Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2025 19:15 Gunnar Karl Vignisson stefnir hátt í akstursíþróttum, ekki aðeins í hermiakstri. Vísir/VPE Stafræn aksturskeppni Formúlu 4 hefst í kvöld þar sem bestu ökuþórar landsins í aksturshermum leiða saman hesta sína. Landsliðsmaður í hermiakstri vill auka tengingu við raunverulegan akstur og stefnir sjálfur langt. Tíu lið verða í keppninni sem hefst í kvöld og fer fyrsti kappaksturinn af fimm fram á Suzuka-brautinni í Japan, eða stafrænni útgáfu af henni. Suzuka er á meðal brauta sem keppt er á í Formúlu 1. „Þetta er gríðarlega teknísk braut en verðlaunar ökuþóra sem þora. Ég er maður sem þorir,“ segir Gunnar Karl Vignisson, landsliðsmaður í hermiakstri, léttur. Klippa: Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Erfiður bíll í komandi keppnum Íþróttin krefst mikilla æfinga og kveðst Gunnar sjálfur æfa að lágmarki klukkustund á dag, en klukkustundirnar eru töluvert fleiri þegar nær dregur keppni. Hann hefur keyrt Suzuka-brautina í hundruð skipta undanfarna daga, og beygjurnar komnar inn í vöðvaminnið. „Maður miðar við nokkur hundruð hringi, í það minnsta, ef þú ætlar að reyna að vera eitthvað að vinna. Æfingin skapar meistarann, allan daginn. Ég gæti ekki neitt ef ég myndi bara hoppa inn,“ segir Gunnar. Bílarnir eru þó ólíkir þeim sem keppt er á í Formúlu 1 kappakstrinum, eru með minna niðurtog og getur reynst erfiðara að stýra. „Þetta er, svo ég viti, í fyrsta skipti sem við séum að fara djúpt í þennan bíl,“ segir Gunnar og bíllinn sé strembinn við að eiga. „Gríðarlega erfiður. Hann refsar. Hann gefur og tekur frá með sömu hendi.“ Það var því ekki úr vegi að fréttamaður skyldi setjast undir stýri og reyna fyrir sér á Suzuka- brautinni í þessum annars ágæta bíl. Skemmst er frá því að segja að bíllinn gjöreyðilagðist á fyrsta hring en blessunarlega var þá ekki verið að keyra bílinn í raunheimum. Stefnir út í heim Hermarnir eru mjög raunverulegir og til mörg dæmi um ökuþóra sem færa sig úr hermum yfir í raunverulegan kappakstur. Eitt dæmi um slíkt er Bretinn Jann Mardenborough sem var brautryðjandi hvað það varðar. Fjallað er um sögu hans frá því að spila Gran Turismo-tölvuleikina yfir í Formúlu 3 í kvikmyndinni Gran Turismo frá árinu 2023. „Það er ekki nógu margt fólk sem gerir sér grein fyrir því hversu ótrúlegt þetta er. Menn eru að fara á milli úr hermikappakstri í raunverulegan kappakstur allstaðar í útlöndum. Ég vil reyna að minnka og byggja þessa brú sem er á milli hermi- og raunheima,“ Það stefnir Gunnar á, að komast lengra í íþróttinni. „Að fara út. Að fara í Formúlu 4, Formúlu 3 og sýna hvað maður getur. Af því að maður getur þetta, það er bara að koma sér út,“ segir Gunnar. Keppni kvöldsins hefst klukkan 20:00 og verður streymt beint á síðu Aðalbón Racing, liðs Gunnars. Að neðan eru tenglar á bein streymi frá keppninni. YouTube: https://www.youtube.com/live/ECXIALA3lXc?si=3sxZoby6gfSItoBL Twitch: https://www.twitch.tv/adalbonracingteam Akstursíþróttir Rafíþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Sjá meira
Tíu lið verða í keppninni sem hefst í kvöld og fer fyrsti kappaksturinn af fimm fram á Suzuka-brautinni í Japan, eða stafrænni útgáfu af henni. Suzuka er á meðal brauta sem keppt er á í Formúlu 1. „Þetta er gríðarlega teknísk braut en verðlaunar ökuþóra sem þora. Ég er maður sem þorir,“ segir Gunnar Karl Vignisson, landsliðsmaður í hermiakstri, léttur. Klippa: Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Erfiður bíll í komandi keppnum Íþróttin krefst mikilla æfinga og kveðst Gunnar sjálfur æfa að lágmarki klukkustund á dag, en klukkustundirnar eru töluvert fleiri þegar nær dregur keppni. Hann hefur keyrt Suzuka-brautina í hundruð skipta undanfarna daga, og beygjurnar komnar inn í vöðvaminnið. „Maður miðar við nokkur hundruð hringi, í það minnsta, ef þú ætlar að reyna að vera eitthvað að vinna. Æfingin skapar meistarann, allan daginn. Ég gæti ekki neitt ef ég myndi bara hoppa inn,“ segir Gunnar. Bílarnir eru þó ólíkir þeim sem keppt er á í Formúlu 1 kappakstrinum, eru með minna niðurtog og getur reynst erfiðara að stýra. „Þetta er, svo ég viti, í fyrsta skipti sem við séum að fara djúpt í þennan bíl,“ segir Gunnar og bíllinn sé strembinn við að eiga. „Gríðarlega erfiður. Hann refsar. Hann gefur og tekur frá með sömu hendi.“ Það var því ekki úr vegi að fréttamaður skyldi setjast undir stýri og reyna fyrir sér á Suzuka- brautinni í þessum annars ágæta bíl. Skemmst er frá því að segja að bíllinn gjöreyðilagðist á fyrsta hring en blessunarlega var þá ekki verið að keyra bílinn í raunheimum. Stefnir út í heim Hermarnir eru mjög raunverulegir og til mörg dæmi um ökuþóra sem færa sig úr hermum yfir í raunverulegan kappakstur. Eitt dæmi um slíkt er Bretinn Jann Mardenborough sem var brautryðjandi hvað það varðar. Fjallað er um sögu hans frá því að spila Gran Turismo-tölvuleikina yfir í Formúlu 3 í kvikmyndinni Gran Turismo frá árinu 2023. „Það er ekki nógu margt fólk sem gerir sér grein fyrir því hversu ótrúlegt þetta er. Menn eru að fara á milli úr hermikappakstri í raunverulegan kappakstur allstaðar í útlöndum. Ég vil reyna að minnka og byggja þessa brú sem er á milli hermi- og raunheima,“ Það stefnir Gunnar á, að komast lengra í íþróttinni. „Að fara út. Að fara í Formúlu 4, Formúlu 3 og sýna hvað maður getur. Af því að maður getur þetta, það er bara að koma sér út,“ segir Gunnar. Keppni kvöldsins hefst klukkan 20:00 og verður streymt beint á síðu Aðalbón Racing, liðs Gunnars. Að neðan eru tenglar á bein streymi frá keppninni. YouTube: https://www.youtube.com/live/ECXIALA3lXc?si=3sxZoby6gfSItoBL Twitch: https://www.twitch.tv/adalbonracingteam
Akstursíþróttir Rafíþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Sjá meira