Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Árni Sæberg skrifar 22. maí 2025 14:55 Einar Bárðarson er nýr framkvæmdastjóri SVEIT. Vísir/Vilhelm Stjórn SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, hefur ráðið Einar Bárðarson í stöðu framkvæmdastjóra samtakanna. Hann tekur formlega við starfinu 1. júní næstkomandi af Aðalgeiri Ásvaldssyni, sem hefur gegnt embættinu frá stofnun samtakanna árið 2021. Í fréttatilkynningu frá SVEIT segir að Aðalgeir hafi tilkynnt brotthvarf sitt í vor og í kjölfarið hafi leit verið hafin að nýjum framkvæmdastjóra. Var síðast hjá Votlendissjóði Einar Bárðarson sé með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og búi yfir víðtækri reynslu af stjórnun og stefnumótun. Hann hafi síðast gengt starfi framkvæmdastjóra Votlendissjóðs, en hafi einnig starfað sem sjálfstæður ráðgjafi í stjórnunar- og markaðsmálum um árabil. Meðal verkefna hans síðustu ár hafi veruð stjórnarformennska Tónlistarmiðstöðvar Íslands og ráðgjöf fyrir Klúbb matreiðslumeistara og Íslenska kokkalandsliðið. SVEIT séu hagsmunasamtök fyrirtækja á veitingamarkaði og starfi að því að gæta hagsmuna félagsmanna gagnvart stjórnvöldum, efla fagmennsku innan greinarinnar og miðla upplýsingum um málefni veitingageirans. Jafnframt veiti samtökin félagsmönnum þjónustu á sviði kjaramála og fari með samningsumboð fyrir greinina með það að markmiði að treysta og viðhalda samkeppnishæfum rekstrarskilyrðum. Umdeilt félag Óhætt er að segja að SVEIT hafi verið umdeilt undanfarin misseri vegna stéttarfélagsins Virðingar og ætlaðra tengsla SVEIT við félagið. Stéttarfélagið Efling og SVEIT hafa eldað grátt silfur saman undanfarin misseri í tengslum við Virðingu sem Efling heldur fram að sé ekki raunverulegt stéttarfélag heldur framlenging á hagsmunum veitingahúsaeigenda. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Samkeppniseftirlitið sent út erindi á fjóra aðila þar sem farið er fram á að þeir skili ítarlegum gögnum til eftirlitsins um undirbúning, aðdraganda og samskipti vegna annars vegar stofnunar félagsins Virðingar, og hins vegar samninga Virðingar við SVEIT. Meðal þeirra er áðurnefndur Aðalgeir. Veitingastaðir Matur Atvinnurekendur Vistaskipti Tengdar fréttir Mikil vonbrigði hjá Votlendissjóði og Einar hættir störfum Stjórn Votlendissjóðs og framkvæmdastjóri hafa ákveðið að draga úr rekstri sjóðsins. Ástæðan er sögð skortur á jörðum til endurheimtar votlendis og áhrif krafna um vottun á fjármögnun verkefna. Þar til alþjóðleg vottun kolefniseininga sjóðsins er í höfn verður dregið úr rekstrinum. 1. febrúar 2023 10:31 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá SVEIT segir að Aðalgeir hafi tilkynnt brotthvarf sitt í vor og í kjölfarið hafi leit verið hafin að nýjum framkvæmdastjóra. Var síðast hjá Votlendissjóði Einar Bárðarson sé með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og búi yfir víðtækri reynslu af stjórnun og stefnumótun. Hann hafi síðast gengt starfi framkvæmdastjóra Votlendissjóðs, en hafi einnig starfað sem sjálfstæður ráðgjafi í stjórnunar- og markaðsmálum um árabil. Meðal verkefna hans síðustu ár hafi veruð stjórnarformennska Tónlistarmiðstöðvar Íslands og ráðgjöf fyrir Klúbb matreiðslumeistara og Íslenska kokkalandsliðið. SVEIT séu hagsmunasamtök fyrirtækja á veitingamarkaði og starfi að því að gæta hagsmuna félagsmanna gagnvart stjórnvöldum, efla fagmennsku innan greinarinnar og miðla upplýsingum um málefni veitingageirans. Jafnframt veiti samtökin félagsmönnum þjónustu á sviði kjaramála og fari með samningsumboð fyrir greinina með það að markmiði að treysta og viðhalda samkeppnishæfum rekstrarskilyrðum. Umdeilt félag Óhætt er að segja að SVEIT hafi verið umdeilt undanfarin misseri vegna stéttarfélagsins Virðingar og ætlaðra tengsla SVEIT við félagið. Stéttarfélagið Efling og SVEIT hafa eldað grátt silfur saman undanfarin misseri í tengslum við Virðingu sem Efling heldur fram að sé ekki raunverulegt stéttarfélag heldur framlenging á hagsmunum veitingahúsaeigenda. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Samkeppniseftirlitið sent út erindi á fjóra aðila þar sem farið er fram á að þeir skili ítarlegum gögnum til eftirlitsins um undirbúning, aðdraganda og samskipti vegna annars vegar stofnunar félagsins Virðingar, og hins vegar samninga Virðingar við SVEIT. Meðal þeirra er áðurnefndur Aðalgeir.
Veitingastaðir Matur Atvinnurekendur Vistaskipti Tengdar fréttir Mikil vonbrigði hjá Votlendissjóði og Einar hættir störfum Stjórn Votlendissjóðs og framkvæmdastjóri hafa ákveðið að draga úr rekstri sjóðsins. Ástæðan er sögð skortur á jörðum til endurheimtar votlendis og áhrif krafna um vottun á fjármögnun verkefna. Þar til alþjóðleg vottun kolefniseininga sjóðsins er í höfn verður dregið úr rekstrinum. 1. febrúar 2023 10:31 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Sjá meira
Mikil vonbrigði hjá Votlendissjóði og Einar hættir störfum Stjórn Votlendissjóðs og framkvæmdastjóri hafa ákveðið að draga úr rekstri sjóðsins. Ástæðan er sögð skortur á jörðum til endurheimtar votlendis og áhrif krafna um vottun á fjármögnun verkefna. Þar til alþjóðleg vottun kolefniseininga sjóðsins er í höfn verður dregið úr rekstrinum. 1. febrúar 2023 10:31