Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Árni Sæberg skrifar 22. maí 2025 14:55 Einar Bárðarson er nýr framkvæmdastjóri SVEIT. Vísir/Vilhelm Stjórn SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, hefur ráðið Einar Bárðarson í stöðu framkvæmdastjóra samtakanna. Hann tekur formlega við starfinu 1. júní næstkomandi af Aðalgeiri Ásvaldssyni, sem hefur gegnt embættinu frá stofnun samtakanna árið 2021. Í fréttatilkynningu frá SVEIT segir að Aðalgeir hafi tilkynnt brotthvarf sitt í vor og í kjölfarið hafi leit verið hafin að nýjum framkvæmdastjóra. Var síðast hjá Votlendissjóði Einar Bárðarson sé með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og búi yfir víðtækri reynslu af stjórnun og stefnumótun. Hann hafi síðast gengt starfi framkvæmdastjóra Votlendissjóðs, en hafi einnig starfað sem sjálfstæður ráðgjafi í stjórnunar- og markaðsmálum um árabil. Meðal verkefna hans síðustu ár hafi veruð stjórnarformennska Tónlistarmiðstöðvar Íslands og ráðgjöf fyrir Klúbb matreiðslumeistara og Íslenska kokkalandsliðið. SVEIT séu hagsmunasamtök fyrirtækja á veitingamarkaði og starfi að því að gæta hagsmuna félagsmanna gagnvart stjórnvöldum, efla fagmennsku innan greinarinnar og miðla upplýsingum um málefni veitingageirans. Jafnframt veiti samtökin félagsmönnum þjónustu á sviði kjaramála og fari með samningsumboð fyrir greinina með það að markmiði að treysta og viðhalda samkeppnishæfum rekstrarskilyrðum. Umdeilt félag Óhætt er að segja að SVEIT hafi verið umdeilt undanfarin misseri vegna stéttarfélagsins Virðingar og ætlaðra tengsla SVEIT við félagið. Stéttarfélagið Efling og SVEIT hafa eldað grátt silfur saman undanfarin misseri í tengslum við Virðingu sem Efling heldur fram að sé ekki raunverulegt stéttarfélag heldur framlenging á hagsmunum veitingahúsaeigenda. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Samkeppniseftirlitið sent út erindi á fjóra aðila þar sem farið er fram á að þeir skili ítarlegum gögnum til eftirlitsins um undirbúning, aðdraganda og samskipti vegna annars vegar stofnunar félagsins Virðingar, og hins vegar samninga Virðingar við SVEIT. Meðal þeirra er áðurnefndur Aðalgeir. Veitingastaðir Matur Atvinnurekendur Vistaskipti Tengdar fréttir Mikil vonbrigði hjá Votlendissjóði og Einar hættir störfum Stjórn Votlendissjóðs og framkvæmdastjóri hafa ákveðið að draga úr rekstri sjóðsins. Ástæðan er sögð skortur á jörðum til endurheimtar votlendis og áhrif krafna um vottun á fjármögnun verkefna. Þar til alþjóðleg vottun kolefniseininga sjóðsins er í höfn verður dregið úr rekstrinum. 1. febrúar 2023 10:31 Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá SVEIT segir að Aðalgeir hafi tilkynnt brotthvarf sitt í vor og í kjölfarið hafi leit verið hafin að nýjum framkvæmdastjóra. Var síðast hjá Votlendissjóði Einar Bárðarson sé með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og búi yfir víðtækri reynslu af stjórnun og stefnumótun. Hann hafi síðast gengt starfi framkvæmdastjóra Votlendissjóðs, en hafi einnig starfað sem sjálfstæður ráðgjafi í stjórnunar- og markaðsmálum um árabil. Meðal verkefna hans síðustu ár hafi veruð stjórnarformennska Tónlistarmiðstöðvar Íslands og ráðgjöf fyrir Klúbb matreiðslumeistara og Íslenska kokkalandsliðið. SVEIT séu hagsmunasamtök fyrirtækja á veitingamarkaði og starfi að því að gæta hagsmuna félagsmanna gagnvart stjórnvöldum, efla fagmennsku innan greinarinnar og miðla upplýsingum um málefni veitingageirans. Jafnframt veiti samtökin félagsmönnum þjónustu á sviði kjaramála og fari með samningsumboð fyrir greinina með það að markmiði að treysta og viðhalda samkeppnishæfum rekstrarskilyrðum. Umdeilt félag Óhætt er að segja að SVEIT hafi verið umdeilt undanfarin misseri vegna stéttarfélagsins Virðingar og ætlaðra tengsla SVEIT við félagið. Stéttarfélagið Efling og SVEIT hafa eldað grátt silfur saman undanfarin misseri í tengslum við Virðingu sem Efling heldur fram að sé ekki raunverulegt stéttarfélag heldur framlenging á hagsmunum veitingahúsaeigenda. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Samkeppniseftirlitið sent út erindi á fjóra aðila þar sem farið er fram á að þeir skili ítarlegum gögnum til eftirlitsins um undirbúning, aðdraganda og samskipti vegna annars vegar stofnunar félagsins Virðingar, og hins vegar samninga Virðingar við SVEIT. Meðal þeirra er áðurnefndur Aðalgeir.
Veitingastaðir Matur Atvinnurekendur Vistaskipti Tengdar fréttir Mikil vonbrigði hjá Votlendissjóði og Einar hættir störfum Stjórn Votlendissjóðs og framkvæmdastjóri hafa ákveðið að draga úr rekstri sjóðsins. Ástæðan er sögð skortur á jörðum til endurheimtar votlendis og áhrif krafna um vottun á fjármögnun verkefna. Þar til alþjóðleg vottun kolefniseininga sjóðsins er í höfn verður dregið úr rekstrinum. 1. febrúar 2023 10:31 Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Mikil vonbrigði hjá Votlendissjóði og Einar hættir störfum Stjórn Votlendissjóðs og framkvæmdastjóri hafa ákveðið að draga úr rekstri sjóðsins. Ástæðan er sögð skortur á jörðum til endurheimtar votlendis og áhrif krafna um vottun á fjármögnun verkefna. Þar til alþjóðleg vottun kolefniseininga sjóðsins er í höfn verður dregið úr rekstrinum. 1. febrúar 2023 10:31