Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. maí 2025 07:02 Adriana Karolina Pétursdóttir, formaður Mannauðs og Sigrún Kjartansdóttir ,framkvæmdastjóri Mannauðs segja vinnustaði geta gert fullt af skemmtilegum hlutum til að taka þátt í Alþjóðlega mannauðsdeginum sem er í dag. 99 lönd taka þátt og fylgir deginum gönguáskorun þar sem heildarskref fyrir hvert land verða tekin saman í lokin. Vísir/Anton Brink „Í ár leggjum við áherslu á mikilvægi þess að stjórnendur átti sig á því að stjórnun þurfi að breytast. Ekki bara breytast heldur „gerbreytast.” Í dag þarf að stjórna á allt annan hátt, fyrst og fremst vegna þróunar í upplýsingatækni og menningu fyrirtækja,” segir Adriana Karolina Pétursdóttir formaður Mannauðs um áherslur Alþjóðlega mannauðsdagsins sem haldinn er hátíðlegur í dag. Níutíu og níu þjóðir sem allar eru aðilar að EAPM (European Association of People Management) og WFPMA (heimssamtökum mannauðsfólks) gera sér dagamun ásamt því að leggja áherslu á mikilvægi mannauðsmála og stjórnunar innan fyrirtækja. „Stjórnun snýst ekki lengur um aðferðafræðina ofan frá og niður heldur snýst hún um að leiðbeina einstaklingum og teymum í gegnum breytingar og hlúa að menningu nýsköpunar, samkenndar og fjölbreytileika, segir Sigrún Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs og bætir við: „Þetta krefst aukinnar færni á sviðum eins og tilfinningagreindar, aðlögunarhæfni og menningarvitundar,” Vinnustaðir í 99 löndum taka þátt Adriana og Sigrún segja að auðvitað hafi leiðtogahlutverkin þróast í takt við tímann. Þessi þróun skýrist meðal annars af því að þarfir vinnuaflsins og samfélagsins breytast og nú sé staðan sú að algengara sé að á vinnustöðum vinni saman alþjóðleg teymi, í blönduðum vinnulíkönum og meiri kröfur séu gerðar af starfsfólki um samþættingu vinnu og einkalífs. Síðustu árin hefur sú áhersla sótt í sig veðrið að stjórnendur tileinki sér manneskjulegri nálgun miðað við það sem áður tíðkaðist og áhersla er lögð á atriði eins og símenntun, fjölbreytt sjónarhorn, valdeflingu og inngildingu. Að beina sjónunum að breyttri stjórnun er þó megináhersla Alþjóðlega mannauðsdagsins að þessu sinni. „Að leiða á nýjan hátt er eitt af fjórum meginþemum Alþjóðlega mannauðsdagsins í ár, en hinar þrjár þemurnar eru „að leiða í stafrænum heimi,” „færni og nám” og „vellíðan og velferð starfsmanna,” segir Adriana. Þá verður haldin ráðstefna í Hörpu föstudaginn 23.maí. Að ráðstefnunni standa SKÝ, Stjórnvísi og Mannauður. Yfirskriftin er „Mótum framtíðina saman,” en dagskránna má sjá hér. „Meðal annars erlenda fyrirlesarann Hélio Vogas sem mun tala um krísustjórnun; Hvernig stjórnum við í krísu» og á erfiðum tímum,» nefnir Sigrún þó sem dæmi. Adriana bendir líka á að vinnustaðir geti fengið alls kyns hugmyndir skemmtilegar hugmyndir um hvernig er hægt að taka þátt í deginum á heimasíðu EAPM og heimasíðu Mannauðs. „Liður í deginum er líka alheims gönguáskorun í samstarfi við Walk15#. Gönguáskorunin hefst í dag og lýkur þann 22.september,” segir Sigrún og hvetur alla til að taka þátt enda sé gönguáskorunin ókeypis öllum. Öll aðildarlöndin 99 ætla að safna heildarskrefum, hvert land fyrir sig sem tekin verða saman í lokin. Þátttakan snýst ekki bara um skref heldur líka samvinnu þjóðanna, almenna heilsu, vellíðan og sjálfbærni.” Mannauðsmál Stjórnun Tengdar fréttir Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum „Það sem kemur mest á óvart er að stjórnendur eru ekki að nota gervigreind meira en starfsfólk. Það gildir bæði þegar spurt er um gervigreind og spunagreind. Rúmlega fimmtungur starfandi fólks segist hafa notað spunagreind oft á síðustu þremur mánuðum til að leysa vinnutengd verkefni, karlar í meira mæli en konur og ung fólk meira en eldra,“ segir Tómas Bjarnason, sviðsstjóri stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafar Gallup. 9. apríl 2025 07:01 „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ „Við héldum málþing um þessi samskipti vinnuveitenda við stéttarfélögin því sú staða kemur reglulega upp að velta má fyrir sér; Hvor rétturinn er mikilvægari, vinnurétturinn eða vinnuverndin?“ segir Adriana Karolina Pétursdóttir formaður Mannauðs, samtaka mannauðsfólks á Íslandi. 18. desember 2024 06:18 Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Það hljómar svo sem ágætlega að 34 til 36% starfsfólks á vinnumarkaði séu virkir starfsmenn sem svo sannarlega skila sínu, “segir Jón Jósafat Björnsson um niðurstöður sem kynntar voru á vinnustofu sem Dale Carnegie hélt í samvinnu við Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, fyrir skömmu. 24. janúar 2025 07:02 Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „AI er að breyta leiknum en erum við tilbúin?“ spyr Ásdís Eir Símonardóttir sem eftir helgi tekur við starfi forstöðumanns mannauðs og menningar hjá Lyfju. 3. janúar 2025 07:00 „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Þegar ég kom inn á vinnumarkaðinn fyrst hvarflaði það ekki að mörgu fólki um þrítugt að fara að vinna hjá hinu opinbera, það þótti svolítið vera eins og að setjast í „helgan stein,“ segir Baldur Gísli Jónsson yfirmaður mannauðsráðgjafar Intellecta. 2. janúar 2025 07:02 Mest lesið Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Að segja upp án þess að brenna brýr Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
Níutíu og níu þjóðir sem allar eru aðilar að EAPM (European Association of People Management) og WFPMA (heimssamtökum mannauðsfólks) gera sér dagamun ásamt því að leggja áherslu á mikilvægi mannauðsmála og stjórnunar innan fyrirtækja. „Stjórnun snýst ekki lengur um aðferðafræðina ofan frá og niður heldur snýst hún um að leiðbeina einstaklingum og teymum í gegnum breytingar og hlúa að menningu nýsköpunar, samkenndar og fjölbreytileika, segir Sigrún Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs og bætir við: „Þetta krefst aukinnar færni á sviðum eins og tilfinningagreindar, aðlögunarhæfni og menningarvitundar,” Vinnustaðir í 99 löndum taka þátt Adriana og Sigrún segja að auðvitað hafi leiðtogahlutverkin þróast í takt við tímann. Þessi þróun skýrist meðal annars af því að þarfir vinnuaflsins og samfélagsins breytast og nú sé staðan sú að algengara sé að á vinnustöðum vinni saman alþjóðleg teymi, í blönduðum vinnulíkönum og meiri kröfur séu gerðar af starfsfólki um samþættingu vinnu og einkalífs. Síðustu árin hefur sú áhersla sótt í sig veðrið að stjórnendur tileinki sér manneskjulegri nálgun miðað við það sem áður tíðkaðist og áhersla er lögð á atriði eins og símenntun, fjölbreytt sjónarhorn, valdeflingu og inngildingu. Að beina sjónunum að breyttri stjórnun er þó megináhersla Alþjóðlega mannauðsdagsins að þessu sinni. „Að leiða á nýjan hátt er eitt af fjórum meginþemum Alþjóðlega mannauðsdagsins í ár, en hinar þrjár þemurnar eru „að leiða í stafrænum heimi,” „færni og nám” og „vellíðan og velferð starfsmanna,” segir Adriana. Þá verður haldin ráðstefna í Hörpu föstudaginn 23.maí. Að ráðstefnunni standa SKÝ, Stjórnvísi og Mannauður. Yfirskriftin er „Mótum framtíðina saman,” en dagskránna má sjá hér. „Meðal annars erlenda fyrirlesarann Hélio Vogas sem mun tala um krísustjórnun; Hvernig stjórnum við í krísu» og á erfiðum tímum,» nefnir Sigrún þó sem dæmi. Adriana bendir líka á að vinnustaðir geti fengið alls kyns hugmyndir skemmtilegar hugmyndir um hvernig er hægt að taka þátt í deginum á heimasíðu EAPM og heimasíðu Mannauðs. „Liður í deginum er líka alheims gönguáskorun í samstarfi við Walk15#. Gönguáskorunin hefst í dag og lýkur þann 22.september,” segir Sigrún og hvetur alla til að taka þátt enda sé gönguáskorunin ókeypis öllum. Öll aðildarlöndin 99 ætla að safna heildarskrefum, hvert land fyrir sig sem tekin verða saman í lokin. Þátttakan snýst ekki bara um skref heldur líka samvinnu þjóðanna, almenna heilsu, vellíðan og sjálfbærni.”
Mannauðsmál Stjórnun Tengdar fréttir Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum „Það sem kemur mest á óvart er að stjórnendur eru ekki að nota gervigreind meira en starfsfólk. Það gildir bæði þegar spurt er um gervigreind og spunagreind. Rúmlega fimmtungur starfandi fólks segist hafa notað spunagreind oft á síðustu þremur mánuðum til að leysa vinnutengd verkefni, karlar í meira mæli en konur og ung fólk meira en eldra,“ segir Tómas Bjarnason, sviðsstjóri stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafar Gallup. 9. apríl 2025 07:01 „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ „Við héldum málþing um þessi samskipti vinnuveitenda við stéttarfélögin því sú staða kemur reglulega upp að velta má fyrir sér; Hvor rétturinn er mikilvægari, vinnurétturinn eða vinnuverndin?“ segir Adriana Karolina Pétursdóttir formaður Mannauðs, samtaka mannauðsfólks á Íslandi. 18. desember 2024 06:18 Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Það hljómar svo sem ágætlega að 34 til 36% starfsfólks á vinnumarkaði séu virkir starfsmenn sem svo sannarlega skila sínu, “segir Jón Jósafat Björnsson um niðurstöður sem kynntar voru á vinnustofu sem Dale Carnegie hélt í samvinnu við Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, fyrir skömmu. 24. janúar 2025 07:02 Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „AI er að breyta leiknum en erum við tilbúin?“ spyr Ásdís Eir Símonardóttir sem eftir helgi tekur við starfi forstöðumanns mannauðs og menningar hjá Lyfju. 3. janúar 2025 07:00 „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Þegar ég kom inn á vinnumarkaðinn fyrst hvarflaði það ekki að mörgu fólki um þrítugt að fara að vinna hjá hinu opinbera, það þótti svolítið vera eins og að setjast í „helgan stein,“ segir Baldur Gísli Jónsson yfirmaður mannauðsráðgjafar Intellecta. 2. janúar 2025 07:02 Mest lesið Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Að segja upp án þess að brenna brýr Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum „Það sem kemur mest á óvart er að stjórnendur eru ekki að nota gervigreind meira en starfsfólk. Það gildir bæði þegar spurt er um gervigreind og spunagreind. Rúmlega fimmtungur starfandi fólks segist hafa notað spunagreind oft á síðustu þremur mánuðum til að leysa vinnutengd verkefni, karlar í meira mæli en konur og ung fólk meira en eldra,“ segir Tómas Bjarnason, sviðsstjóri stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafar Gallup. 9. apríl 2025 07:01
„Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ „Við héldum málþing um þessi samskipti vinnuveitenda við stéttarfélögin því sú staða kemur reglulega upp að velta má fyrir sér; Hvor rétturinn er mikilvægari, vinnurétturinn eða vinnuverndin?“ segir Adriana Karolina Pétursdóttir formaður Mannauðs, samtaka mannauðsfólks á Íslandi. 18. desember 2024 06:18
Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Það hljómar svo sem ágætlega að 34 til 36% starfsfólks á vinnumarkaði séu virkir starfsmenn sem svo sannarlega skila sínu, “segir Jón Jósafat Björnsson um niðurstöður sem kynntar voru á vinnustofu sem Dale Carnegie hélt í samvinnu við Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, fyrir skömmu. 24. janúar 2025 07:02
Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „AI er að breyta leiknum en erum við tilbúin?“ spyr Ásdís Eir Símonardóttir sem eftir helgi tekur við starfi forstöðumanns mannauðs og menningar hjá Lyfju. 3. janúar 2025 07:00
„Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Þegar ég kom inn á vinnumarkaðinn fyrst hvarflaði það ekki að mörgu fólki um þrítugt að fara að vinna hjá hinu opinbera, það þótti svolítið vera eins og að setjast í „helgan stein,“ segir Baldur Gísli Jónsson yfirmaður mannauðsráðgjafar Intellecta. 2. janúar 2025 07:02