Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2025 14:01 Dagbjartur Sigurbrandsson stóð sig frábærlega undir pressu, þegar myrkrið var að skella á, í Illinois í gærkvöld og komst á lokastig úrtökumótsins fyrir US Open. mynd/@metamateurga Ísland mun eiga tvo fulltrúa á lokastigi úrtökumótsins fyrir US Open risamótið í golfi, eftir að Dagbjartur Sigurbrandsson kom sér þangað með hádramatískum hætti, í bráðabana. Dagbjartur, eða Dabbi eins og hann er kallaður á heimasíðu US Open, keppti á undamóti í Illinois í gær þar sem 120 kylfingar kepptu um sex laus sæti á lokastiginu. Hann lék hringinn á -2 höggum og þurfti svo að bíða lengi eftir öðrum kylfingum áður en ljóst varð að hann þyrfti að fara í fimm manna bráðabana um tvö síðustu lausu sætin. Og það var nánast komið myrkur þegar Dagbjartur tryggði sér farseðilinn á lokastig úrtökumótsins, eftir þriggja holu bráðabana. Áður var ljóst að Gunnlaugur Árni Sveinsson færi á lokastigið sem einn af fimmtíu efstu á heimslista áhugakylfinga. Lokastigið skiptist í alls þrettán 36 holu mót, þrjú sem fara fram 19. maí og tíu sem fara fram 2 júní, og á hverju þeirra er ákveðinn fjöldi farseðla í boði á sjálft Opna bandaríska mótið. Í fyrra komust alls 73 af 937 þátttakendum í gegnum lokastigið og inn á mótið. US Open fer svo fram á Oakmont Country Club um miðjan júní. Golf Opna bandaríska Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Dagbjartur, eða Dabbi eins og hann er kallaður á heimasíðu US Open, keppti á undamóti í Illinois í gær þar sem 120 kylfingar kepptu um sex laus sæti á lokastiginu. Hann lék hringinn á -2 höggum og þurfti svo að bíða lengi eftir öðrum kylfingum áður en ljóst varð að hann þyrfti að fara í fimm manna bráðabana um tvö síðustu lausu sætin. Og það var nánast komið myrkur þegar Dagbjartur tryggði sér farseðilinn á lokastig úrtökumótsins, eftir þriggja holu bráðabana. Áður var ljóst að Gunnlaugur Árni Sveinsson færi á lokastigið sem einn af fimmtíu efstu á heimslista áhugakylfinga. Lokastigið skiptist í alls þrettán 36 holu mót, þrjú sem fara fram 19. maí og tíu sem fara fram 2 júní, og á hverju þeirra er ákveðinn fjöldi farseðla í boði á sjálft Opna bandaríska mótið. Í fyrra komust alls 73 af 937 þátttakendum í gegnum lokastigið og inn á mótið. US Open fer svo fram á Oakmont Country Club um miðjan júní.
Golf Opna bandaríska Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira