Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. maí 2025 22:25 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er á fundi leiðtoga í Norður-Atlantshafi um öryggis- og varnarmál. Mette Frederiksen Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að Norður-Atlantshafsþjóðirnar sýni sterka forystu. Allir sem horfi á sjónvarp horfi upp á breytta heimsmynd. Mikilvægt sé að viðhalda og bæta samstarf Íslands og Færeyja. Kristrún ræddi við blaðamann færeyska ríkisútvarpsins í Þórshöfn í dag þar sem hún er stödd á fundi um öryggis- og varnarmál á norðurslóðum. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Jens-Frederik Nielsen, formaður grænlensku landstjórnarinnar og Aksel Johannesen lögmaður Færeyja sitja fundinn og Jonas Gahr Störe forsætisráðherra Noregs tekur þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Hún segir mikilvægt að Norðuratlantshafsþjóðir séu í stanslausum samskiptum og séu undirbúnir fyrir þær hættur sem kunna að steðja að þeim. „Ég held að það hafi margt breyst í alþjóðastjórnmálunum. Ég held að allir sem horfi á sjónvarp sjái það glöggt. Mér finnst það mjög mikilvægt að við tölum saman í hverjum mánuði, á hverjum degi, í hverri viku,“ segir hún. Kristrún segir fundinn haldinn til að sýna umheiminum að Íslendingar, Færeyingar og Grænlendingar séu að fylgjast með og séu við stjórnvölinn. Öryggis- og varnarmál eigi erindi við þessar þjóðir og þau þurfi að ræða, því „ef við gerum það ekki, gera það stórveldin.“ „Ættum við að vera á einhvern hátt áhyggjufull?“ spyr blaðamaðurinn færeyski hana þá. „Áhyggjufullur er kannski ekki rétta orðið en við þurfum að sýna umheiminum að við séum að fylgjast með og að það sé ekkert um okkur án okkar. Við þurfum að sýna, eins og ég hef sagt, forystu í nærumhverfi okkar,“ segir Kristrún. Um hvað? „Um varnarmál en ég er líka hér í Færeyjum til að hitta góða vini. Það hefur ríkt góð vinátta á milli Færeyja og Íslands í langan tíma. Við þurfum að þróa viðskiptasamband okkar, vináttu okkar og samskipti á sviði menningar,“ segir Kristrún. Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Færeyjar Grænland Danmörk Noregur Utanríkismál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira
Kristrún ræddi við blaðamann færeyska ríkisútvarpsins í Þórshöfn í dag þar sem hún er stödd á fundi um öryggis- og varnarmál á norðurslóðum. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Jens-Frederik Nielsen, formaður grænlensku landstjórnarinnar og Aksel Johannesen lögmaður Færeyja sitja fundinn og Jonas Gahr Störe forsætisráðherra Noregs tekur þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Hún segir mikilvægt að Norðuratlantshafsþjóðir séu í stanslausum samskiptum og séu undirbúnir fyrir þær hættur sem kunna að steðja að þeim. „Ég held að það hafi margt breyst í alþjóðastjórnmálunum. Ég held að allir sem horfi á sjónvarp sjái það glöggt. Mér finnst það mjög mikilvægt að við tölum saman í hverjum mánuði, á hverjum degi, í hverri viku,“ segir hún. Kristrún segir fundinn haldinn til að sýna umheiminum að Íslendingar, Færeyingar og Grænlendingar séu að fylgjast með og séu við stjórnvölinn. Öryggis- og varnarmál eigi erindi við þessar þjóðir og þau þurfi að ræða, því „ef við gerum það ekki, gera það stórveldin.“ „Ættum við að vera á einhvern hátt áhyggjufull?“ spyr blaðamaðurinn færeyski hana þá. „Áhyggjufullur er kannski ekki rétta orðið en við þurfum að sýna umheiminum að við séum að fylgjast með og að það sé ekkert um okkur án okkar. Við þurfum að sýna, eins og ég hef sagt, forystu í nærumhverfi okkar,“ segir Kristrún. Um hvað? „Um varnarmál en ég er líka hér í Færeyjum til að hitta góða vini. Það hefur ríkt góð vinátta á milli Færeyja og Íslands í langan tíma. Við þurfum að þróa viðskiptasamband okkar, vináttu okkar og samskipti á sviði menningar,“ segir Kristrún.
Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Færeyjar Grænland Danmörk Noregur Utanríkismál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira