Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2025 12:10 Kim Kardashian á leið í dómshúsið í París í á tólfta tímanum í dag. AP/Aurelien Morissard Kim Kardashian, raunveruleikastjarnan og athafnakonan fræga, mætti í dag í dómsal í París þar sem hún mætir mönnunum sem rændu hana vopnaðir byssum árið 2016. Kardashian hefur sagt frá því að hún hafi verið sannfærð um að hún myndi deyja og segir ránið hafa haft gífurlega mikil og slæm áhrif á hana. Menn sem klæddust lögreglubúningum ruddust vopnaðir inn í hótelherbergi hennar í október 2016. Þar bundu þeir hana og lögðu hana í baðkar á meðan þeir rændu skartgripum úr herberginu fyrir margar milljónir dala. Meðal annars tóku þeir 18,8 karata demanta trúlofunarhring sem hún hafði fengið frá Kanye West, fyrrverandi eiginmanni hennar. Flestir skartgripirnir hafa ekki fundist. Tíu menn hafa verið ákærðir fyrir vegna ránsins og fara réttarhöldin gegn þeim fram í París. Þau hófust í síðasta mánuði en Kardashian ber vitni í dag. Upprunalega voru tólf ákærðir en þeirra er dáinn og ákærur voru lagðar niður gegn öðrum vegna alvarlegar veikinda hans. Flestir mennirnir eru frá sextíu til áttatíu ára gamlir og hefur hópurinn verið kallaður „afa-ræningjarnir“. Saksóknarar hafa lýst þeim sem reyndum, vel skipulögðum og harðsvíruðum glæpamönnum. Tveir hafa játað að vera á staðnum en hinir neita að hafa komið að ráninu. Eftir ránið hefur Kardashian sagt frá því að hún hafi lengi óttast að fara út og hafi þjást af miklum kvíða. Samkvæmt Sky News þakkaði Kardashian dómaranum og yfirvöldum í Frakklandi fyrir að fá að segja sína sögu, þegar hún settist niður í dómsalnum. Heyrði hreinan ótta frá vinkonu sinni Fyrr í dag bar Simone Harouche, þáverandi stílisti Kardashian vitni, en hún lýsti því hvernig hún vaknaði við öskurinn. Hún sagðist aldrei hafa heyrt önnur eins óhljóð frá vinkonu sinni, sem hún hefur þekkt frá þær voru tólf ára gamlar. „Þetta var hreinn ótti.“ Hún segist hafa heyrt Kardashian biðja ræningjana um að myrða sig ekki og sagði þeim að hún ætti börn. Harouche læsti sig inn á baði inn á samliggjandi hótelherbergi og hringdi eftir hjálp. Skömmu síðar kom Kardashian hoppandi inn til hennar, vegna þess að hún hafði verið bundin á höndum og fótum. Þá var hún klædd í slopp og í engu undir honum. Harouche sagðist hafa óttast að Kardashian hefði verið nauðgað eða brotið hefði verið á henni. Sannfærð um að hún yrði myrt Sjálf sagði Kim í dómsal í dag, samkvæmt fréttavakt Le Parisien, að hún hefði verið sannfærð um að mennirnir ætluðu að nauðga henni. Hún hafi verið svo gott sem nakin þegar þeir bundu hans. Það gerðu mennirnir ekki og hún segir að einn þeirra hafi reynt að róa hana niður og sagt henni að þetta yrði allt í lagi. Hún brast í grát þegar hún var að bera vitni og fór yfir það þegar byssu var beint að höfði hennar. „Ég var sannfærð um að ég myndi deyja þennan dag.“ Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira
Menn sem klæddust lögreglubúningum ruddust vopnaðir inn í hótelherbergi hennar í október 2016. Þar bundu þeir hana og lögðu hana í baðkar á meðan þeir rændu skartgripum úr herberginu fyrir margar milljónir dala. Meðal annars tóku þeir 18,8 karata demanta trúlofunarhring sem hún hafði fengið frá Kanye West, fyrrverandi eiginmanni hennar. Flestir skartgripirnir hafa ekki fundist. Tíu menn hafa verið ákærðir fyrir vegna ránsins og fara réttarhöldin gegn þeim fram í París. Þau hófust í síðasta mánuði en Kardashian ber vitni í dag. Upprunalega voru tólf ákærðir en þeirra er dáinn og ákærur voru lagðar niður gegn öðrum vegna alvarlegar veikinda hans. Flestir mennirnir eru frá sextíu til áttatíu ára gamlir og hefur hópurinn verið kallaður „afa-ræningjarnir“. Saksóknarar hafa lýst þeim sem reyndum, vel skipulögðum og harðsvíruðum glæpamönnum. Tveir hafa játað að vera á staðnum en hinir neita að hafa komið að ráninu. Eftir ránið hefur Kardashian sagt frá því að hún hafi lengi óttast að fara út og hafi þjást af miklum kvíða. Samkvæmt Sky News þakkaði Kardashian dómaranum og yfirvöldum í Frakklandi fyrir að fá að segja sína sögu, þegar hún settist niður í dómsalnum. Heyrði hreinan ótta frá vinkonu sinni Fyrr í dag bar Simone Harouche, þáverandi stílisti Kardashian vitni, en hún lýsti því hvernig hún vaknaði við öskurinn. Hún sagðist aldrei hafa heyrt önnur eins óhljóð frá vinkonu sinni, sem hún hefur þekkt frá þær voru tólf ára gamlar. „Þetta var hreinn ótti.“ Hún segist hafa heyrt Kardashian biðja ræningjana um að myrða sig ekki og sagði þeim að hún ætti börn. Harouche læsti sig inn á baði inn á samliggjandi hótelherbergi og hringdi eftir hjálp. Skömmu síðar kom Kardashian hoppandi inn til hennar, vegna þess að hún hafði verið bundin á höndum og fótum. Þá var hún klædd í slopp og í engu undir honum. Harouche sagðist hafa óttast að Kardashian hefði verið nauðgað eða brotið hefði verið á henni. Sannfærð um að hún yrði myrt Sjálf sagði Kim í dómsal í dag, samkvæmt fréttavakt Le Parisien, að hún hefði verið sannfærð um að mennirnir ætluðu að nauðga henni. Hún hafi verið svo gott sem nakin þegar þeir bundu hans. Það gerðu mennirnir ekki og hún segir að einn þeirra hafi reynt að róa hana niður og sagt henni að þetta yrði allt í lagi. Hún brast í grát þegar hún var að bera vitni og fór yfir það þegar byssu var beint að höfði hennar. „Ég var sannfærð um að ég myndi deyja þennan dag.“
Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira