Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. maí 2025 15:32 Lewis Hamilton er brattur þrátt fyrir erfiða byrjun á tímabilinu. getty/Alessio Morgese Lewis Hamilton hefur ekki fengið neina draumabyrjun hjá Ferrari eftir vistaskiptin frá Mercedes. Hann segir þó of snemmt að dæma sig og árangurinn hjá Ferrari eftir nokkrar keppnir. Betur fari að gera það eftir nokkur ár. Eftir sex keppnir er Hamilton í 7. sæti í keppni ökuþóra með 41 stig, níutíu stigum á eftir Oscar Piastri sem er á toppnum. Ferrari er í 4. sæti í keppni bílasmiða með 94 stig, 152 stigum á eftir McLaren. Sjöunda keppni tímabilsins fer fram í Imola um helgina og er fyrsti kappaksturinn í Evrópu á þessu ári. Síðan tekur Mónakó-kappaksturinn við og svo Spánarkappaksturinn. Hamilton vill ekki gera of mikið úr mikilvægi næstu þriggja keppna. „Ég set ekki allt á þessar þrjár keppnir. Ef við ættum þrjár slæmar keppnir væri vonin enn til staðar. Ég held að það verði ekki þannig en ég er bara að segja að við hengjum ekki allt á eina keppni,“ sagði Hamilton. „Ég dæmi ekki árangur okkar eftir nokkrar keppnir, hálft eða eitt tímabil. Talið við mig þegar ferli mínum hjá Ferrari lýkur, eftir nokkur ár hjá Ferrari skulum við tala um hvað við höfum gert. Þá getum við horft til baka og sagt hvort við höfum náð árangri eða ekki.“ Hinn fertugi Hamilton hefur ekki endað ofar en í 5. sæti í keppni á þessu tímabili. Hann varð áttundi í síðasta kappakstri, í Miami. Hamilton hefur gengið betur í sprettkeppnum og vann slíka í Kína í mars. Akstursíþróttir Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Eftir sex keppnir er Hamilton í 7. sæti í keppni ökuþóra með 41 stig, níutíu stigum á eftir Oscar Piastri sem er á toppnum. Ferrari er í 4. sæti í keppni bílasmiða með 94 stig, 152 stigum á eftir McLaren. Sjöunda keppni tímabilsins fer fram í Imola um helgina og er fyrsti kappaksturinn í Evrópu á þessu ári. Síðan tekur Mónakó-kappaksturinn við og svo Spánarkappaksturinn. Hamilton vill ekki gera of mikið úr mikilvægi næstu þriggja keppna. „Ég set ekki allt á þessar þrjár keppnir. Ef við ættum þrjár slæmar keppnir væri vonin enn til staðar. Ég held að það verði ekki þannig en ég er bara að segja að við hengjum ekki allt á eina keppni,“ sagði Hamilton. „Ég dæmi ekki árangur okkar eftir nokkrar keppnir, hálft eða eitt tímabil. Talið við mig þegar ferli mínum hjá Ferrari lýkur, eftir nokkur ár hjá Ferrari skulum við tala um hvað við höfum gert. Þá getum við horft til baka og sagt hvort við höfum náð árangri eða ekki.“ Hinn fertugi Hamilton hefur ekki endað ofar en í 5. sæti í keppni á þessu tímabili. Hann varð áttundi í síðasta kappakstri, í Miami. Hamilton hefur gengið betur í sprettkeppnum og vann slíka í Kína í mars.
Akstursíþróttir Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira