Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. maí 2025 21:04 Sanna Magdalena Mörudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir ríkið fyrst og fremst bera ábyrgð í máli manns sem hefur haldið íbúm Hverfisgötu í heljargreipum. Vísir/Ívar Fannar Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir ríkið draga lappirnar þegar kemur að því að bjóða andlega veikum einstaklingum viðeigandi úrræði. Á sama tíma sé mikilvægt að hlusta á áhyggjur íbúa sem segjast óttast nágranna sinn á Hverfisgötu. Íbúar á Hverfisgötu lýstu nýverið í kvöldfréttum Stöðvar 2 ófremdarástandi vegna manns sem þeir segja að haldi sér í heljargreipum. Maðurinn sem um ræðir heitir Sigurður Almar, býr í húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar og hefur margítrekað komið við sögu lögreglu, síðast þegar hann hélt ferðamanni í gíslingu á heimili sínu. Verjandi hans sagði við fréttastofu að hann glími við geðrænan vanda og sögðu nágrannar óteljandi dæmi um ógnandi hegðun mannsins og óspektir úti á götu. Ástandið sé ólíðandi, hann verði að fá úrræði vegna andlegrar heilsu sinnar. Sanna Magdalena Mörtudóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir spjótin beinast að ríkinu í málinu. „Við sjáum víða að það eru einmitt ekki til úrræði sem eru til staðar og ég myndi segja að þetta sé birtingarmynd þess þegar við erum ekki að setja fjármagn í velferð, þegar við erum ekki með kerfi til staðar sem á að mæta fólki sem þarf á stuðningi að halda,“ sagði Sanna. „Þannig ég myndi segja algjörlega að við þurfum að einblína á það af hverju erum við ekki með þennan stuðning til staðar og af hverju ríkið hefur ekki verið að bjóða upp á það. Og ég vona svo innilega að við sjáum hratt og fljótt hvernig þau sjá fyrir sér að leysa úr þessum málum hvað varðar þetta svið.“ Hugurinn hjá fólki sem upplifi krefjandi aðstæður Sanna segir sitt hlutverk á sama tíma að taka tillit til áhyggja íbúa. Borgin meti ýmsa þætti þegar verið er að úthluta húsnæði. „Þá er verið að líta til ýmissa þátta og ef búseta gengur í einhverjum tilfellum ekki upp þá verður auðvitað að skoða það og þær reglur sem við erum með og sífellt að þora að líta til þess. En ég ítreka að það eru fleiri aðilar sem þurfa að koma að málum,“ sagði hún. Sanna segir að hún muni fylgja máli mannsins eftir við ríkið og halda áfram samtali um bætta þjónustu til handa andlega veikum einstaklingum í borginni. Það að þarna búi veikur maður sem hefur meðal annars haldið ferðamanni í gíslingu og að hann búi þarna enn hlýtur að hafa áhrif á ímynd borgarinnar? „Ég er fyrst og fremst að hugsa um líðan fólks sem upplifir krefjandi aðstæður bæði manneskjunnar sem við á og íbúa, það er það sem ég er fyrst og fremst að hugsa um,“ sagði Sanna. Reykjavík Lögreglumál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Íslenskur karlmaður sem sætir gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann í húsnæði á Hverfisgötunni hefur endurtekið komið við sögu lögreglu. Hann er með þroskaskerðingu og hefur við afplánun fyrri dóma verið vistaður í einangrun á öryggisgöngum, fjarri öðrum föngum. 2. maí 2025 15:45 Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Íslenskur karlmaður um fertugt var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur vegna gruns um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann aðfaranótt fimmtudags. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort maðurinn hafi ætlað að kúga fé úr ferðamanninum. 2. maí 2025 12:27 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Íbúar á Hverfisgötu lýstu nýverið í kvöldfréttum Stöðvar 2 ófremdarástandi vegna manns sem þeir segja að haldi sér í heljargreipum. Maðurinn sem um ræðir heitir Sigurður Almar, býr í húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar og hefur margítrekað komið við sögu lögreglu, síðast þegar hann hélt ferðamanni í gíslingu á heimili sínu. Verjandi hans sagði við fréttastofu að hann glími við geðrænan vanda og sögðu nágrannar óteljandi dæmi um ógnandi hegðun mannsins og óspektir úti á götu. Ástandið sé ólíðandi, hann verði að fá úrræði vegna andlegrar heilsu sinnar. Sanna Magdalena Mörtudóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir spjótin beinast að ríkinu í málinu. „Við sjáum víða að það eru einmitt ekki til úrræði sem eru til staðar og ég myndi segja að þetta sé birtingarmynd þess þegar við erum ekki að setja fjármagn í velferð, þegar við erum ekki með kerfi til staðar sem á að mæta fólki sem þarf á stuðningi að halda,“ sagði Sanna. „Þannig ég myndi segja algjörlega að við þurfum að einblína á það af hverju erum við ekki með þennan stuðning til staðar og af hverju ríkið hefur ekki verið að bjóða upp á það. Og ég vona svo innilega að við sjáum hratt og fljótt hvernig þau sjá fyrir sér að leysa úr þessum málum hvað varðar þetta svið.“ Hugurinn hjá fólki sem upplifi krefjandi aðstæður Sanna segir sitt hlutverk á sama tíma að taka tillit til áhyggja íbúa. Borgin meti ýmsa þætti þegar verið er að úthluta húsnæði. „Þá er verið að líta til ýmissa þátta og ef búseta gengur í einhverjum tilfellum ekki upp þá verður auðvitað að skoða það og þær reglur sem við erum með og sífellt að þora að líta til þess. En ég ítreka að það eru fleiri aðilar sem þurfa að koma að málum,“ sagði hún. Sanna segir að hún muni fylgja máli mannsins eftir við ríkið og halda áfram samtali um bætta þjónustu til handa andlega veikum einstaklingum í borginni. Það að þarna búi veikur maður sem hefur meðal annars haldið ferðamanni í gíslingu og að hann búi þarna enn hlýtur að hafa áhrif á ímynd borgarinnar? „Ég er fyrst og fremst að hugsa um líðan fólks sem upplifir krefjandi aðstæður bæði manneskjunnar sem við á og íbúa, það er það sem ég er fyrst og fremst að hugsa um,“ sagði Sanna.
Reykjavík Lögreglumál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Íslenskur karlmaður sem sætir gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann í húsnæði á Hverfisgötunni hefur endurtekið komið við sögu lögreglu. Hann er með þroskaskerðingu og hefur við afplánun fyrri dóma verið vistaður í einangrun á öryggisgöngum, fjarri öðrum föngum. 2. maí 2025 15:45 Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Íslenskur karlmaður um fertugt var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur vegna gruns um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann aðfaranótt fimmtudags. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort maðurinn hafi ætlað að kúga fé úr ferðamanninum. 2. maí 2025 12:27 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Íslenskur karlmaður sem sætir gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann í húsnæði á Hverfisgötunni hefur endurtekið komið við sögu lögreglu. Hann er með þroskaskerðingu og hefur við afplánun fyrri dóma verið vistaður í einangrun á öryggisgöngum, fjarri öðrum föngum. 2. maí 2025 15:45
Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Íslenskur karlmaður um fertugt var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur vegna gruns um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann aðfaranótt fimmtudags. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort maðurinn hafi ætlað að kúga fé úr ferðamanninum. 2. maí 2025 12:27