Sveindís til félags í eigu stórstjarna Sindri Sverrisson skrifar 21. maí 2025 16:14 Sveindís Jane Jónsdóttir spilar í Bandaríkjunum næstu árin. Vísir/Anton Brink Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir var í dag kynnt sem nýjasti leikmaður bandaríska knattspyrnufélagsins Angel City. Sveindís skrifaði undir samning við félagið sem gildir til sumarsins 2027. Hún kemur frítt til Angel City frá Wolfsburg í Þýskalandi þar sem samningur hennar rann út. 📰 #AngelCityFC has signed Iceland Women’s National Team forward Sveindís Jónsdóttir to a two-and-a-half-year contract through 2027. Jónsdóttir comes to Angel City as a free agent.Learn more: https://t.co/ncVt0nUR4D pic.twitter.com/bNHfpdgZ2q— Angel City FC (@weareangelcity) May 21, 2025 Angel City er staðsett í Los Angeles í Kaliforníu og á meðal eigenda félagsins eru stórstjörnur á borð við Natalie Portman, Miu Hamm, Abby Wambach, Evu Longoria og fleiri. Liðið situr í 7. sæti af 14 liðum bandarísku deildarinnar, með 14 stig eftir níu leiki. „Ég er svo spennt að vera að ganga til liðs við Angel City,“ segir Sveindís á heimasíðu félagsins þar sem tekið er fram að hún geti byrjað að spila um leið og leikheimild hennar gangi í gegn. Hún muni þar með fylla í eitt af þeim hólfum sem hvert félag í deildinni hefur fyrir erlenda leikmenn. „Ég get ekki beðið eftir því að kynnast liðsfélögum mínum sem eru allar svo hæfileikaríkar. Það mun bæta leik minn að æfa og spila með svona mögnuðum leikmönnum, og einnig að vera með þessu þjálfarateymi. Ég vil vera hluti af einhverju stóru sem mun breyta knattspyrnu kvenna og þess vegna ákvað ég að semja við Angel City. Ég vil líka vinna titla og ég veit að það er markmið Angel City,“ sagði Sveindís og lofaði stuðningsmönnum félagsins að leggja allt í sölurnar. View this post on Instagram A post shared by Angel City FC (@weareangelcity) Himinlifandi með að fá Sveindísi „Við erum í skýjunum með að geta tekið á móti Sveindísi hjá Angel City,“ sagði Mark Parsons, yfirmaður íþróttamála hjá félaginu. „Þetta eru lykilkaup fyrir okkur því hún er kraftmikill sóknarmaður sem hefur ítrekað haft áhrif í stórleikjum í Meistaradeild Evrópu og með landsliði. Sveindís er með mikilvæga hæfleika bæði með og án boltans og mun efla sóknarmannahóp okkar auk þess að koma með ótrúlegt vinnuhugarfar og hungur í sigur. Hún er enn 23 ára og við teljum Sveindísi geta haft mikil áhrif strax en einnig haldið áfram að þróast og þroskast hjá félaginu í mörg ár,“ sagði Parsons. Sveindís, sem verður 24 ára í næsta mánuði, hóf ferilinn með Keflavík en lék einnig eitt ár með Breiðabliki áður en Wolfsburg tryggði sér krafta hennar í lok árs 2020. Hún var að láni hjá Kristianstad í Svíþjóð í eitt ár en hefur síðan spilað fyrir Wolfsburg, þó minna en hún hefði viljað. Hún lék alls fjórar leiktíðir fyrir Wolfsburg og skoraði 22 mörk og átti 16 stoðsendingar í 93 leikjum. Sveindís er væntanleg til Íslands á næstunni vegna lokakafla riðlakeppni Þjóðadeildarinnar en Ísland mætir Noregi á útivelli 30. maí og svo Frakklandi í fyrsta leik á endurbættum Laugardalsvelli 3. júní. Bandaríski fótboltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna Sjá meira
Sveindís skrifaði undir samning við félagið sem gildir til sumarsins 2027. Hún kemur frítt til Angel City frá Wolfsburg í Þýskalandi þar sem samningur hennar rann út. 📰 #AngelCityFC has signed Iceland Women’s National Team forward Sveindís Jónsdóttir to a two-and-a-half-year contract through 2027. Jónsdóttir comes to Angel City as a free agent.Learn more: https://t.co/ncVt0nUR4D pic.twitter.com/bNHfpdgZ2q— Angel City FC (@weareangelcity) May 21, 2025 Angel City er staðsett í Los Angeles í Kaliforníu og á meðal eigenda félagsins eru stórstjörnur á borð við Natalie Portman, Miu Hamm, Abby Wambach, Evu Longoria og fleiri. Liðið situr í 7. sæti af 14 liðum bandarísku deildarinnar, með 14 stig eftir níu leiki. „Ég er svo spennt að vera að ganga til liðs við Angel City,“ segir Sveindís á heimasíðu félagsins þar sem tekið er fram að hún geti byrjað að spila um leið og leikheimild hennar gangi í gegn. Hún muni þar með fylla í eitt af þeim hólfum sem hvert félag í deildinni hefur fyrir erlenda leikmenn. „Ég get ekki beðið eftir því að kynnast liðsfélögum mínum sem eru allar svo hæfileikaríkar. Það mun bæta leik minn að æfa og spila með svona mögnuðum leikmönnum, og einnig að vera með þessu þjálfarateymi. Ég vil vera hluti af einhverju stóru sem mun breyta knattspyrnu kvenna og þess vegna ákvað ég að semja við Angel City. Ég vil líka vinna titla og ég veit að það er markmið Angel City,“ sagði Sveindís og lofaði stuðningsmönnum félagsins að leggja allt í sölurnar. View this post on Instagram A post shared by Angel City FC (@weareangelcity) Himinlifandi með að fá Sveindísi „Við erum í skýjunum með að geta tekið á móti Sveindísi hjá Angel City,“ sagði Mark Parsons, yfirmaður íþróttamála hjá félaginu. „Þetta eru lykilkaup fyrir okkur því hún er kraftmikill sóknarmaður sem hefur ítrekað haft áhrif í stórleikjum í Meistaradeild Evrópu og með landsliði. Sveindís er með mikilvæga hæfleika bæði með og án boltans og mun efla sóknarmannahóp okkar auk þess að koma með ótrúlegt vinnuhugarfar og hungur í sigur. Hún er enn 23 ára og við teljum Sveindísi geta haft mikil áhrif strax en einnig haldið áfram að þróast og þroskast hjá félaginu í mörg ár,“ sagði Parsons. Sveindís, sem verður 24 ára í næsta mánuði, hóf ferilinn með Keflavík en lék einnig eitt ár með Breiðabliki áður en Wolfsburg tryggði sér krafta hennar í lok árs 2020. Hún var að láni hjá Kristianstad í Svíþjóð í eitt ár en hefur síðan spilað fyrir Wolfsburg, þó minna en hún hefði viljað. Hún lék alls fjórar leiktíðir fyrir Wolfsburg og skoraði 22 mörk og átti 16 stoðsendingar í 93 leikjum. Sveindís er væntanleg til Íslands á næstunni vegna lokakafla riðlakeppni Þjóðadeildarinnar en Ísland mætir Noregi á útivelli 30. maí og svo Frakklandi í fyrsta leik á endurbættum Laugardalsvelli 3. júní.
Bandaríski fótboltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna Sjá meira