„Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2025 11:30 Oliver Glasner hefur gert frábæra hluti sem knattspyrnustjóri Crystal Palace. Getty/Rob Newell Þó að Oliver Glasner, knattspyrnustjóri Crystal Palace, vilji ekki tala of mikið um það þá hefur liðið aldrei verið nær því en í dag að vinna sinn fyrsta stóra titil. Mótherjinn er hins vegar Manchester City. Úrslitaleikurinn er á Wembley klukkan 15:30 í dag en bein útsending á Vodafone Sport hefst korteri fyrr. Á meðan City hefur rakað inn titlum á síðustu þrettán árum og spilað urmul risaleikja þá eru Palace-menn í nýjum aðstæðum og það er ekki síst hinum fimmtuga Austurríkismann Glasner að þakka. Hann er hins vegar vel meðvitaður um það að með tapi í dag gleymist frammistaða Palace í vetur fljótt: „Þú talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa,“ sagði Glasner háfleygur í viðtali við BBC. Here we go 😍#CPFC pic.twitter.com/MjXaW5VU9C— Crystal Palace F.C. (@CPFC) May 17, 2025 Sama hvernig fer í dag þá hefur hann hins vegar gert frábæra hluti með Palace síðan hann tók við liðinu af Roy Hodgson í febrúar í fyrra. Enginn fyrrverandi stjóri Palace getur státað af betri stigasöfnun eða að meðaltali 1,49 stig í leik. Samt byrjaði Palace þessa leiktíð afar illa og vann ekki deildarleik fyrr en 27. október. Það tók tíma að jafna sig á brotthvarfi Michael Olise til Bayern München síðasta sumar auk þess sem sjö leikmenn liðsins fóru í úrslit á stórmótum landsliða og þurftu tíma til að jafna sig. Frá því að Palace hrökk í gang, með sigri gegn Tottenham 27. október, er liðið hins vegar í sjötta sæti yfir þau lið sem hafa safnað flestum stigum í úrvalsdeildinni, á eftir Liverpool, Newcastle, Arsenal, Chelsea og Nottingham Forest. Gengið hefur því í raun verið betra en hjá City, þó að veðbankar séu sammála um að City sé mun líklegra til að lyfta bikarnum í dag. „Ég er mjög ánægður. Ekki bara með framfarir okkar heldur umhverfið sem við höfum skapað hérna á æfingasvæðinu og í félaginu. Við erum með mikinn metnað, það leggja allir hart að sér til að ná framförum, og það er aðalástæðan fyrir því hvar við erum stödd núna í lok leiktíðarinnar,“ sagði Glasner en Palace er í 12. sæti úrvalsdeildarinnar og þarf bara eitt stig úr síðustu tveimur leikjunum til að toppa sinn allra besta árangur í sögunni. „Við höfum virkilega fest okkur í sessi á miðri töflunni og erum meira í því að horfa á liðin fyrir ofan okkur en fyrir neðan okkur. Við erum líka komnir í úrslitaleik bikarsins og ég er mjög ánægður með það sem hefur gerst á síðustu 15-16 mánuðum,“ sagði Glasner. Enski boltinn Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Sjá meira
Úrslitaleikurinn er á Wembley klukkan 15:30 í dag en bein útsending á Vodafone Sport hefst korteri fyrr. Á meðan City hefur rakað inn titlum á síðustu þrettán árum og spilað urmul risaleikja þá eru Palace-menn í nýjum aðstæðum og það er ekki síst hinum fimmtuga Austurríkismann Glasner að þakka. Hann er hins vegar vel meðvitaður um það að með tapi í dag gleymist frammistaða Palace í vetur fljótt: „Þú talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa,“ sagði Glasner háfleygur í viðtali við BBC. Here we go 😍#CPFC pic.twitter.com/MjXaW5VU9C— Crystal Palace F.C. (@CPFC) May 17, 2025 Sama hvernig fer í dag þá hefur hann hins vegar gert frábæra hluti með Palace síðan hann tók við liðinu af Roy Hodgson í febrúar í fyrra. Enginn fyrrverandi stjóri Palace getur státað af betri stigasöfnun eða að meðaltali 1,49 stig í leik. Samt byrjaði Palace þessa leiktíð afar illa og vann ekki deildarleik fyrr en 27. október. Það tók tíma að jafna sig á brotthvarfi Michael Olise til Bayern München síðasta sumar auk þess sem sjö leikmenn liðsins fóru í úrslit á stórmótum landsliða og þurftu tíma til að jafna sig. Frá því að Palace hrökk í gang, með sigri gegn Tottenham 27. október, er liðið hins vegar í sjötta sæti yfir þau lið sem hafa safnað flestum stigum í úrvalsdeildinni, á eftir Liverpool, Newcastle, Arsenal, Chelsea og Nottingham Forest. Gengið hefur því í raun verið betra en hjá City, þó að veðbankar séu sammála um að City sé mun líklegra til að lyfta bikarnum í dag. „Ég er mjög ánægður. Ekki bara með framfarir okkar heldur umhverfið sem við höfum skapað hérna á æfingasvæðinu og í félaginu. Við erum með mikinn metnað, það leggja allir hart að sér til að ná framförum, og það er aðalástæðan fyrir því hvar við erum stödd núna í lok leiktíðarinnar,“ sagði Glasner en Palace er í 12. sæti úrvalsdeildarinnar og þarf bara eitt stig úr síðustu tveimur leikjunum til að toppa sinn allra besta árangur í sögunni. „Við höfum virkilega fest okkur í sessi á miðri töflunni og erum meira í því að horfa á liðin fyrir ofan okkur en fyrir neðan okkur. Við erum líka komnir í úrslitaleik bikarsins og ég er mjög ánægður með það sem hefur gerst á síðustu 15-16 mánuðum,“ sagði Glasner.
Enski boltinn Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Sjá meira