Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Lovísa Arnardóttir skrifar 14. maí 2025 09:27 Kristrún Frostadóttir var afar hrifin af Færeyjum þegar hún fór þangað í heimsókn í vikunni. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um það hvort Ísland eigi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ríkisstjórnin ætli að ljúka málinu fyrir árslok 2027 en það sé ekki búið að ákveða neina dagsetningu. Kristrún var í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar nýlega Færeyjarferð og Evrópusambandið. Kristrún skoðaði í Færeyjum jarðgöng, auðlindamál vegagerð og ræddi í tengslum við það stofnun innviðafélags á Íslandi og tengsl þess við veiðigjaldafrumvarpið. Stofnun félagsins treysti á innspýtingu fjármagns frá ríkissjóði sem veiðigjaldafrumvarpið eigi sannarlega að tryggja. Kristrún ræddi einnig gjaldmiðil Færeyinga og þau góðu vaxtakjör sem Færeyingar fengu þegar þeir voru í sinni jarðgangagerð. Hún segir þar hafa skipt lykilmáli að færeyska króna er gefin út af danska seðlabankanum og jafngildir dönsku krónunni sem er bundin við evrunni með vikmörk upp á 2,5 prósent. „En Danir eru líka í Evrópusambandinu,“ segir Kristrún og að þess vegna hafi þeir getað gert þetta með þessum hætti. Færeyska og danska krónan sé evran þó að hún sé kölluð danska og færeyska krónan. Kristrún segir Íslendinga geta bundið íslensku krónuna við evruna en að það verði þá að fylgja inngöngu í Evrópusambandið því þau þurfi stuðning frá evrópska seðlabankanum. Kristrún segir einnig hægt að einhliða binda krónuna við evruna en að það sé ígildi þess að reka fastgengisstefnu. Það hafi verið gert áður en Ísland gekk í EES. Þá hafi lögð áhersla á það hjá Seðlabankanum að halda genginu föstu í stað þess að halda verðbólgu í skefjum. Eftir að Ísland gekk í EES hafi verið opnað á fjármagnsflæði og meiri viðskipti og fjárfestingar. Gjaldeyrir hafi rokið inn i landið og út úr því og krónan hafi flökt í kjölfarið. Ekki endilega best að taka evruna upp einhliða „Í svona litlu hagkerfi þarftu alveg ofboðslega mikinn forða, mikla virkni, og það er dýrt að halda úti forða til að halda einhverju föstu þannig það var fallið frá föstu gengi. Krónan var sett á flot og á staðinn var verið að reyna að halda verðbólgu í skefjum,“ segir Kristrún og að Íslendingar hafi þannig reynslu af því að festa gengið. Kristrún segir það hafa verið rætt við Evrópusambandið hvort að Ísland geti tekið upp evruna, með þeirra samþykki, án þess þó að ganga í sambandið. Svörin hafi verið á þá leið að sambandið vilji ekki að lönd fari þá leið. Kristrún segir lykilatriði í þessum umræðum að vera hreinskilin við þjóðina. Evrópusambandsumræðan sé að komast aftur á skrið og það sé yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar að spyrja þjóðina hvort það eigi að opna umræður fyrir lok 2027. Kristrún segir kostnað við það að reka lítið hagkerfi og það sé eitt af því sem verði að ræða í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. „Það skiptir máli hvernig umræðan verður. Það skiptir máli að hún sé opin og það sé rætt um kosti og galla í gjaldmiðlamálum og annað,“ segir Kristrún. Auka fjármagn í ESB umræðu Ríkisstjórnin hafi til dæmis samþykkt í gær viðbótarfjárauka þar sem þrír milljarðar aukalega voru lagðir í vegakerfið en þar hafi líka verið sett inn fjármagn svo verkalýðsfélög, félagasamtök og stéttarfélög geti byggt upp umræðu í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar með málstofum eða fundum. Kristrún segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að flýta atkvæðagreiðslunni um það hvort hefja eigi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Í stjórnarsáttmála sé aðeins kveðið á um að atkvæðagreiðslan eigi að fara fram fyrir lok árs 2027. Kristrún segir að ef Íslendingar gengju í Evrópusambandið yrðu stærstu breytingarnar að til dæmis að við ættum sæti við borðið þegar stefnumarkandi ákvarðanir. Þá væri hægt að taka upp evruna þó það tæki tíma. Það væri tiltölulega hratt hægt að festa krónuna með einhverjum vikmörkum auk þess sem Íslendingar fengju aðgang að stofnunum innan sambandsins með umfangsmeiri hætti. Kristrún segir virka umræðu um skriffinnsku innan sambandsins og til dæmis muninn fyrir sumar atvinnugreinar að starfa í Bandaríkjunum og Evrópusambandinu. „Það skiptir máli að við tölum hreint út hvað myndi felast í slíkum samningum og að við fáum svo niðurstöðu úr þessum samningum,“ segir Kristrún. Landbúnaður, sjávarútvegur og orkumál séu til dæmis mál sem þurfi að ræða og fá svör við. Kristrún segir mikilvægt að ríkisstjórnin fái umboð til að fara í slíkar viðræður og að þjóðin treysti því að nefnd sem færi í slíkar viðræður væri að gæta að hagsmunum Íslendinga og Íslands. Evrópusambandið Bítið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Færeyjar Vegagerð Jarðgöng á Íslandi Íslenska krónan Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Kristrún var í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar nýlega Færeyjarferð og Evrópusambandið. Kristrún skoðaði í Færeyjum jarðgöng, auðlindamál vegagerð og ræddi í tengslum við það stofnun innviðafélags á Íslandi og tengsl þess við veiðigjaldafrumvarpið. Stofnun félagsins treysti á innspýtingu fjármagns frá ríkissjóði sem veiðigjaldafrumvarpið eigi sannarlega að tryggja. Kristrún ræddi einnig gjaldmiðil Færeyinga og þau góðu vaxtakjör sem Færeyingar fengu þegar þeir voru í sinni jarðgangagerð. Hún segir þar hafa skipt lykilmáli að færeyska króna er gefin út af danska seðlabankanum og jafngildir dönsku krónunni sem er bundin við evrunni með vikmörk upp á 2,5 prósent. „En Danir eru líka í Evrópusambandinu,“ segir Kristrún og að þess vegna hafi þeir getað gert þetta með þessum hætti. Færeyska og danska krónan sé evran þó að hún sé kölluð danska og færeyska krónan. Kristrún segir Íslendinga geta bundið íslensku krónuna við evruna en að það verði þá að fylgja inngöngu í Evrópusambandið því þau þurfi stuðning frá evrópska seðlabankanum. Kristrún segir einnig hægt að einhliða binda krónuna við evruna en að það sé ígildi þess að reka fastgengisstefnu. Það hafi verið gert áður en Ísland gekk í EES. Þá hafi lögð áhersla á það hjá Seðlabankanum að halda genginu föstu í stað þess að halda verðbólgu í skefjum. Eftir að Ísland gekk í EES hafi verið opnað á fjármagnsflæði og meiri viðskipti og fjárfestingar. Gjaldeyrir hafi rokið inn i landið og út úr því og krónan hafi flökt í kjölfarið. Ekki endilega best að taka evruna upp einhliða „Í svona litlu hagkerfi þarftu alveg ofboðslega mikinn forða, mikla virkni, og það er dýrt að halda úti forða til að halda einhverju föstu þannig það var fallið frá föstu gengi. Krónan var sett á flot og á staðinn var verið að reyna að halda verðbólgu í skefjum,“ segir Kristrún og að Íslendingar hafi þannig reynslu af því að festa gengið. Kristrún segir það hafa verið rætt við Evrópusambandið hvort að Ísland geti tekið upp evruna, með þeirra samþykki, án þess þó að ganga í sambandið. Svörin hafi verið á þá leið að sambandið vilji ekki að lönd fari þá leið. Kristrún segir lykilatriði í þessum umræðum að vera hreinskilin við þjóðina. Evrópusambandsumræðan sé að komast aftur á skrið og það sé yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar að spyrja þjóðina hvort það eigi að opna umræður fyrir lok 2027. Kristrún segir kostnað við það að reka lítið hagkerfi og það sé eitt af því sem verði að ræða í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. „Það skiptir máli hvernig umræðan verður. Það skiptir máli að hún sé opin og það sé rætt um kosti og galla í gjaldmiðlamálum og annað,“ segir Kristrún. Auka fjármagn í ESB umræðu Ríkisstjórnin hafi til dæmis samþykkt í gær viðbótarfjárauka þar sem þrír milljarðar aukalega voru lagðir í vegakerfið en þar hafi líka verið sett inn fjármagn svo verkalýðsfélög, félagasamtök og stéttarfélög geti byggt upp umræðu í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar með málstofum eða fundum. Kristrún segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að flýta atkvæðagreiðslunni um það hvort hefja eigi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Í stjórnarsáttmála sé aðeins kveðið á um að atkvæðagreiðslan eigi að fara fram fyrir lok árs 2027. Kristrún segir að ef Íslendingar gengju í Evrópusambandið yrðu stærstu breytingarnar að til dæmis að við ættum sæti við borðið þegar stefnumarkandi ákvarðanir. Þá væri hægt að taka upp evruna þó það tæki tíma. Það væri tiltölulega hratt hægt að festa krónuna með einhverjum vikmörkum auk þess sem Íslendingar fengju aðgang að stofnunum innan sambandsins með umfangsmeiri hætti. Kristrún segir virka umræðu um skriffinnsku innan sambandsins og til dæmis muninn fyrir sumar atvinnugreinar að starfa í Bandaríkjunum og Evrópusambandinu. „Það skiptir máli að við tölum hreint út hvað myndi felast í slíkum samningum og að við fáum svo niðurstöðu úr þessum samningum,“ segir Kristrún. Landbúnaður, sjávarútvegur og orkumál séu til dæmis mál sem þurfi að ræða og fá svör við. Kristrún segir mikilvægt að ríkisstjórnin fái umboð til að fara í slíkar viðræður og að þjóðin treysti því að nefnd sem færi í slíkar viðræður væri að gæta að hagsmunum Íslendinga og Íslands.
Evrópusambandið Bítið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Færeyjar Vegagerð Jarðgöng á Íslandi Íslenska krónan Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira