Enski boltinn

Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er óhætt að segja að Ruben Dias hafi ekki verið aðdáandi leikskipulags Southampton á móti Manchester City.
Það er óhætt að segja að Ruben Dias hafi ekki verið aðdáandi leikskipulags Southampton á móti Manchester City. Getty/Alex Dodd

Rúben Dias, miðvörður Manchester City, var mjög pirraður eftir markalaust jafntefli Manchester City á móti botnliði Southampton í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Dias sakaði leikmenn Southampton um að reyna ekki einu sinni að spila fótbolta eða reyna að vinna leikinn.

Southampton þurfti eitt stig til að sleppa við það að jafna metið yfir fæst fengin stig á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni.

Stigið úr jafnteflinu á móti City þýðir að Southampton er komið með tólf stig og Derby liðið frá 2007-08 á áfram metið eitt.

City átti 26 skot í leiknum en Southampton pakkaði í vörn og náði að halda út og halda marki sínu hreinu.

„Þetta er mjög pirrandi. Hvert einasta stig skiptir máli núna og allt til enda tímabilsins. Það er því mjög pirrandi að mæta liði eins og þeim. Þeir reyndu ekki að spila fótbolta. Þeir voru að reyna að tefja allan leikinn,“ sagði Rúben Dias.

„Mér leið eins og þeir reyndu ekki einu sinni að vinna leikinn. Þeir biðu bara og pökuðu í vörn en svona er þetta bara. Við reyndum allt og við fengum færi en við náðum ekki að skora mark. Svoleiðis er það bara. Við skoruðum ekki og verðum því bara að taka þetta eina stig með okkur og halda áfram,“ sagði Dias.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×