Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Bjarki Sigurðsson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 11. maí 2025 21:13 KAJ-menn segja að næsta lag þeirra fjalli um hið íslenska gufubað. Vísir/Bjarki Opnunarhátíð Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, fór fram í dag og gengu keppendurnir hinn fræga grænbláa dregil. Hinir sænsk-finnsku meðlimir sveitarinnar KAJ eru taldir sigurstranglegastir en þeir keppa fyrir hönd Svíþjóðar. Lag þeirra fjallar um saunumenningu heimaslóða þeirra en þeir segja sitt næsta lag munu fjalla um gufubaðsmenninguna á Íslandi. Það eru þeir Jakob Norrgård, Axel Åhman og Kevin Holmström sem saman mynda sveitina KAJ. Þeir eru allir sænskumælandi Finnar frá Austurbotni og eru líklega fyrstu söngvararnir frá svæðinu sem hafa öðlast heimsfrægð af því að syngja á eigin mállýsku Austurbotnssænsku. Þeir unnu óvænt þungavigtarjúrómanninn Måns Zelmerlöw í sænsku undankeppninni Melodifestivalen. Jakob Norrgaard segir spennuna byggjast upp en hlakkar til að stíga á stokk á þriðjudaginn en þeir keppa í sömu undankeppni og Væb-bræðurnir fyrir hönd Íslands. Félagi hans Axel Åhman tekur undir með honum og segir viðbrögðin við laginu hafa farið fram úr öllum vonum. „Við höfum alltaf verið í mjög miklu jaðardæmi. Sænskumælandi Finnar eru um það bil jafnmargir og Íslendingar. Þannig þið vitið hvernig þetta er, þetta er fámennur hópur. Að ná að gera eitthvað sem fær þvílíka athygli er mjög sjaldgæft. Svo gerðum við það á okkar eigin mállýsku sem er enn sjaldgæfara,“ segir hann. Finnarnir eru heimsfrægir fyrir saunumenningu sína og það er akkúrat það sem lag Kaj-manna fjallar um en hvað finnst þeim um gufuböð okkar Íslendinga? „Mér finnst líka gott í gufubaði en það er allt annað fyrirbæri. Mér finnst að maður ætti að prófa bæði, finnsku saununa og gufubaðið,“ segir Kevin Holmström og Jakob félagi hans skýtur svo inn í næsta lagið með Kaj muni fjalla um hið íslenska gufubað. Hvernig líst ykkur á VÆB-bræður? „Þeir eru með mjög gott væb. Ég dýrka orkuna í þeim, þeir eru svo skemmtilegir. Það er alltaf gaman að hitta þá á svæðinu. Mér finnst þeim ganga frábærlega með lagið. Þeir stóðu sig mjög vel á seinni æfingunni þeirra,“ segir Axel. „Ég fer alltaf í morgunmat á nákvæmlega sama tíma og Matti. Ég fæ fimmu frá honum á hverjum morgni,“ segir Jakob. Eruð þið stressaðir? „Það er að byggjast upp. Maður verður smástressaður en það þýðir ekkert nema að standa sig. Okkur líður vel með atriðið en þetta snýst um að standa sig þegar tíminn kemur,“ segir Kevin. Eurovision Eurovision 2025 Svíþjóð Tónlist Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Sjá meira
Það eru þeir Jakob Norrgård, Axel Åhman og Kevin Holmström sem saman mynda sveitina KAJ. Þeir eru allir sænskumælandi Finnar frá Austurbotni og eru líklega fyrstu söngvararnir frá svæðinu sem hafa öðlast heimsfrægð af því að syngja á eigin mállýsku Austurbotnssænsku. Þeir unnu óvænt þungavigtarjúrómanninn Måns Zelmerlöw í sænsku undankeppninni Melodifestivalen. Jakob Norrgaard segir spennuna byggjast upp en hlakkar til að stíga á stokk á þriðjudaginn en þeir keppa í sömu undankeppni og Væb-bræðurnir fyrir hönd Íslands. Félagi hans Axel Åhman tekur undir með honum og segir viðbrögðin við laginu hafa farið fram úr öllum vonum. „Við höfum alltaf verið í mjög miklu jaðardæmi. Sænskumælandi Finnar eru um það bil jafnmargir og Íslendingar. Þannig þið vitið hvernig þetta er, þetta er fámennur hópur. Að ná að gera eitthvað sem fær þvílíka athygli er mjög sjaldgæft. Svo gerðum við það á okkar eigin mállýsku sem er enn sjaldgæfara,“ segir hann. Finnarnir eru heimsfrægir fyrir saunumenningu sína og það er akkúrat það sem lag Kaj-manna fjallar um en hvað finnst þeim um gufuböð okkar Íslendinga? „Mér finnst líka gott í gufubaði en það er allt annað fyrirbæri. Mér finnst að maður ætti að prófa bæði, finnsku saununa og gufubaðið,“ segir Kevin Holmström og Jakob félagi hans skýtur svo inn í næsta lagið með Kaj muni fjalla um hið íslenska gufubað. Hvernig líst ykkur á VÆB-bræður? „Þeir eru með mjög gott væb. Ég dýrka orkuna í þeim, þeir eru svo skemmtilegir. Það er alltaf gaman að hitta þá á svæðinu. Mér finnst þeim ganga frábærlega með lagið. Þeir stóðu sig mjög vel á seinni æfingunni þeirra,“ segir Axel. „Ég fer alltaf í morgunmat á nákvæmlega sama tíma og Matti. Ég fæ fimmu frá honum á hverjum morgni,“ segir Jakob. Eruð þið stressaðir? „Það er að byggjast upp. Maður verður smástressaður en það þýðir ekkert nema að standa sig. Okkur líður vel með atriðið en þetta snýst um að standa sig þegar tíminn kemur,“ segir Kevin.
Eurovision Eurovision 2025 Svíþjóð Tónlist Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Sjá meira