiga sitt tímabil og þær eru ýmist pressaðar í olíu eða geymdar fyrir árið. Fjölskyldurnar safnast saman til að taka þátt í uppskerunni, þetta voru miklar gleðistundir og góð samvera. Ríkulegur hádegismatur er eldaður á föstudögum, þegar allir eru í fríi. Eftir bænasamkomuna eru bornir fram dýrindis réttir; Gazan-fatteh, maqluba (hvolfdur réttur) eða palestínskur musakhan. Fatteh er lagað með brauði sem er dýft í soð, og svo er lag eftir lag af hrísgrjónum, hnetum og kjöti. Ég hef ekki borðað hann í marga mánuði og sakna hans mjög. Maqluba er eldað með gulum hrísgrjónum, eggaldini, blómkáli og lauk, allt sett í pott og snúið við á stóru fati – héðan kemur nafnið, réttinum er bókstaflega „hvolft“. Musakhan er líka einstakur: brauði dýft í hreina ólífuolíu, lagt með lauk í sumac-kryddi og kjúklingi, og svo steikt. Úr verður bragðgóður, safaríkur réttur. Við eigum fleiri sérstaka rétti eins og „hrísgrjónapottinn“ sem er eldaður í leirpotti með kjöti, á lágum hita. En réttirnir hérna að ofan eru þeir sem mig langaði að kynna fyrir ykkur. Þið getið séð meira á netinu eða haft samband við mig. Hver þjóð hefur sínar hátíðir og hefðir. Við áttum einfalt en fallegt líf með gómsætum mat á góðu verði. Núna kostar kjúklingur yfir 40 dollara, ef ekki meira. Og við höfum ekki efni á því. Á meðan Ramadan stendur yfir er sérstakt andrúmsloft. Á þessum tíma er fjölskyldu og vinum boðið í mat og mikil gleði ríkir. Ein okkar helsta arfleifð er palestínski Dabke-dansinn, sem kveikir gleði í brúðkaupum, þjóðhátíðum og fleira. Núna er um það bil mánuður í Eid al-Adha – sérstaka hátíð sem við höfum ekki getað haldið í tvö ár. Vanalega kaupir fólk kálfa eða kindur, slátrar þeim, deilir með fátækum og geymir hluta. Börnin eru spennt og sofa ekki af gleði en við höfum nú verið svipt þessu. Eid al-Fitr er sérstök hátíð eftir Ramadan, þegar við brjótum föstuna – gjarnan með fiski og heimsendum hádegismat. Eid al-Adha er frábrugðin – morgunverðurinn samanstendur af lifur og kjöti, grilli og fattah í hádeginu eða um kvöldið. Hver hátíð hefur sínar hefðir og mat. Þetta voru gleðidagar, bæði fyrir unga og gamla. En við höfum verið svipt öllu þessu – heimilum okkar, siðum og sjálfum okkur. Ég vona að ykkur hafi líkað það sem ég skrifaði um menningu okkar. Ég reyndi að fanga það fallega sem við lifðum og glöddumst yfir – þótt ég væri ekki rík og byggi í litlu húsi inni í húsi stórfjölskyldunnar. Ég bið ykkur, kæru vinir, að hafa samband ef þið viljið styðja mig og dætur mínar, til að létta þjáningarnar okkar. Guð geymi ykkur. Ég þakka öllum sem hafa stutt málstað minn og börnin mín – við þurfum enn stuðning í þessum erfiða veruleika sem við vitum ekki hvernig endar, hér er mig að finna. Ég vona af öllu hjarta að þessu ranglæti ljúki fljótlega – þótt húsin okkar séu eyðilögð og lífið sé í rúst – þá bið ég aðeins um öryggi, sem ætti að vera minnstu mannréttindi okkar. Ég vona af öllu hjarta að þessu ranglæti ljúki fljótlega – þótt húsin okkar séu eyðilögð og lífið sé í rúst – þá bið ég aðeins um öryggi, sem ætti að vera minnstu mannréttindi okkar. Höfundur er þýðandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Við Israa spjöllum um heima og geima þegar stund gefst. Okkur langaði til að deila með ykkur hluta af því sem okkur hefur farið á milli síðustu vikur, í von um að eignast fleiri vini sem gætu aðstoðað okkur við að komast í gegnum þessa erfiðu tíma: Halló vinir mínir, hvar sem þið eruð. Ég heiti Israa og er móðir þriggja ungra stúlkna frá Gaza, nánar tiltekið frá Rafah. Rafah, þar sem húsið mitt var og þar sem ég bjó, í húsinu mínu sem var svo gjöreytt, ásamt borginni allri, miskunnarlaust, án þess að ég hafi einu sinni séð rústirnar. Síðast talaði ég um þjáningar mínar, sársaukann og þreytuna sem ég hef upplifað – og ég þjáist enn. En í þetta skiptið vil ég segja ykkur frá arfleifð minni, siðum okkar, hefðum og því mikilvægasta, þjóðarréttunum okkar, svo þið getið kynnst menningu þjóðar minnar. Það gleður mig – að geta kynnt menningu og arfleifð Palestínu, þó ekki væri nema lítið brot fyrir aðra að læra um. Landið mitt Palestína og fallegu borgirnar þar eru þekktar fyrir einstaka menningu og sérkenni. Hver borg sker sig úr, og einnig dýrð og stórfengleiki fjalla, hafið og trén – þá sérstaklega grænu ólífutrén. Vesturbakkinn er heimkynni margra frægra borga. Eitt það fegursta í okkar menningu er palestínski þjóðbúningurinn