Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar 14. maí 2025 16:02 Við lifum á breyttum tímum. Í dag er húsnæðisskortur, það er orkuskortur og stefnir í jarðefna- og auðlindaskort. Það þarf meiri tækni og vísindi, það þarf að nýta alla þessa grænu orku, helst í gær. Það þarf að kolefnishlutleysa, flokka úrgang og hreinsa veitukerfin, bæta við akreinum, göngum, brúm, flugvöllum, athafnasvæðum, iðnaði. Það þarf að ryðja meira land, rannsaka hafauðlindir, fara út i geim. Aðalatriðið er að gefa í en ekki hægja á. En hvað kostar það og höfum við efni á því? Og fyrir hvern og hvert er ferðinni heitið? Er það til að lifa á eða af jörðinni? Til að lifa með náttúru okkar í jafnvægi, sem þýðir minni neyslu og nægjusemi. Eða einfaldlega til að gefa enn meira í? Staðan í dag Á heimsvísu er 95% af landmassa jarðarinnar undir áhrifum mannskepnunnar. Verulega breyttur landmassi er þar 75%, þar af 85% votlendi. Á jörðinni eru jafnframt 160.000 dýrategundir í hættu. Langstærsta hlutfall orkunotkunar fer í hið byggða umhverfi. Lífsnauðsynjar, eins og byggingarefni (húsaskjól), matvæli, vatn og samfélags- og heilbrigðisþjónusta, verða sífellt kostnaðarsamari. Ofan á það flæða um 10.000.000 nýrra manngerða efna á markaðinn á ári hverju, og hvorki eru innviðir né pláss til að taka við öllu þessu rusli og úrgangi, né veita menguninni frá lífkerfum. Á Íslandi eru í dag 10.000 tómar íbúðir (heimild), við eigum heimsmet í raforkunotkun, vistspor okkar Íslendinga er fjórum sinnum hærra en meðalvistspor jarðarbúa, og ef allir lifðu eins og Íslendingar þyrfti sjö jarðir. Öll umskipti og binding kosta gríðarlega fjármuni og ágang á aðrar auðlindir. Á sama tíma er jörðin og heilbrigði okkar allra einfaldlega að kikna undan álagi... Hvað með? Hvað með að takmarka umsvif byggingarframkvæmda, skilgreina húsnæði sem auðlind og mannréttindi og banna sem fjárfestingarkost, og aðstoða frekar öll að hafa efni og aðgang að heilnæmu og öruggu húsaskjóli? Hvað með að setja skorður á starfsemi bankanna og lækka frekar vexti á íbúðalánum? Hvað með að minnka frekar raforkunotkun í húsnæði með því að læra að umgangast þessa auðlind af sparneytni? Hvað með að stýra betur orkunni, og innheimta raunverð og viðeigandi álag? Hvað með að banna einnota umbúðir, vörur og plast og umbuna þeim sem endurnýta? Hvað með að hafa eftirlit og stjórn með efnaframleiðslu og banna efnanotkun á heimilum, og takmarka hana í landbúnaði og umhverfinu? Hvað með að iðka frekar hæglæti, nægjusemi og takmarka neyslu? Hvað með að hægja frekar á og þurfa ekki að þeysast út um allt? Að láta segja okkur að við þurfum meira og meira eru ekki endilega öll sannindin. Áður en við hlustum á einhvern segja okkur að það sé skortur, þarf að taka til greina hver er að segja okkur það. Að bæta sífellt á og reyna að finna lausnir til að halda áfram viðteknum hætti, lætur okkur missa sjónar af rótinni. Hver græðir á lausnunum og hver kemur til með að græða ef við hægjum á? Það er spurningin. Höfundur er lögfræðingur og umhverfissinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Við lifum á breyttum tímum. Í dag er húsnæðisskortur, það er orkuskortur og stefnir í jarðefna- og auðlindaskort. Það þarf meiri tækni og vísindi, það þarf að nýta alla þessa grænu orku, helst í gær. Það þarf að kolefnishlutleysa, flokka úrgang og hreinsa veitukerfin, bæta við akreinum, göngum, brúm, flugvöllum, athafnasvæðum, iðnaði. Það þarf að ryðja meira land, rannsaka hafauðlindir, fara út i geim. Aðalatriðið er að gefa í en ekki hægja á. En hvað kostar það og höfum við efni á því? Og fyrir hvern og hvert er ferðinni heitið? Er það til að lifa á eða af jörðinni? Til að lifa með náttúru okkar í jafnvægi, sem þýðir minni neyslu og nægjusemi. Eða einfaldlega til að gefa enn meira í? Staðan í dag Á heimsvísu er 95% af landmassa jarðarinnar undir áhrifum mannskepnunnar. Verulega breyttur landmassi er þar 75%, þar af 85% votlendi. Á jörðinni eru jafnframt 160.000 dýrategundir í hættu. Langstærsta hlutfall orkunotkunar fer í hið byggða umhverfi. Lífsnauðsynjar, eins og byggingarefni (húsaskjól), matvæli, vatn og samfélags- og heilbrigðisþjónusta, verða sífellt kostnaðarsamari. Ofan á það flæða um 10.000.000 nýrra manngerða efna á markaðinn á ári hverju, og hvorki eru innviðir né pláss til að taka við öllu þessu rusli og úrgangi, né veita menguninni frá lífkerfum. Á Íslandi eru í dag 10.000 tómar íbúðir (heimild), við eigum heimsmet í raforkunotkun, vistspor okkar Íslendinga er fjórum sinnum hærra en meðalvistspor jarðarbúa, og ef allir lifðu eins og Íslendingar þyrfti sjö jarðir. Öll umskipti og binding kosta gríðarlega fjármuni og ágang á aðrar auðlindir. Á sama tíma er jörðin og heilbrigði okkar allra einfaldlega að kikna undan álagi... Hvað með? Hvað með að takmarka umsvif byggingarframkvæmda, skilgreina húsnæði sem auðlind og mannréttindi og banna sem fjárfestingarkost, og aðstoða frekar öll að hafa efni og aðgang að heilnæmu og öruggu húsaskjóli? Hvað með að setja skorður á starfsemi bankanna og lækka frekar vexti á íbúðalánum? Hvað með að minnka frekar raforkunotkun í húsnæði með því að læra að umgangast þessa auðlind af sparneytni? Hvað með að stýra betur orkunni, og innheimta raunverð og viðeigandi álag? Hvað með að banna einnota umbúðir, vörur og plast og umbuna þeim sem endurnýta? Hvað með að hafa eftirlit og stjórn með efnaframleiðslu og banna efnanotkun á heimilum, og takmarka hana í landbúnaði og umhverfinu? Hvað með að iðka frekar hæglæti, nægjusemi og takmarka neyslu? Hvað með að hægja frekar á og þurfa ekki að þeysast út um allt? Að láta segja okkur að við þurfum meira og meira eru ekki endilega öll sannindin. Áður en við hlustum á einhvern segja okkur að það sé skortur, þarf að taka til greina hver er að segja okkur það. Að bæta sífellt á og reyna að finna lausnir til að halda áfram viðteknum hætti, lætur okkur missa sjónar af rótinni. Hver græðir á lausnunum og hver kemur til með að græða ef við hægjum á? Það er spurningin. Höfundur er lögfræðingur og umhverfissinni.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun