Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2025 10:00 Jhonattan Vegas lenti í glompu við átjándu flötina í gær og missti á endanum tvö af fjórum höggum sem hann hafði í forskot á næstu kylfinga. Getty/Alex Slitz Það ríkir mikil spenna á PGA-meistaramótinu eftir tvo daga af fjórum. Venesúelabúinn Jhonattan Vegas er óvænt efstur en hann var stálheppinn á næstsíðustu holunni í gær. Suður-Kóreubúinn Si Woo Kim setti met þegar hann náði holu í höggi og er í toppbaráttunni. Vegas er efstur á samtals -8 höggum en það er fyrst og fremst út af mögnuðum fyrsta hring sem hann lék á -7 höggum. Hann hefði mögulega getað misst toppsætið ef hann hefði ekki verið heppinn með það hvernig boltinn skoppaði í hrífu sem lá við sautjándu flötina, og þaðan inn á flötina. Jhonattan Vegas gets an amazing bounce off the RAKE on 17. 😳🎥 @PGAChampionship | #PGAChamppic.twitter.com/uV8jjizlEZ— Golf Channel (@GolfChannel) May 16, 2025 Þrátt fyrir þessa heppni þá lauk hringnum illa hjá Vegas því hann fékk svo tvöfaldan skolla á síðustu holunni og lauk hringnum því samtals á -1 höggi. Hann var þó ánægður með að vera enn í efsta sæti á risamóti: „Þetta er nú ástæðan fyrir allri vinnunni sem maður leggur í þetta. Maður gerir þetta til að hafa tækifæri á einhverju svona. Því miður hefur mér ekki tekist það í gegnum ferilinn en maður veit aldrei. Maður verður bara að stíga á bensíngjöfina áfram, halda ró sinni og leggja hart að sér. Það er aldrei að vita hvenær hlutirnir byrja að falla með manni,“ sagði Vegas sem unnið hefur fjögur mót á PGA-mótaröðinni en best náð 22. sæti á risamóti. Si Woo Kim setti met þegar hann fór holu í höggi á sjöttu holu, með því að slá um 230 metra en það er lengsta vegalengd sem skilað hefur holu í höggi á risamóti. Hann fagnaði þessu ákaft og var svo fljótur að benda á það í viðtölum eftir hringinn að hann hefði átt gamla metið, frá því á Opna breska mótinu í fyrra. 🚨 ACE ALERT 🚨Si Woo Kim just made a hole-in-one from 252 yards on the 6th hole! 🙌#PGAChamp pic.twitter.com/o3HDWlfRIQ— PGA Championship (@PGAChampionship) May 16, 2025 Kim er einn þriggja sem deila 2. sæti á -6 höggum en hinir eru Matthieu Pavon og Matt Fitzpatrick. Efsti maður heimslistans, Scottie Scheffler, er svo á -5 höggum líkt og Max Homa, en stöðuna má sjá hér. Rory McIlroy og Xander Schauffele þurfa hins vegar að hlaða í hálfgerða flugeldasýningu í dag og á morgun því þeir rétt komust í gegnum niðurskurðinn og eru á +1 höggi. Á meðal þeirra sem komust ekki í gegnum niðurskurðinn voru Jordan Spieth, Justin Thomas, Ludvig Åberg og Brooks Koepka að ógleymdum Shane Lowry sem var vægast sagt reiður í gær þegar boltinn hans sökk í holu á áttundu braut en hann endaði einu höggi frá niðurskurðarlínunni. PGA-meistaramótið er sýnt á Vodafone Sport og hefst bein útsending í dag, laugardag, klukkan 18. Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira
Vegas er efstur á samtals -8 höggum en það er fyrst og fremst út af mögnuðum fyrsta hring sem hann lék á -7 höggum. Hann hefði mögulega getað misst toppsætið ef hann hefði ekki verið heppinn með það hvernig boltinn skoppaði í hrífu sem lá við sautjándu flötina, og þaðan inn á flötina. Jhonattan Vegas gets an amazing bounce off the RAKE on 17. 😳🎥 @PGAChampionship | #PGAChamppic.twitter.com/uV8jjizlEZ— Golf Channel (@GolfChannel) May 16, 2025 Þrátt fyrir þessa heppni þá lauk hringnum illa hjá Vegas því hann fékk svo tvöfaldan skolla á síðustu holunni og lauk hringnum því samtals á -1 höggi. Hann var þó ánægður með að vera enn í efsta sæti á risamóti: „Þetta er nú ástæðan fyrir allri vinnunni sem maður leggur í þetta. Maður gerir þetta til að hafa tækifæri á einhverju svona. Því miður hefur mér ekki tekist það í gegnum ferilinn en maður veit aldrei. Maður verður bara að stíga á bensíngjöfina áfram, halda ró sinni og leggja hart að sér. Það er aldrei að vita hvenær hlutirnir byrja að falla með manni,“ sagði Vegas sem unnið hefur fjögur mót á PGA-mótaröðinni en best náð 22. sæti á risamóti. Si Woo Kim setti met þegar hann fór holu í höggi á sjöttu holu, með því að slá um 230 metra en það er lengsta vegalengd sem skilað hefur holu í höggi á risamóti. Hann fagnaði þessu ákaft og var svo fljótur að benda á það í viðtölum eftir hringinn að hann hefði átt gamla metið, frá því á Opna breska mótinu í fyrra. 🚨 ACE ALERT 🚨Si Woo Kim just made a hole-in-one from 252 yards on the 6th hole! 🙌#PGAChamp pic.twitter.com/o3HDWlfRIQ— PGA Championship (@PGAChampionship) May 16, 2025 Kim er einn þriggja sem deila 2. sæti á -6 höggum en hinir eru Matthieu Pavon og Matt Fitzpatrick. Efsti maður heimslistans, Scottie Scheffler, er svo á -5 höggum líkt og Max Homa, en stöðuna má sjá hér. Rory McIlroy og Xander Schauffele þurfa hins vegar að hlaða í hálfgerða flugeldasýningu í dag og á morgun því þeir rétt komust í gegnum niðurskurðinn og eru á +1 höggi. Á meðal þeirra sem komust ekki í gegnum niðurskurðinn voru Jordan Spieth, Justin Thomas, Ludvig Åberg og Brooks Koepka að ógleymdum Shane Lowry sem var vægast sagt reiður í gær þegar boltinn hans sökk í holu á áttundu braut en hann endaði einu höggi frá niðurskurðarlínunni. PGA-meistaramótið er sýnt á Vodafone Sport og hefst bein útsending í dag, laugardag, klukkan 18.
Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira