Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2025 10:05 Teiknuð mynd af Cassie Ventura í dómsal í New York í gær. Myndavélar eru bannaðar í salnum. AP/Elizabeth Williams Casandra Ventura, eða Cassie, söngkona og fyrrverandi kærasta, Sean „Diddy“ Combs, bar í gær vitni í réttarhöldunum gegn tónlistarmanninum umdeilda. Þar sagði hún meðal annars frá ofbeldi sem hann beitti hana, líkamlegu, andlegu og kynferðislegu, og að hann hafi þvingað hana til að taka þátt í dagalöngum kynlífspartíum. Partí þessi stóðu yfir í marga daga, samkvæmt Cassie, og mátti þar finna mikið af fíkniefnum. Diddy, eins og hann er þekktur, tók þessi partí upp og leikstýrði þeim af mikilli nákvæmni. Lengsta partíið stóð yfir í fjóra daga. Hún sagði einnig, samkvæmt frétt Washington Post, að Diddy hefði notað gífurleg áhrif sín í tónlistarbransanum vestanhafs til að nánast gera fólk að kynlífsdúkkum. Hann hafi stýrt því hvernig fólk klæddist í þessum partíum og jafnvel hver hefði mök við hvern. Diddy var handtekinn í september í fyrra og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og gróf kynferðibraut en þar að auki hafa fjölmargar konur höfðað einkamál gegn honum vegna meintra nauðgana og jafnvel mansals. Cassie, sem er eitt af lykilvitnum saksóknara í málinu gegn honum, sagði að Diddy hefði látið hana hafa mök við vændiskarla á meðan hann horfði á og þetta hafi staðið yfir í nokkra daga í senn, í hótelherbergjum víða um Bandaríkin og víðar yfir áralangt samband þeirra. Þetta hófst þegar hún var 22 ára gömul og sagði Cassie í gær að partí þessi hefðu farið fram um það bil vikulega. Í hverju partí hafi verið notast við um tíu stórar flöskur af barnaolíu, vegna þess að Diddy, sem er sautján árum eldri en hún, hafi viljað að hún glansaði. Cassie segir þessi partí hafa orðið að fullri vinnu. Sean „Diddy“ Combs og Teny Geragos, lögmaður hans, í dómsal í gær.AP/Elizabeth Williams Hún sagði fíkniefnum hafa verið dælt í hana á þessu tímabili. Hún hafi fengið GHB, ketamín, sveppi og ecstasy og þar að auki var henni gefið kókaín til að halda henni vakandi, þar sem Diddy leyfði henni ekki að sofa. Stundum hafi hann látið hana hafa mök við fleiri en einn í einu og hann hafi stýrt athöfnunum eftir eigin höfði. „Þetta voru hans draumórar,“ sagði Cassie, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hún sagðist bara hafa verið hlutur í augum Diddy. Seinna meir hafi Diddy kúgað hana með myndböndum og myndum sem hann átti frá þessum partíum. Hún sagði hann einnig hafa spilað þessi myndbönd þegar þau höfðu samfarar. Saksóknari sem ræddi við Cassie í dómsal lagði mikla áherslu á að spyrja hana hver hefði tekið ákvarðanir vegna þessara partía. Hún sagði Diddy alltaf hafa gert það. Gekk í skrokk á henni á hóteli Forsvarsmenn nokkurra fjölmiðla vestanhafs hafa farið fram á við dómara málsins að nokkrum blaðamönnum verði leyft að horfa á hluta af þessum myndböndum sem Diddy tók af kynlífspartíum þessu, svo þeir geti skrifað um þau. Dómarinn hefur þó hafnað því í bili en ætlar að taka beiðnina aftur fyrir í dag. Eitt þeirra myndbanda sem sýnt var í dómsal í gær var myndband frá 2016, sem sýndi Diddy ráðast á Cassie á hóteli í Los Angeles árið 2016. Cassie sagði í dómsal í gær að þarna hafi hún reynt að yfirgefa svall á hótelinu og Diddy hafi brugðist reiður við. Í dómsal í gær sagði Cassie frá því að Diddy hafi reglulega beitt hana ofbeldi við minnsta tilefni. Það hafi gerst ef hann teldi hana ekki brosa nægilega mikið til hans eða þótt hegðun hennar óviðeigandi af einhverri ástæðu. „Maður gerir rangan svip og það næsta sem ég vissi var að ég var barin í andlitið.“ Bandaríkin Erlend sakamál Mál Sean „Diddy“ Combs Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Partí þessi stóðu yfir í marga daga, samkvæmt Cassie, og mátti þar finna mikið af fíkniefnum. Diddy, eins og hann er þekktur, tók þessi partí upp og leikstýrði þeim af mikilli nákvæmni. Lengsta partíið stóð yfir í fjóra daga. Hún sagði einnig, samkvæmt frétt Washington Post, að Diddy hefði notað gífurleg áhrif sín í tónlistarbransanum vestanhafs til að nánast gera fólk að kynlífsdúkkum. Hann hafi stýrt því hvernig fólk klæddist í þessum partíum og jafnvel hver hefði mök við hvern. Diddy var handtekinn í september í fyrra og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og gróf kynferðibraut en þar að auki hafa fjölmargar konur höfðað einkamál gegn honum vegna meintra nauðgana og jafnvel mansals. Cassie, sem er eitt af lykilvitnum saksóknara í málinu gegn honum, sagði að Diddy hefði látið hana hafa mök við vændiskarla á meðan hann horfði á og þetta hafi staðið yfir í nokkra daga í senn, í hótelherbergjum víða um Bandaríkin og víðar yfir áralangt samband þeirra. Þetta hófst þegar hún var 22 ára gömul og sagði Cassie í gær að partí þessi hefðu farið fram um það bil vikulega. Í hverju partí hafi verið notast við um tíu stórar flöskur af barnaolíu, vegna þess að Diddy, sem er sautján árum eldri en hún, hafi viljað að hún glansaði. Cassie segir þessi partí hafa orðið að fullri vinnu. Sean „Diddy“ Combs og Teny Geragos, lögmaður hans, í dómsal í gær.AP/Elizabeth Williams Hún sagði fíkniefnum hafa verið dælt í hana á þessu tímabili. Hún hafi fengið GHB, ketamín, sveppi og ecstasy og þar að auki var henni gefið kókaín til að halda henni vakandi, þar sem Diddy leyfði henni ekki að sofa. Stundum hafi hann látið hana hafa mök við fleiri en einn í einu og hann hafi stýrt athöfnunum eftir eigin höfði. „Þetta voru hans draumórar,“ sagði Cassie, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hún sagðist bara hafa verið hlutur í augum Diddy. Seinna meir hafi Diddy kúgað hana með myndböndum og myndum sem hann átti frá þessum partíum. Hún sagði hann einnig hafa spilað þessi myndbönd þegar þau höfðu samfarar. Saksóknari sem ræddi við Cassie í dómsal lagði mikla áherslu á að spyrja hana hver hefði tekið ákvarðanir vegna þessara partía. Hún sagði Diddy alltaf hafa gert það. Gekk í skrokk á henni á hóteli Forsvarsmenn nokkurra fjölmiðla vestanhafs hafa farið fram á við dómara málsins að nokkrum blaðamönnum verði leyft að horfa á hluta af þessum myndböndum sem Diddy tók af kynlífspartíum þessu, svo þeir geti skrifað um þau. Dómarinn hefur þó hafnað því í bili en ætlar að taka beiðnina aftur fyrir í dag. Eitt þeirra myndbanda sem sýnt var í dómsal í gær var myndband frá 2016, sem sýndi Diddy ráðast á Cassie á hóteli í Los Angeles árið 2016. Cassie sagði í dómsal í gær að þarna hafi hún reynt að yfirgefa svall á hótelinu og Diddy hafi brugðist reiður við. Í dómsal í gær sagði Cassie frá því að Diddy hafi reglulega beitt hana ofbeldi við minnsta tilefni. Það hafi gerst ef hann teldi hana ekki brosa nægilega mikið til hans eða þótt hegðun hennar óviðeigandi af einhverri ástæðu. „Maður gerir rangan svip og það næsta sem ég vissi var að ég var barin í andlitið.“
Bandaríkin Erlend sakamál Mál Sean „Diddy“ Combs Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira