Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2025 21:21 Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir er nýkjörinn formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Landsbjörg Landsbjörg hefur skorað á stjórnvöld að afnema virðisaukaskattsskyldu björgunarsveita, og telja það geta sparað tugi milljóna á ári hverju. Þá kallar félagið eftir því að brugðist verði við húsnæðisvanda viðbragðsaðila sem allra fyrst. Nýkjörinn formaður Landsbjargar segir húsnæði Landsbjargar við Skógarhlíð hafa verið til bóta á sínum tíma þegar viðbragðsaðilar sameinuðust þar undir einu þaki. Það sé þó farið að láta á sjá. „Húsnæðið hefur verið í slæmu ástandi og hefur þurft að fara í alls konar viðgerðir, sem hefur orðið til þess að meðal annars samhæfingarstöðin hefur verið flutt tímabundið og er núna niðri á Laugavegi,“ segir Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, sem var kjörinn formaður Landsbjargar á landsþingi félagsins nú um helgina. Um leið og viðbragðsaðilar tvístrist á fleiri staði verði samhæfing og samtal þeirra á milli erfiðara. Árið 2022 var undirritaður samningur um byggingu sameiginlegrar björgunarmiðstöðvar en það verkefni var síðar sett á ís af þáverandi stjórnvöldum. „Það er bara mikilvægt að stjórnvöld sjái til þess að viðbragðsaðilar komist undir eitt húsnæði sem allra fyrst.“ Bílar undanþegnir en byggingar ekki Félagið gaf einnig út ályktun þar sem skorað var á stjórnvöld að fella niður virðisaukaskatt vegna starfsemi félagsins og björgunarsveita þess um allt land. Sem stendur eru kaup á björgunarbúnaði, svo sem bílum og fatnaði, undanþegin virðisaukaskatti. Bygging og viðhald húsnæðis er það hins vegar ekki. „Þetta er stórt hagsmunamál fyrir einingarnar okkar. Við erum með 90 björgunarsveitir hringinn í kringum landið, sem allar þurfa að hafa viðunandi húsnæði.“ Spari þjóðarbúinu umtalsverða fjármuni Virðisaukaskattur af slíku geti verið þungur baggi þegar um er að ræða björgunarsveitir sem reki sig aðeins á sjálfsaflafé. Hefurðu einhverja hugmynd um hversu miklu það gæti skilað á ári að fá þessa breytingu í gegn? „Ég held að í heildina gæti þetta alveg skilað tugum eða hundruðum milljóna.“ Stöðugt sé unnið að því að ná áheyrn ráðamanna, og Borghildur segir fjármálaráðherra eiga erindi frá félaginu vegna virðisaukaskattsmála. „Sjálfboðaliðar okkar, þegar við reiknum saman hversu miklum tíma þeir hafa eytt í útköll og æfingar á síðasta ári, þá eru það 625 ársstörf í sjálfboðavinnu. Þannig að það sparar þjóðarbúinu talsvert, myndi ég segja.“ Björgunarsveitir Skattar og tollar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Nýkjörinn formaður Landsbjargar segir húsnæði Landsbjargar við Skógarhlíð hafa verið til bóta á sínum tíma þegar viðbragðsaðilar sameinuðust þar undir einu þaki. Það sé þó farið að láta á sjá. „Húsnæðið hefur verið í slæmu ástandi og hefur þurft að fara í alls konar viðgerðir, sem hefur orðið til þess að meðal annars samhæfingarstöðin hefur verið flutt tímabundið og er núna niðri á Laugavegi,“ segir Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, sem var kjörinn formaður Landsbjargar á landsþingi félagsins nú um helgina. Um leið og viðbragðsaðilar tvístrist á fleiri staði verði samhæfing og samtal þeirra á milli erfiðara. Árið 2022 var undirritaður samningur um byggingu sameiginlegrar björgunarmiðstöðvar en það verkefni var síðar sett á ís af þáverandi stjórnvöldum. „Það er bara mikilvægt að stjórnvöld sjái til þess að viðbragðsaðilar komist undir eitt húsnæði sem allra fyrst.“ Bílar undanþegnir en byggingar ekki Félagið gaf einnig út ályktun þar sem skorað var á stjórnvöld að fella niður virðisaukaskatt vegna starfsemi félagsins og björgunarsveita þess um allt land. Sem stendur eru kaup á björgunarbúnaði, svo sem bílum og fatnaði, undanþegin virðisaukaskatti. Bygging og viðhald húsnæðis er það hins vegar ekki. „Þetta er stórt hagsmunamál fyrir einingarnar okkar. Við erum með 90 björgunarsveitir hringinn í kringum landið, sem allar þurfa að hafa viðunandi húsnæði.“ Spari þjóðarbúinu umtalsverða fjármuni Virðisaukaskattur af slíku geti verið þungur baggi þegar um er að ræða björgunarsveitir sem reki sig aðeins á sjálfsaflafé. Hefurðu einhverja hugmynd um hversu miklu það gæti skilað á ári að fá þessa breytingu í gegn? „Ég held að í heildina gæti þetta alveg skilað tugum eða hundruðum milljóna.“ Stöðugt sé unnið að því að ná áheyrn ráðamanna, og Borghildur segir fjármálaráðherra eiga erindi frá félaginu vegna virðisaukaskattsmála. „Sjálfboðaliðar okkar, þegar við reiknum saman hversu miklum tíma þeir hafa eytt í útköll og æfingar á síðasta ári, þá eru það 625 ársstörf í sjálfboðavinnu. Þannig að það sparar þjóðarbúinu talsvert, myndi ég segja.“
Björgunarsveitir Skattar og tollar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira