Veður

Varað við snörpum hviðum

Árni Sæberg skrifar
Gera má ráð fyrir snörpum hviðum undir Hafnarfjalli í kvöld.
Gera má ráð fyrir snörpum hviðum undir Hafnarfjalli í kvöld. Vísir/Vilhelm

Veðurfræðingur Vegagerðarinnar hefur varað við snörpum hviðum undir Hafnarfjalli og á norðanverðu Snæfellsnesi síðar í dag.

Í tilkynningunni segir Einar Sveinbjörnsson að búast megi við hviðunum frá því undir kvöld og fram á nóttina. Þær verði um og yfir þrjátíu metrum á sekúndu. Þá verði þeirra einnig vart í Hvalfirði.

Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands hviðurnar sem spáð er geti verið varasamar ökutækjum, sem viðkvæm eru fyrir vindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×