Erlent

Mun bíða Pútíns í Tyrk­landi á fimmtu­dag

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Selenskí þáði fundarboð Pútíns.
Selenskí þáði fundarboð Pútíns. AP/Vítalí Nosatsj

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur þegið boð Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta um að hefja beinar viðræður í Tyrklandi í vikunni. Hann segist munu bíða Pútíns þar á fimmtudaginn.

Greint var frá því í morgun að Pútín Rússlandsforseti hefði lagt til að hefja beinar viðræður landanna á milli. Það var í kjölfar þess að leiðtogar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Póllands hótuðu að beita Rússlandi frekari viðskiptaþvingunum samþykkti Pútín ekki þrjátíu daga allsherjarvopnahlé frá og með morgundeginum.

Recep Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseti hefur segist tilbúinn að hýsa viðræðurnar.

Í ávarpi sem hann hélt í morgun sagði hann að mögulega yrði hægt að ræða vopnahlé seinna en að fyrst þyrfti að hefja beinar viðræður við Úkraínumenn um „grunnforsendur“ innrásar hans í Úkraínu. Hann minntist ekki á vopnahléstillögu Evrópuleiðtoganna en gerði lítið úr hótunum þeirra.

Selenskí sagði ummæli Pútíns í ávarpi sínu jákvæð. Hann hefur lengi sagst vera tilbúinn til beinna viðræðna en að vopnahlé sé forsenda þess.

„Við bíðum algjörs og varanlegs vopnahlés, frá og með morgundeginum,“ skrifar hann.

„Það er enginn ástæða fyrir því að halda slátruninni áfram. Og ég mun bíða eftir Pútín í Tyrklandi á fimmtudaginn. Persónulega,“ skrifar hann svo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×