Sport

Dag­skráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úr­slitum vestursins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Anthony Edwards og Julius Randle hafa farið mikinn í úrslitakeppninni.
Anthony Edwards og Julius Randle hafa farið mikinn í úrslitakeppninni. Harry How/Getty Images

Úrslitaeinvígi vesturhluta NBA-deildarinnar í körfubolta hefst í kvöld með stórleik Oklahoma City Thunder og Minnesota Timberwolves. Þá mætast Djurgården og AIK í efstu deild karla í knattspyrnu í Svíþjóð.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 00.30 hefst fyrsti leikurinn í einvígi OKC og Timberwolves. Úlfarnir mæta ferskir til leiks eftir að vinna bæði Los Angeles Lakers og Golden State Warrior 4-1. Á sama tíma þurfti OKC að fara alla leið í oddaleik gegn Denver Nuggets eftir að hafa sópað Memphis Grizzlies í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Vodafone Sport

Klukkan 16.50 hefst útsending frá Svíþjóð þar sem Djurgården og AIK mætast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×