Beckham varar Manchester United við Aron Guðmundsson skrifar 20. maí 2025 15:18 David Beckham, eigandi Inter Miami, spilaði á sínum tíma hjá Manchester United og vann fjölda titla. Vísir/Getty David Beckham, fyrrverandi leikmaður Manchester United, hvetur eigendur félagsins til að styðja vel við þjálfarann Rúben Amorim með því að fara mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar. Þá varar hann sitt gamla félag við því að selja lykilleikmanninn Bruno Fernandes. Í nýlegu viðtali hjá The Athletic ræddi Beckham, sem er nú eigandi Inter Miami í MLS deildinni, um stöðuna hjá Manchester United sem hefur átt afleitt tímabil í ensku úrvalsdeildinni en mætir Tottenham annað kvöld í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Beckham vill að eigendur Manchester United, Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe og hans teymi, geri Manchester United kleift að styrkja sitt lið í komandi félagsskiptaglugga með stórum fjárhæðum. Amorim tók við stjórnartaumunum hjá liði Manchester United af Hollendingnum Erik ten Hag í nóvember á síðasta ári. Honum hefur ekki tekist að snúa gengi liðsins við í ensku úrvalsdeildinni en Beckham segir hann þurfa þolinmæði í starfi. Ruben Amorim er búinn að gefa landa sínum Bruno Fernandes skýr skilaboð.Getty/Marc Atkins „Ég tel okkur vera með mjög góðan þjálfara núna,“ sagði Beckham í samtali við The Athletic. „Hann er ungur að árum, sigursæll frá fyrri tíð og býr yfir mikilli reynslu miðað við sinn aldur. Hann þarf að fá tækifæri til þess að gera liðið að sínu, fá inn sína leikmenn og þá tel ég að við munum sjá önnur úrslit.“ Manchester United virðist ekki langt frá því að landa Matheus Cunha frá Wolves en sá hefur verið afar öflugur á tímabilinu og þá eru sögusagnir um að Liam Delap, sóknarmaður Ipswich Town sem hefur skorað tólf mörk á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni, gæti verið á leið til Rauðu djöflanna. En einnig er talað um að leikmenn gætu verið á förum frá félaginu. Fjárhagsstaða Manchester United er ekki sú besta og einhver staðar verður að fá pening inn fyrir nýjum leikmönnum. Miðjumaðurinn Bruno Fernandes hefur verið orðaður við Al-Hilal í Sádi-Arabíu en Beckham vill ekki sjá það að Portúgalinn verði seldur og það sama gildir um uppalda leikmenn Manchester United. „Bruno steig upp þegar að við þurftum á honum að halda. Þá hata ég hugmyndir um að leikmenn, sem eru aldir upp hjá Manchester United, fari. Ef þeir elska félagið og standa sig þá ættu þeir að vera áfram. “ Úrslitaleikur Manchester United og Tottenham í Evrópudeildinni hefst klukkan sjö annað kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Enski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Í nýlegu viðtali hjá The Athletic ræddi Beckham, sem er nú eigandi Inter Miami í MLS deildinni, um stöðuna hjá Manchester United sem hefur átt afleitt tímabil í ensku úrvalsdeildinni en mætir Tottenham annað kvöld í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Beckham vill að eigendur Manchester United, Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe og hans teymi, geri Manchester United kleift að styrkja sitt lið í komandi félagsskiptaglugga með stórum fjárhæðum. Amorim tók við stjórnartaumunum hjá liði Manchester United af Hollendingnum Erik ten Hag í nóvember á síðasta ári. Honum hefur ekki tekist að snúa gengi liðsins við í ensku úrvalsdeildinni en Beckham segir hann þurfa þolinmæði í starfi. Ruben Amorim er búinn að gefa landa sínum Bruno Fernandes skýr skilaboð.Getty/Marc Atkins „Ég tel okkur vera með mjög góðan þjálfara núna,“ sagði Beckham í samtali við The Athletic. „Hann er ungur að árum, sigursæll frá fyrri tíð og býr yfir mikilli reynslu miðað við sinn aldur. Hann þarf að fá tækifæri til þess að gera liðið að sínu, fá inn sína leikmenn og þá tel ég að við munum sjá önnur úrslit.“ Manchester United virðist ekki langt frá því að landa Matheus Cunha frá Wolves en sá hefur verið afar öflugur á tímabilinu og þá eru sögusagnir um að Liam Delap, sóknarmaður Ipswich Town sem hefur skorað tólf mörk á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni, gæti verið á leið til Rauðu djöflanna. En einnig er talað um að leikmenn gætu verið á förum frá félaginu. Fjárhagsstaða Manchester United er ekki sú besta og einhver staðar verður að fá pening inn fyrir nýjum leikmönnum. Miðjumaðurinn Bruno Fernandes hefur verið orðaður við Al-Hilal í Sádi-Arabíu en Beckham vill ekki sjá það að Portúgalinn verði seldur og það sama gildir um uppalda leikmenn Manchester United. „Bruno steig upp þegar að við þurftum á honum að halda. Þá hata ég hugmyndir um að leikmenn, sem eru aldir upp hjá Manchester United, fari. Ef þeir elska félagið og standa sig þá ættu þeir að vera áfram. “ Úrslitaleikur Manchester United og Tottenham í Evrópudeildinni hefst klukkan sjö annað kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
Enski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira