Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Smári Jökull Jónsson skrifar 18. maí 2025 17:56 Sigvaldi Björn í leik með Kolstad. Vísir/Getty Íslendingaliðið Kolstad vann í dag sigur á Elverum í fyrsta úrslitaleik liðanna um norska meistaratitilinn í handbolta. Fjórir Íslendingar komu við sögu hjá Kolstad í leiknum. Kolstad og Elverum hafa verið sterkustu liðin í norsku deildinni síðustu árin og enduðu í tveimur efstu sætunum að lokinni deildakeppni. Fyrsti leikur úrslitanna fór fram á heimavelli Elverum en tvo leiki þarf til að vinna titilinn. Gestirnir frá Kolstad náðu frumkvæðinu strax í upphafi. Þeir komust í 6-3 og náðu mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleiknum í stöðunni 10-5. Heimalið Elverum skoraði þó síðustu tvö mörk fyrri hálfleiks og sá til þess að þremur mörkum munaði í hálfleik, staðan þá 17-14. Gestirnir fóru hins vegar langt með að tryggja sigurinn strax í upphafi síðari hálfleiks. Þeir hófu hálfleikinn á 6-1 áhlaupi og munurinn skyndilega orðinn átta mörk. Heimaliðið náði lítið sem ekkert að minnka muninn eftir þetta og leiknum lauk með sex marka sigri Kolstad, lokatölur 31-25. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði þrjú mörk fyrir Kolstad í leiknum og Sveinn Jóhannsson eitt. Bræðurnir Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssynir komu einnig við sögu hjá gestunum en komust ekki á blað. Liðin mætast næst í Kolstad á miðvikudag og þar getur Kolstad tryggt sér titilinn. Elliði magnaður í sigri Gummersbach Elliði Snær Viðarsson skoraði sjö mörk fyrir Gummersbach sem vann 34-30 sigur á Eisenach á útivelli. Elliði var næstmarkahæstur í liði gestanna en Teitur Örn Einarsson átti sömuleiðis fínan leik og bætti fjórum íslenskum mörkum í sarpinn. Eftir sigurinn er Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, í 9. sæti deildarinnar þegar liðið á fimm leiki eftir óspilaða. Þá skoraði Viggó Kristjánsson níu mörk og var markahæstur í liði Erlangen sem vann 30-27 sigur á Stuttgart. Með sigrinum jafnaði Erlangen lið Stuttgart að stigum og lyfti sér upp úr fallsæti. Fyrir neðan Erlangen í töflunni eru lið Bietigheim og Potsdam sem bæði eiga leiki til góða og fallhættan vofir því enn yfir Viggó og félögum. Þýski handboltinn Norski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Kolstad og Elverum hafa verið sterkustu liðin í norsku deildinni síðustu árin og enduðu í tveimur efstu sætunum að lokinni deildakeppni. Fyrsti leikur úrslitanna fór fram á heimavelli Elverum en tvo leiki þarf til að vinna titilinn. Gestirnir frá Kolstad náðu frumkvæðinu strax í upphafi. Þeir komust í 6-3 og náðu mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleiknum í stöðunni 10-5. Heimalið Elverum skoraði þó síðustu tvö mörk fyrri hálfleiks og sá til þess að þremur mörkum munaði í hálfleik, staðan þá 17-14. Gestirnir fóru hins vegar langt með að tryggja sigurinn strax í upphafi síðari hálfleiks. Þeir hófu hálfleikinn á 6-1 áhlaupi og munurinn skyndilega orðinn átta mörk. Heimaliðið náði lítið sem ekkert að minnka muninn eftir þetta og leiknum lauk með sex marka sigri Kolstad, lokatölur 31-25. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði þrjú mörk fyrir Kolstad í leiknum og Sveinn Jóhannsson eitt. Bræðurnir Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssynir komu einnig við sögu hjá gestunum en komust ekki á blað. Liðin mætast næst í Kolstad á miðvikudag og þar getur Kolstad tryggt sér titilinn. Elliði magnaður í sigri Gummersbach Elliði Snær Viðarsson skoraði sjö mörk fyrir Gummersbach sem vann 34-30 sigur á Eisenach á útivelli. Elliði var næstmarkahæstur í liði gestanna en Teitur Örn Einarsson átti sömuleiðis fínan leik og bætti fjórum íslenskum mörkum í sarpinn. Eftir sigurinn er Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, í 9. sæti deildarinnar þegar liðið á fimm leiki eftir óspilaða. Þá skoraði Viggó Kristjánsson níu mörk og var markahæstur í liði Erlangen sem vann 30-27 sigur á Stuttgart. Með sigrinum jafnaði Erlangen lið Stuttgart að stigum og lyfti sér upp úr fallsæti. Fyrir neðan Erlangen í töflunni eru lið Bietigheim og Potsdam sem bæði eiga leiki til góða og fallhættan vofir því enn yfir Viggó og félögum.
Þýski handboltinn Norski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira