„Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2025 12:01 Hildigunnur Einarsdóttir gæti skráð sig í sögubækurnar í dag ásamt liðsfélögum sínum í Val. vísir/Ívar „Það eru smá fiðrildi byrjuð að poppa upp,“ segir Hildigunnur Einarsdóttir sem er staðráðin í að ljúka sínum handboltaferli sem Evrópubikarmeistari, með því að vinna spænska liðið Porrino í úrslitaleik á Hlíðarenda í dag klukkan 15. Liðin gerðu 29-29 jafntefli á Spáni fyrir viku síðan og spennan er því mikil fyrir seinni leikinn í dag. Í fyrsta sinn fer Evrópubikar á loft á Íslandi og Hildigunnur segir að með góðum stuðningi, og lærdómnum sem dreginn var af fyrri leiknum, þá verði það Valskonur sem taki við bikarnum. Viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hildigunnur fyrir úrslitaleikinn „Til þessa höfum við verið mjög góðar á milli leikja [í keppninni]. Lagað hlutina sem þarf að laga. Eigum við ekki bara að treysta á að við gerum það sama núna, og virkilega lögum það sem við viljum laga? Svo erum við með ákveðinn heimaleikjarétt, stemningin verður okkar megin, og þá held ég að við getum lagað fullt,“ sagði Hildigunnur í viðtali við Val Pál Eiríksson í gær. En hvernig er eiginlega að vera að fara að spila Evrópuúrslitaleik, og það á heimavelli? „Þetta er hálfólýsanlegt. Maður veit ekki hvaða orð maður á að nota. Orðið sem ég nota er forréttindapési. Þetta er alveg sturlað. Ég veit að það er mikill áhugi á þessu og fólkið sem kemur verður okkar extra leikmaður. Ég veit að ef stemningin verður frábær þá verður þetta ógleymanlegur dagur bæði fyrir okkur og fólkið sem kemur að styðja okkur,“ sagði Hildigunnur og bætti við: „Við ætlum að lyfta þessum bikar, það er bara þannig. Ég er búin að sjá þetta fyrir mér í þrjár vikur, að við séum að lyfta þessum bikar. Ég hef fulla trú á því. Við getum lagað það sem við þurfum að laga milli leikja, verðum hér á heimavelli með fullt af fólki, og þá hef ég fulla trú á að þetta fari vel.“ EHF-bikarinn Valur Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi Vals fyrir seinni leik kvennaliðs félagsins gegn Porrino í úrslitum EHF-bikarsins á morgun. 16. maí 2025 11:15 Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Sjá meira
Liðin gerðu 29-29 jafntefli á Spáni fyrir viku síðan og spennan er því mikil fyrir seinni leikinn í dag. Í fyrsta sinn fer Evrópubikar á loft á Íslandi og Hildigunnur segir að með góðum stuðningi, og lærdómnum sem dreginn var af fyrri leiknum, þá verði það Valskonur sem taki við bikarnum. Viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hildigunnur fyrir úrslitaleikinn „Til þessa höfum við verið mjög góðar á milli leikja [í keppninni]. Lagað hlutina sem þarf að laga. Eigum við ekki bara að treysta á að við gerum það sama núna, og virkilega lögum það sem við viljum laga? Svo erum við með ákveðinn heimaleikjarétt, stemningin verður okkar megin, og þá held ég að við getum lagað fullt,“ sagði Hildigunnur í viðtali við Val Pál Eiríksson í gær. En hvernig er eiginlega að vera að fara að spila Evrópuúrslitaleik, og það á heimavelli? „Þetta er hálfólýsanlegt. Maður veit ekki hvaða orð maður á að nota. Orðið sem ég nota er forréttindapési. Þetta er alveg sturlað. Ég veit að það er mikill áhugi á þessu og fólkið sem kemur verður okkar extra leikmaður. Ég veit að ef stemningin verður frábær þá verður þetta ógleymanlegur dagur bæði fyrir okkur og fólkið sem kemur að styðja okkur,“ sagði Hildigunnur og bætti við: „Við ætlum að lyfta þessum bikar, það er bara þannig. Ég er búin að sjá þetta fyrir mér í þrjár vikur, að við séum að lyfta þessum bikar. Ég hef fulla trú á því. Við getum lagað það sem við þurfum að laga milli leikja, verðum hér á heimavelli með fullt af fólki, og þá hef ég fulla trú á að þetta fari vel.“
EHF-bikarinn Valur Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi Vals fyrir seinni leik kvennaliðs félagsins gegn Porrino í úrslitum EHF-bikarsins á morgun. 16. maí 2025 11:15 Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi Vals fyrir seinni leik kvennaliðs félagsins gegn Porrino í úrslitum EHF-bikarsins á morgun. 16. maí 2025 11:15