Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sindri Sverrisson skrifar 19. maí 2025 09:02 Benjamin Stokke skoraði tvö marka Aftureldingar í gærkvöld. Stöð 2 Sport Afturelding varð í gær fyrsta liðið til að vinna KR í Bestu deild karla í fótbolta á þessari leiktíð, í mögnuðum 4-3 leik í Mosfellsbæ. Fram vann Vestra 1-0 en ÍBV og KA gerðu markalaust jafntefli. Mörk gærdagsins má nú sjá á Vísi. Guðmundur Andri Tryggvason og Aron Sigurðarson komu KR í 2-0 á fyrstu tíu mínútunum í Mosó í gær. KR-ingar virtust þannig ætla að skemma stemninguna hjá heimamönnum sem höfðu verið taplausir á heimavelli og fengu að heyra nýtt stuðningslag úr smiðju Steinda Jr. og Dóra DNA í sólinni í gær. En Benjamin Stokke, sem lék með Breiðabliki í fyrra, jafnaði metin með tveimur mörkum sitt hvoru megin við leikhléið. Eiður Gauti Sæbjörnsson kom þó KR í 3-2 á 59. mínútu en Aron Elí Sævarsson og Hrannar Snær Magnússon sáu til þess að Afturelding fengi öll þrjú stigin. Eins og fyrr segir þá gerðu ÍBV og KA markalaust jafntefli í frekar tilþrifalitlum leik á Þórsvelli í Vestmannaeyjum. KA er því í fallsæti, með fimm stig, en ÍBV í 9. sæti með átta stig. Framarar náðu hins vegar að stöðva flug Vestra í Úlfarsárdalnum og unnu 1-0 sigur. Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu sem dæmd var þegar Sergine Fall féll einhvern veginn ofan á Vuk Oskar Dimitrijevic og braut á honum innan teigs. Simon Tibbling skoraði úr spyrnunni sitt fyrsta mark fyrir Fram eftir komuna frá Svíþjóð. Vestri er áfram eitt þriggja efstu liða með 13 stig en Víkingur og Breiðablik spila í kvöld, gegn Stjörnunni og Val, á afar áhugaverðu kvöldi en 7. umferðin verður svo gerð upp í Stúkunni á Stöð 2 Sport, um kl. 21:25. Besta deild karla Tengdar fréttir Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Blásið var til veislu á Malbikstöðinni að Varmá í kvöld þegar Afturelding sigraði KR 4-3, eftir að hafa jafnað leikinn í tvígang og komið sér að lokum í forystu. Áhorfendametið féll og fengu áhorfendur nóg fyrir peninginn. KR að tapa sínum fyrsta leik í Bestu deildinni og Afturelding að jafna KR að stigum í deildinni. 18. maí 2025 21:31 Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Sigurður Breki Kárason varð fyrir hörðu samstuði og fór upp á spítala, aðeins átta mínútum eftir að hann kom inn af varamannabekknum í leik KR gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum. 18. maí 2025 22:04 Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Fram bar sigurorð af Vestra með einu marki gegn engu þegar liðin áttust við í sjöundu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í dag. Það var Simon Tibbling sem skoraði sigurmark Fram úr vítaspyrnu sem Vuk Oskar Dimitrijevic nældi í. 18. maí 2025 15:56 Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni ÍBV og KA gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í blíðskaparveðri á Þórvellinum í Vestmannaeyjum í dag. 18. maí 2025 13:17 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Guðmundur Andri Tryggvason og Aron Sigurðarson komu KR í 2-0 á fyrstu tíu mínútunum í Mosó í gær. KR-ingar virtust þannig ætla að skemma stemninguna hjá heimamönnum sem höfðu verið taplausir á heimavelli og fengu að heyra nýtt stuðningslag úr smiðju Steinda Jr. og Dóra DNA í sólinni í gær. En Benjamin Stokke, sem lék með Breiðabliki í fyrra, jafnaði metin með tveimur mörkum sitt hvoru megin við leikhléið. Eiður Gauti Sæbjörnsson kom þó KR í 3-2 á 59. mínútu en Aron Elí Sævarsson og Hrannar Snær Magnússon sáu til þess að Afturelding fengi öll þrjú stigin. Eins og fyrr segir þá gerðu ÍBV og KA markalaust jafntefli í frekar tilþrifalitlum leik á Þórsvelli í Vestmannaeyjum. KA er því í fallsæti, með fimm stig, en ÍBV í 9. sæti með átta stig. Framarar náðu hins vegar að stöðva flug Vestra í Úlfarsárdalnum og unnu 1-0 sigur. Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu sem dæmd var þegar Sergine Fall féll einhvern veginn ofan á Vuk Oskar Dimitrijevic og braut á honum innan teigs. Simon Tibbling skoraði úr spyrnunni sitt fyrsta mark fyrir Fram eftir komuna frá Svíþjóð. Vestri er áfram eitt þriggja efstu liða með 13 stig en Víkingur og Breiðablik spila í kvöld, gegn Stjörnunni og Val, á afar áhugaverðu kvöldi en 7. umferðin verður svo gerð upp í Stúkunni á Stöð 2 Sport, um kl. 21:25.
Besta deild karla Tengdar fréttir Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Blásið var til veislu á Malbikstöðinni að Varmá í kvöld þegar Afturelding sigraði KR 4-3, eftir að hafa jafnað leikinn í tvígang og komið sér að lokum í forystu. Áhorfendametið féll og fengu áhorfendur nóg fyrir peninginn. KR að tapa sínum fyrsta leik í Bestu deildinni og Afturelding að jafna KR að stigum í deildinni. 18. maí 2025 21:31 Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Sigurður Breki Kárason varð fyrir hörðu samstuði og fór upp á spítala, aðeins átta mínútum eftir að hann kom inn af varamannabekknum í leik KR gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum. 18. maí 2025 22:04 Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Fram bar sigurorð af Vestra með einu marki gegn engu þegar liðin áttust við í sjöundu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í dag. Það var Simon Tibbling sem skoraði sigurmark Fram úr vítaspyrnu sem Vuk Oskar Dimitrijevic nældi í. 18. maí 2025 15:56 Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni ÍBV og KA gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í blíðskaparveðri á Þórvellinum í Vestmannaeyjum í dag. 18. maí 2025 13:17 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Blásið var til veislu á Malbikstöðinni að Varmá í kvöld þegar Afturelding sigraði KR 4-3, eftir að hafa jafnað leikinn í tvígang og komið sér að lokum í forystu. Áhorfendametið féll og fengu áhorfendur nóg fyrir peninginn. KR að tapa sínum fyrsta leik í Bestu deildinni og Afturelding að jafna KR að stigum í deildinni. 18. maí 2025 21:31
Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Sigurður Breki Kárason varð fyrir hörðu samstuði og fór upp á spítala, aðeins átta mínútum eftir að hann kom inn af varamannabekknum í leik KR gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum. 18. maí 2025 22:04
Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Fram bar sigurorð af Vestra með einu marki gegn engu þegar liðin áttust við í sjöundu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í dag. Það var Simon Tibbling sem skoraði sigurmark Fram úr vítaspyrnu sem Vuk Oskar Dimitrijevic nældi í. 18. maí 2025 15:56
Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni ÍBV og KA gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í blíðskaparveðri á Þórvellinum í Vestmannaeyjum í dag. 18. maí 2025 13:17