Fótbolti

Glódís rústaði Guð­rúnu og Ísa­bellu í sjö manna bolta

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Glódís Perla fagnar fyrsta marki dagsins með markaskoraranum Momoko Tanikawa.
Glódís Perla fagnar fyrsta marki dagsins með markaskoraranum Momoko Tanikawa. Gualter Fatia/World Sevens Football via Getty Images

Glódís Perla Viggósdóttir, Guðrún Arnardóttir og Ísabella Sara Tryggvadóttir, landsliðskonur í fótbolta, mættust með félagsliðum sínum Bayern Munchen og Rosengard á skemmtilegu móti þar sem aðeins sjö leikmenn eru í hverju liði. Glódís og stöllur í Bayern báru 4-0 sigur úr býtum.

Átta af betri kvenna­liðum Evrópu taka þátt á þessu fyrsta móti World Se­vens sem er haldið í Estor­il í Portúgal. Lið á borð við Manchester City og Manchester United frá Eng­landi, PSG frá Frakk­landi, Ajax frá Hollandi, Roma frá Ítalíu, Ben­fi­ca frá Portúgal, Svíþjóðar­meistarar Rosengård og Þýska­land­smeistarar Bayern Munchen.

Bayern og Rosengard mættust í átta liða úrslitum í dag. Guðrún Arnar­dóttir og Ísa­bella Sara Tryggva­dóttir voru í leik­manna­hópi Rosengård og í leik­manna­hópi Bayern Munchen var að finna ís­lenska lands­liðs­fyrir­liðann Glódísi Perlu Viggós­dóttur. 

Leiknum lauk með öruggum 4-0 sigri Bayern, sem er komið í undanúrslit. Mörk leiksins má sjá hér fyrir neðan. 

Til mikils er að vinna á mótinu. Heildar­verð­launafé er 5 milljónir Bandaríkja­dala, jafn­virði um 644 milljóna íslenskra króna. Hvert félag fær að lág­marki 17 milljónir króna og mest er hægt að fá um 335 milljónir króna með því að vinna mótið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×