„Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 22. maí 2025 22:18 Einar Jónsson á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink Einar Jónsson, þjálfari Fram, var gríðarlega stoltur af sínu liði í kvöld. Fram sigraði Val með einu marki í kvöld, 27-28, og sópaði Val þar með 3-0 í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. „Við erum búnir að spila núna með bikarkeppninni 12 til 13 úrslitaleiki í vetur og við erum búnir að tapa einum. Við erum bara drullu góðir og kórónum það hérna í kvöld,“ sagði Einar um gengi liðsins á tímabilinu. „Að sjálfsögðu sá maður þetta ekki fyrir. Valur er með frábært lið, frábært félag, með besta þjálfarann á Íslandi. Söknuður af honum úr deildinni. Við höfðum þetta allavegana í þremur leikjum. Það eitt og sér er stórkostlegur árangur líka.“ Einar Jónsson talaði um það opinberlega fyrir tímabilið að Fram ætlaði að verða Íslandsmeistari. Sú er raunin í dag og er liðið tvöfaldur meistari þetta tímabilið. Karlalið Fram hefur aldrei áður orðið tvöfaldur meistari. Einar lofaði því ekkert upp í ermina á sér og stóð við stóru orðin og gott betur. „Þetta er búið að vera löng vegferð ekki bara núna í eitt ár. Við ákváðum eftir tímabilið í fyrra að við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil. Þetta er auðvitað búið að taka lengri tíma. Þetta er fullt af kornungum strákum sem eru búnir að vera æfa eins og rottur í langan tíma og eru að uppskera núna. Bara geggjað að fá að vera þátttakandi í þessu. Umgjörðin, allt þetta fólk sem er að starfa í kringum liðið, sjálfboðaliðar og stjórn og allir þeir sem að þessu koma. Það fólk og leikmennirnir eiga stærstan þátt í þessu.“ Klukkan er gleði hjá Fram. „Við ætlum að taka hrikalega gott partý í kvöld og kannski eitthvað næstu daga.“ Einar er þó strax kominn með hugan við næsta tímabil. Hann er að missa tvo máttarstólpa úr liðinu, þá Tryggva Garðar Jónsson og Reynir Þór Stefánsson. Reynir Þór var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar að leik loknum í kvöld. Einar ætlar sér þó að viðhalda þeim standard sem Fram sýndi á þessu tímabili. „Auðvitað erum við að missa menn eins og Reyni og Tryggva. Þannig að við erum að missa alveg hrikalega stóra pósta. Við erum samt með hrikalega marga unga og efnilega leikmenn, en ef við ætlum hins vegar að reyna að halda þessum standard sem við sýndum í vetur þá þurfum við að styrkja okkur með minnsta kosti einum til tveimur alvöru leikmönnum. Þeir sem vilja eru velkomnir í Lamhagahöllina,“ sagði Einar að lokum. Olís-deild karla Fram Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Sjá meira
„Við erum búnir að spila núna með bikarkeppninni 12 til 13 úrslitaleiki í vetur og við erum búnir að tapa einum. Við erum bara drullu góðir og kórónum það hérna í kvöld,“ sagði Einar um gengi liðsins á tímabilinu. „Að sjálfsögðu sá maður þetta ekki fyrir. Valur er með frábært lið, frábært félag, með besta þjálfarann á Íslandi. Söknuður af honum úr deildinni. Við höfðum þetta allavegana í þremur leikjum. Það eitt og sér er stórkostlegur árangur líka.“ Einar Jónsson talaði um það opinberlega fyrir tímabilið að Fram ætlaði að verða Íslandsmeistari. Sú er raunin í dag og er liðið tvöfaldur meistari þetta tímabilið. Karlalið Fram hefur aldrei áður orðið tvöfaldur meistari. Einar lofaði því ekkert upp í ermina á sér og stóð við stóru orðin og gott betur. „Þetta er búið að vera löng vegferð ekki bara núna í eitt ár. Við ákváðum eftir tímabilið í fyrra að við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil. Þetta er auðvitað búið að taka lengri tíma. Þetta er fullt af kornungum strákum sem eru búnir að vera æfa eins og rottur í langan tíma og eru að uppskera núna. Bara geggjað að fá að vera þátttakandi í þessu. Umgjörðin, allt þetta fólk sem er að starfa í kringum liðið, sjálfboðaliðar og stjórn og allir þeir sem að þessu koma. Það fólk og leikmennirnir eiga stærstan þátt í þessu.“ Klukkan er gleði hjá Fram. „Við ætlum að taka hrikalega gott partý í kvöld og kannski eitthvað næstu daga.“ Einar er þó strax kominn með hugan við næsta tímabil. Hann er að missa tvo máttarstólpa úr liðinu, þá Tryggva Garðar Jónsson og Reynir Þór Stefánsson. Reynir Þór var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar að leik loknum í kvöld. Einar ætlar sér þó að viðhalda þeim standard sem Fram sýndi á þessu tímabili. „Auðvitað erum við að missa menn eins og Reyni og Tryggva. Þannig að við erum að missa alveg hrikalega stóra pósta. Við erum samt með hrikalega marga unga og efnilega leikmenn, en ef við ætlum hins vegar að reyna að halda þessum standard sem við sýndum í vetur þá þurfum við að styrkja okkur með minnsta kosti einum til tveimur alvöru leikmönnum. Þeir sem vilja eru velkomnir í Lamhagahöllina,“ sagði Einar að lokum.
Olís-deild karla Fram Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Sjá meira