Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Jón Þór Stefánsson skrifar 18. maí 2025 13:12 Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Fjórmenningar hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu, hótanir og rán vegna atviks sem er sagt hafa átt sér stað á ótilgreindum laugardegi á síðasta ári. Mönnunum er gefið að sök að svipta pilt, sem er ólögráða, frelsi sínu í allt að 45 mínútur, en fram kemur að pilturinn hafi verið gestkomandi þar sem atvik málsins áttu sér stað í Reykjavík. Sakborningarnir fjórir hafi verið í bíl sem einn þeirra ók. Tveir hinna hafi síðan sótt piltinn, leitt hann að bílnum og látið hann setjast inn í hana gegn vilja sínum. Síðan hafi þeir tekið af honum símtæki, heyrnartól og svo farið með hann á annan stað í Reykjavík. Lýsingar á grófu ofbeldi Þar eru fjórmenningarnir sagðir hafa farið úr bílnum og byrjað að beita piltinn ofbeldi. Pilturinn hafi fallið í jörðina fyrir vikið en sakborningarnir slegið hann margsinnis með krepptum hnefum og sparkað margsinnis í höfuð hans og búk meðan hann lá á jörðinni. Einn sakborninganna er sagður hafa gefið piltinum rafstuð með rafmagnsvopni í báða handleggi. Annar þeirra er grunaður um að ota hnífi að hálsi, bringu og kviðarholi piltsins og hótað að drepa hann og fjölskyldu hans ef hann segði frá. Skilinn eftir með mikla áverka Sakborningarnir eru sagðir hafa skilið hann eftir beran að ofan og skólausann. Vegna árásarinnar mun pilturinn hafa hlotið heilahristing, tannbrot og marga sáverka á höfði, á handleggjum og á brjóstkassa. Móðir piltsins krefst þess fyrir hönd sonar síns að fjórmenningarnir greiða 4,5 milljónir króna í skaða- og miskabætur. Það er héraðssaksóknari sem ákærir mennina. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómsmál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira
Mönnunum er gefið að sök að svipta pilt, sem er ólögráða, frelsi sínu í allt að 45 mínútur, en fram kemur að pilturinn hafi verið gestkomandi þar sem atvik málsins áttu sér stað í Reykjavík. Sakborningarnir fjórir hafi verið í bíl sem einn þeirra ók. Tveir hinna hafi síðan sótt piltinn, leitt hann að bílnum og látið hann setjast inn í hana gegn vilja sínum. Síðan hafi þeir tekið af honum símtæki, heyrnartól og svo farið með hann á annan stað í Reykjavík. Lýsingar á grófu ofbeldi Þar eru fjórmenningarnir sagðir hafa farið úr bílnum og byrjað að beita piltinn ofbeldi. Pilturinn hafi fallið í jörðina fyrir vikið en sakborningarnir slegið hann margsinnis með krepptum hnefum og sparkað margsinnis í höfuð hans og búk meðan hann lá á jörðinni. Einn sakborninganna er sagður hafa gefið piltinum rafstuð með rafmagnsvopni í báða handleggi. Annar þeirra er grunaður um að ota hnífi að hálsi, bringu og kviðarholi piltsins og hótað að drepa hann og fjölskyldu hans ef hann segði frá. Skilinn eftir með mikla áverka Sakborningarnir eru sagðir hafa skilið hann eftir beran að ofan og skólausann. Vegna árásarinnar mun pilturinn hafa hlotið heilahristing, tannbrot og marga sáverka á höfði, á handleggjum og á brjóstkassa. Móðir piltsins krefst þess fyrir hönd sonar síns að fjórmenningarnir greiða 4,5 milljónir króna í skaða- og miskabætur. Það er héraðssaksóknari sem ákærir mennina. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Dómsmál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira