Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. maí 2025 20:05 Jóhanna Viborg, sem var stjórnandi bútasaumsdaganna í Hveragerði en hún er líka með verslunina Bóthildi í Reykjavík þar sem allt fæst til bútasaums. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um fimmtíu konur víðs vegar af landinu hafa setið við saumavélarnar sínar síðustu daga við bútasaum þar sem þær hafa töfrað fram allskonar teppi, púða og fleira með bútasaumi. Það er búin að vera mikil stemning á Hótel Örk í Hveragerði frá því á fimmtudaginn til síðdegis í dag þegar bútasaumur er annars vegar. Ástæðan er sú að um fimmtíu konur hafa setið við saumavélarnar þessa daga þar, sem þær hafa unnið fjölbreytt verkefni, auk þess að spjalla og hafa gaman saman. Jóhanna Viborg er sú sem stjórnaði bútasaumshittingnum en hún er með verslunina Bóthildi í Reykjavík þar sem hún selur allt til bútasaums. „Já, hér er búið að sauma og sauma, bútasaumskonur hist og hér af landinu, sem komu og flestar þeirra ef ekki allar eru kúnnar mínir úr Bóthildi,” segir Jóhanna. En einhver sagði mér að þú værir að fara að hætta með þetta, er það rétt eða rangt? „Ég ætla að hætta um áramótin með búðina og ætlaði að hafa þetta síðustu helgina en konurnar eru búnar að snúa illilega upp á hendina á mér þannig að ég ætla að reyna aftur næsta ár,” segir Jóhanna. Og konurnar segja bútasaum dásamlegan. „Þetta er svo gott fyrir sálina og svo er maður náttúrulega alltaf að skapa. En þetta er bara hugarró algjör og góður félagsskapur, búa til falleg efni og læra, maður lærir mikið,” segir Jóhanna Björg Aðalsteinsdóttir, bútasaumskona frá Ísafirði. Jóhanna Björg Aðalsteinsdóttir, sem býr á Ísafirði er mjög öflug og dugleg bútasaumskona.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, þetta er rosalega gaman, þetta er það skemmtilegasta, sem maður gerir. Mjög skemmtilegt áhugamál og gefandi,” segir Sigrún Sólmundardóttir, bútasaumskona frá Bergsholti í Melasveit. Sigrún Sólmundardóttir, bútasaumskona frá Bergsholti í Melasveit var mjög ánægð með dagana í Hveragerði í bútasaumnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Brynja Kerjúlf, sem á eitt ár í að verða 90 ára lét sig ekki vanta á bútasaumsdagana í Hveragerði. „Það er hlegið og talað og saumað allan daginn, alveg dásamlegt. Já, mér er sagt að ég sé aldursforsetinn”, segir Brynja hlægjandi. Þrátt fyrir að það styttist í að Brynja Kjerúlf bútasaumskona frá Akranesi verði 90 ára þá er hún á fullum krafti í bútasaumi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kristín Björg Erlendsdóttir, bútasaumskona búsett í Garðabæ var með ótrúlega falleg bútasaumsteppi, sem hún gerði. „Bútasaumur er rosalega skemmtilegur og það er alltaf gaman að sjá hvað hinar konurnar eru að gera. Ég gef yfirleitt allt, sem ég er að sauma, á minnst af þessu sjálf,“ segir Kristín. Kristín Björk Erlendsdóttir, bútasaumakona úr Garðabæ með eitt af teppunum, sem hún hefur gert.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvar er íslenska karlmaðurinn, ég sé engan karl hérna? „Nei, þeir eru einhvers staðar í felum, þeir koma ekki til okkar,” segir Kristín hlæjandi. Hveragerði Handverk Hannyrðir Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Það er búin að vera mikil stemning á Hótel Örk í Hveragerði frá því á fimmtudaginn til síðdegis í dag þegar bútasaumur er annars vegar. Ástæðan er sú að um fimmtíu konur hafa setið við saumavélarnar þessa daga þar, sem þær hafa unnið fjölbreytt verkefni, auk þess að spjalla og hafa gaman saman. Jóhanna Viborg er sú sem stjórnaði bútasaumshittingnum en hún er með verslunina Bóthildi í Reykjavík þar sem hún selur allt til bútasaums. „Já, hér er búið að sauma og sauma, bútasaumskonur hist og hér af landinu, sem komu og flestar þeirra ef ekki allar eru kúnnar mínir úr Bóthildi,” segir Jóhanna. En einhver sagði mér að þú værir að fara að hætta með þetta, er það rétt eða rangt? „Ég ætla að hætta um áramótin með búðina og ætlaði að hafa þetta síðustu helgina en konurnar eru búnar að snúa illilega upp á hendina á mér þannig að ég ætla að reyna aftur næsta ár,” segir Jóhanna. Og konurnar segja bútasaum dásamlegan. „Þetta er svo gott fyrir sálina og svo er maður náttúrulega alltaf að skapa. En þetta er bara hugarró algjör og góður félagsskapur, búa til falleg efni og læra, maður lærir mikið,” segir Jóhanna Björg Aðalsteinsdóttir, bútasaumskona frá Ísafirði. Jóhanna Björg Aðalsteinsdóttir, sem býr á Ísafirði er mjög öflug og dugleg bútasaumskona.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, þetta er rosalega gaman, þetta er það skemmtilegasta, sem maður gerir. Mjög skemmtilegt áhugamál og gefandi,” segir Sigrún Sólmundardóttir, bútasaumskona frá Bergsholti í Melasveit. Sigrún Sólmundardóttir, bútasaumskona frá Bergsholti í Melasveit var mjög ánægð með dagana í Hveragerði í bútasaumnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Brynja Kerjúlf, sem á eitt ár í að verða 90 ára lét sig ekki vanta á bútasaumsdagana í Hveragerði. „Það er hlegið og talað og saumað allan daginn, alveg dásamlegt. Já, mér er sagt að ég sé aldursforsetinn”, segir Brynja hlægjandi. Þrátt fyrir að það styttist í að Brynja Kjerúlf bútasaumskona frá Akranesi verði 90 ára þá er hún á fullum krafti í bútasaumi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kristín Björg Erlendsdóttir, bútasaumskona búsett í Garðabæ var með ótrúlega falleg bútasaumsteppi, sem hún gerði. „Bútasaumur er rosalega skemmtilegur og það er alltaf gaman að sjá hvað hinar konurnar eru að gera. Ég gef yfirleitt allt, sem ég er að sauma, á minnst af þessu sjálf,“ segir Kristín. Kristín Björk Erlendsdóttir, bútasaumakona úr Garðabæ með eitt af teppunum, sem hún hefur gert.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvar er íslenska karlmaðurinn, ég sé engan karl hérna? „Nei, þeir eru einhvers staðar í felum, þeir koma ekki til okkar,” segir Kristín hlæjandi.
Hveragerði Handverk Hannyrðir Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira