Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. maí 2025 18:57 Umhverfisráðherra boðar aðgerðir gegn kínversku verslunarrisunum Temu og Shein. Það sé ólíðandi að vörur sem innihalda skaðleg efni séu fluttar inn til landsins í bílförmum. Til skoðunar er að gera greiðslumiðlunarfyriræki eða flutningsfyrirtæki ábyrg og takmarka þannig innflutning Um sjötíu prósent af þeim vörum sem eru seldar á síðum á borð við Temu og Shein innihalda skaðleg efni sem eru bönnuð innan EES-landa samkvæmt nýrri norrænni rannsókn. Þetta rýmar við fjölda annarra rannsókna. Samkvæmt annarri sem gerð var fyrir leikfangaframleiðendur í Evrópu í fyrra reyndist ekkert af þeim leikföngum frá Temu sem skoðuð voru uppfylla kröfur Evrópusambandsins. „Það er auðvitað gjörsamlega óásættanlegt að það sé verið að eitra fyrir börnum með þessum hætti,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Innflutningur frá Temu og Shein til Íslands hefur stóraukist á liðnum árum og hefur Rauði krossinn sagt ógrynni af ónotuðum fötum frá netrisunum safnast saman í fatagámum sínum. „Þetta hefur gerst alveg gríðarlega hratt, við sjáum núna bara þreföldun á innflutningi á ódýrum vörum frá þriðja landi til Evrópulanda á síðustu tveimur árum,“ segir Jóhann. „Við megum ekki láta það gerast að þessi netverslunar bylting verði til þess að eyðileggja þann árangur sem við hefur náðst á síðustu áratugum í neytendavernd.“ Jóhann Páll ræddi málið við aðra umhverfisráðherra Norðurlandanna á fundi í Finnlandi í vikunni og hann segir þá sammála um að grípa þurfi inn í. „Hugsanlega mætti gera greiðslumiðlunarfyrirtæki og flutningsfyrirtæki í auknum mæli ábyrg fyrir því að ganga úr skugga um að vörur standist kröfur.“ Boð og bönn Spurður hvort það komi hreinlega til greina að banna innflutning frá þessum síðum segir hann ekki ástæðu til að útiloka neitt. Til skoðunar sé að koma upp samnorrænni gagnagátt þar sem hægt væri að nálgast upplýsingar um innihaldsefni. Hægt yrði að banna tilteknar vörur með tilliti til þess. „Auðvitað hljóta boð og bönn að einhverju leyti að vera lausnin á þessu.“ Hann muni fylgja málinu eftir í samvinnu við umhverfis- og orkustofnun. „Við þurfum að skilgreina markmiðin og fara svo yfir það með sérfræðingum bæði hér og á hinum Norðurlöndunum og finna út úr því hvaða aðferðum er best að beita. Hvaða útfærslu við vijum hafa og hversu harkalega við getum gripið inn í,“ segir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Neytendur Verslun Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira
Um sjötíu prósent af þeim vörum sem eru seldar á síðum á borð við Temu og Shein innihalda skaðleg efni sem eru bönnuð innan EES-landa samkvæmt nýrri norrænni rannsókn. Þetta rýmar við fjölda annarra rannsókna. Samkvæmt annarri sem gerð var fyrir leikfangaframleiðendur í Evrópu í fyrra reyndist ekkert af þeim leikföngum frá Temu sem skoðuð voru uppfylla kröfur Evrópusambandsins. „Það er auðvitað gjörsamlega óásættanlegt að það sé verið að eitra fyrir börnum með þessum hætti,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Innflutningur frá Temu og Shein til Íslands hefur stóraukist á liðnum árum og hefur Rauði krossinn sagt ógrynni af ónotuðum fötum frá netrisunum safnast saman í fatagámum sínum. „Þetta hefur gerst alveg gríðarlega hratt, við sjáum núna bara þreföldun á innflutningi á ódýrum vörum frá þriðja landi til Evrópulanda á síðustu tveimur árum,“ segir Jóhann. „Við megum ekki láta það gerast að þessi netverslunar bylting verði til þess að eyðileggja þann árangur sem við hefur náðst á síðustu áratugum í neytendavernd.“ Jóhann Páll ræddi málið við aðra umhverfisráðherra Norðurlandanna á fundi í Finnlandi í vikunni og hann segir þá sammála um að grípa þurfi inn í. „Hugsanlega mætti gera greiðslumiðlunarfyrirtæki og flutningsfyrirtæki í auknum mæli ábyrg fyrir því að ganga úr skugga um að vörur standist kröfur.“ Boð og bönn Spurður hvort það komi hreinlega til greina að banna innflutning frá þessum síðum segir hann ekki ástæðu til að útiloka neitt. Til skoðunar sé að koma upp samnorrænni gagnagátt þar sem hægt væri að nálgast upplýsingar um innihaldsefni. Hægt yrði að banna tilteknar vörur með tilliti til þess. „Auðvitað hljóta boð og bönn að einhverju leyti að vera lausnin á þessu.“ Hann muni fylgja málinu eftir í samvinnu við umhverfis- og orkustofnun. „Við þurfum að skilgreina markmiðin og fara svo yfir það með sérfræðingum bæði hér og á hinum Norðurlöndunum og finna út úr því hvaða aðferðum er best að beita. Hvaða útfærslu við vijum hafa og hversu harkalega við getum gripið inn í,“ segir
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Neytendur Verslun Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira