Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. maí 2025 14:15 Lineker hefur áður ollið uppnámi vegna ummæla um pólitísk málefni. EPA-EFE/WILL OLIVER Sjónvarpsmaðurinn og fyrrum fótboltamaðurinn Gary Lineker lætum af störfum hjá breska ríkisútvarpinu, BBC, á sunnudag. Hann hættir í skugga ásakana um gyðingahatur. Staðið hafði til um hríð að Lineker myndi stýra sínum síðasta þætti af Match of the Day (MOTD) á sunnudaginn kemur en í þeim þætti er hver umferð ensku úrvalsdeildarinnar gerð upp. MOTD hefur verið á dagskrá hverja helgi í kringum deildina frá árinu 1964 en enginn hefur stýrt þættinum eins lengi og Lineker. Hann tók við stjórnartaumunum árið 1999 og er því að klára sitt 26. tímabil. Lineker átti ekki að ljúka alfarið störfum hjá BBC eftir þátt sunnudagsins en átti að starfa áfram í kringum landsleiki Englands, og fylgja liðinu á HM 2026. View this post on Instagram A post shared by Gary Lineker (@garylineker) Í síðustu viku deildi Lineker Instagram-sögu frá hópnum „Palestine Lobby“ sem bar titilinn „Zionism explained in two minutes“ og innihélt mynd af rottu. Rotta hefur sögulega verið notuð sem tákn í gyðingahatri. Lineker eyddi færslunni fljótlega og baðst afsökunar, sagðist ekki hafa tekið eftir rottumyndinni og að hann myndi aldrei vísvitandi deila efni sem væri gyðingahatur Eftir færslu Linekers sætti hann töluverðri gagnrýni. Hann birti myndbandsyfirlýsingu á Instagram-síðu sinni í dag þar sem hann tilkynnti um brottför sína alfarið frá BBC. „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli,“ segir Lineker meðal annars í myndbandinu sem hann birti á Instagram. Hann sagði „að hætta núna er ábyrgðarfulla leiðin að fara.“ Lineker er þó að líkindum ekki hættur fótboltaumfjöllun en hann hefur haldið uppi hlaðvarpinu The Rest is Football ásamt þeim Alan Shearer og Micah Richards síðustu misseri. Lineker er á meðal fremri markaskorara í sögu Englands og skoraði 48 mörk í 80 landsleikjum milli 1984 og 1992. Á leikmannaferli hans spilaði hann fyrir Leicester, Everton og Tottenham á Englandi auk Barcelona á Spáni og Nagoya Grampus í Japan. Myndbandsyfirlýsingu Linekers má sjá í færslunni að ofan. Enski boltinn England Bretland Fjölmiðlar Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Sjá meira
Staðið hafði til um hríð að Lineker myndi stýra sínum síðasta þætti af Match of the Day (MOTD) á sunnudaginn kemur en í þeim þætti er hver umferð ensku úrvalsdeildarinnar gerð upp. MOTD hefur verið á dagskrá hverja helgi í kringum deildina frá árinu 1964 en enginn hefur stýrt þættinum eins lengi og Lineker. Hann tók við stjórnartaumunum árið 1999 og er því að klára sitt 26. tímabil. Lineker átti ekki að ljúka alfarið störfum hjá BBC eftir þátt sunnudagsins en átti að starfa áfram í kringum landsleiki Englands, og fylgja liðinu á HM 2026. View this post on Instagram A post shared by Gary Lineker (@garylineker) Í síðustu viku deildi Lineker Instagram-sögu frá hópnum „Palestine Lobby“ sem bar titilinn „Zionism explained in two minutes“ og innihélt mynd af rottu. Rotta hefur sögulega verið notuð sem tákn í gyðingahatri. Lineker eyddi færslunni fljótlega og baðst afsökunar, sagðist ekki hafa tekið eftir rottumyndinni og að hann myndi aldrei vísvitandi deila efni sem væri gyðingahatur Eftir færslu Linekers sætti hann töluverðri gagnrýni. Hann birti myndbandsyfirlýsingu á Instagram-síðu sinni í dag þar sem hann tilkynnti um brottför sína alfarið frá BBC. „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli,“ segir Lineker meðal annars í myndbandinu sem hann birti á Instagram. Hann sagði „að hætta núna er ábyrgðarfulla leiðin að fara.“ Lineker er þó að líkindum ekki hættur fótboltaumfjöllun en hann hefur haldið uppi hlaðvarpinu The Rest is Football ásamt þeim Alan Shearer og Micah Richards síðustu misseri. Lineker er á meðal fremri markaskorara í sögu Englands og skoraði 48 mörk í 80 landsleikjum milli 1984 og 1992. Á leikmannaferli hans spilaði hann fyrir Leicester, Everton og Tottenham á Englandi auk Barcelona á Spáni og Nagoya Grampus í Japan. Myndbandsyfirlýsingu Linekers má sjá í færslunni að ofan.
Enski boltinn England Bretland Fjölmiðlar Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Sjá meira