sem sumar konur sauma í höndunum. Hann er tákn arfleifðar okkar og við klæðumst honum við giftingar, útskriftir, hátíðir, hvers konar fögnuð. Daginn fyrir giftingu er haldinn svokallaður Hennadagur. Konur klæðast útsaumuðum fötum, bera skreytingar og henna á höndunum til að sýna gleði og færa gestum og aðstandendum hamingju. Það sem einkennir allar palestínskar hátíðir er einstök matarmenning. Í giftingum eru borin fram hrísgrjón með kjöti þegar fjölskyldurnar koma saman. Það dregur ekki úr gleðinni – allir njóta þess að borða þennan gómsæta mat. En ef við tölum um venjulegan heimilismat, sem við höfum verið svipt í meira en eitt ár, söknum við hans mjög, bæði ég og börnin. Maturinn á heimilunum á Gaza er óviðjafnanlegur. Himneskur ilmurinn berst úr hverju húsi og hverri götu. Til dæmis falafel – eða taamia – sem stundum er kallað „kebab fátækra“, bragðast einstaklega vel. Það er gert úr muldum kjúklingabaunum með steinselju, lauk, hvítlauk og grænni papriku, kryddað og djúpsteikt í olíu – elskað af ungum sem öldnum, borðað í morgunmat eða kvöldmat. Með því er olía og ólífur beint af trjánum, með náttúrulegu og sterku bragði – nánast ekkert palestínskt morgunverðarborð er án olíu, ólífa og fersks falafels. Ólífur eiga sitt tímabil og þær eru ýmist pressaðar í olíu eða geymdar fyrir árið. Fjölskyldurnar safnast saman til að taka þátt í uppskerunni, þetta voru miklar gleðistundir og góð samvera. Ríkulegur hádegismatur er eldaður á föstudögum, þegar allir eru í fríi. Eftir bænasamkomuna eru bornir fram dýrindis réttir; Gazan-fatteh, maqluba (hvolfdur réttur) eða palestínskur musakhan. Fatteh er lagað með brauði sem er dýft í soð, og svo er lag eftir lag af hrísgrjónum, hnetum og kjöti. Ég hef ekki borðað hann í marga mánuði og sakna hans mjög. Maqluba er eldað með gulum hrísgrjónum, eggaldini, blómkáli og lauk, allt sett í pott og snúið við á stóru fati – héðan kemur nafnið, réttinum er bókstaflega „hvolft“. Musakhan er líka einstakur: brauði dýft í hreina ólífuolíu, lagt með lauk í sumac-kryddi og kjúklingi, og svo steikt. Úr verður bragðgóður, safaríkur réttur. Við eigum fleiri sérstaka rétti eins og „hrísgrjónapottinn“ sem er eldaður í leirpotti með kjöti, á lágum hita. En réttirnir hérna að ofan eru þeir sem mig langaði að kynna fyrir ykkur. Þið getið séð meira á netinu eða haft samband við mig. Hver þjóð hefur sínar hátíðir og hefðir. Við áttum einfalt en fallegt líf með gómsætum mat á góðu verði. Núna kostar kjúklingur yfir 40 dollara, ef ekki meira. Og við höfum ekki efni á því. Á meðan Ramadan stendur yfir er sérstakt andrúmsloft. Á þessum tíma er fjölskyldu og vinum boðið í mat og mikil gleði ríkir. Ein okkar helsta arfleifð er palestínski Dabke-dansinn, sem kveikir gleði í brúðkaupum, þjóðhátíðum og fleira. Núna er um það bil mánuður í Eid al-Adha – sérstaka hátíð sem við höfum ekki getað haldið í tvö ár. Vanalega kaupir fólk kálfa eða kindur, slátrar þeim, deilir með fátækum og geymir hluta. Börnin eru spennt og sofa ekki af gleði en við höfum nú verið svipt þessu. Eid al-Fitr er sérstök hátíð eftir Ramadan, þegar við brjótum föstuna – gjarnan með fiski og heimsendum hádegismat. Eid al-Adha er frábrugðin – morgunverðurinn samanstendur af lifur og kjöti, grilli og fattah í hádeginu eða um kvöldið. Hver hátíð hefur sínar hefðir og mat. Þetta voru gleðidagar, bæði fyrir unga og gamla. En við höfum verið svipt öllu þessu – heimilum okkar, siðum og sjálfum okkur. Ég vona að ykkur hafi líkað það sem ég skrifaði um menningu okkar. Ég reyndi að fanga það fallega sem við lifðum og glöddumst yfir – þótt ég væri ekki rík og byggi í litlu húsi inni í húsi stórfjölskyldunnar. Ég bið ykkur, kæru vinir, að hafa samband ef þið viljið styðja mig og dætur mínar, til að létta þjáningarnar okkar. Guð geymi ykkur. Ég þakka öllum sem hafa stutt málstað minn og börnin mín – við þurfum enn stuðning í þessum erfiða veruleika sem við vitum ekki hvernig endar, hér er mig að finna. Ég vona af öllu hjarta að þessu ranglæti ljúki fljótlega – þótt húsin okkar séu eyðilögð og lífið sé í rúst – þá bið ég aðeins um öryggi, sem ætti að vera minnstu mannréttindi okkar. Ég vona af öllu hjarta að þessu ranglæti ljúki fljótlega – þótt húsin okkar séu eyðilögð og lífið sé í rúst – þá bið ég aðeins um öryggi, sem ætti að vera minnstu mannréttindi okkar. Höfundur er þýðandi
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar