Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Sunna Sæmundsdóttir, Tómas Arnar Þorláksson og Atli Ísleifsson skrifa 23. maí 2025 12:56 Samhliða undirrituninni var opnuð ný gagnvirk eldfjallasýning í Perlunni. Vísir/Anton Brink Perlan í Reykjavík er formlega komin í hendur nýrra eigenda en borgarstjóri skrifaði undir 3,5 milljarða kaupsamning í morgun. Borgarráð ákvað í júní í fyrra að hefja söluferli á Perlunni og tveimur vatnstönkum. Lágmarksverð var tiltekið þrír og hálfur milljarður króna og fékkst það fyrir. Kaupandinn er Perlan þróunarfélag sem hefur haldið úti náttúrusýningu í byggingunni. Pínkulítið orðlaus Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, og Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar skrifuðu undir samninginn í morgun. „Ég er bara ofsalega stoltur og við eigendurnir stoltir af því að vera treyst fyrir þessari stórkostlegu eign. Ég er pínkulítið orðlaus yfir að þetta sé að gerast í dag,“ segir Gunnar Gunnarsson hjá Perlunni. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri og Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, undirrituðu í morgun samninginn um sölu borgarinnar á Perlunni. Vísir/Anton Brink Forkaupsréttur borgarinnar lykilatriði Borgarstjóri segist ánægð með kaupendur og Perlan hafi ratað í þessar hendur en félagið hefur hingað til verið leigutaki.„Við hlökkum bara til áframhaldandi samstarfs, uppbyggingar á svæðinu á og þetta styrkir Reykjavík sem áfangastað og ferðamennastað sem fólk sækir,“ segir Heiða Björg. Í kaupsamningi er kvöð um að grunnskólabörn í Reykjavík geti komið í skipulagðar heimsóknir í náttúrusöfn sem verða rekin í Perlunni endurgjaldslaust. Einnig er kveðið á um forkaupsrétt Reykjavíkurborgar sem borgarstjóri telur lykilatriði. „Við viljum að þetta sé staður þar sem eru söfn, afþreying og þetta sé opið hús fyrir almenning. Þetta er auðvitað hús sem hefur skipt okkur Reykvíkinga máli í gegnum tíðina, þannig að ef svo kæmi til, einhvern tímann í framtíðinni, að þessir aðilar vilja ekki reka hér safn lengur og vilji selja þá eiga Reykvíkingar forkaupsrétt á því,“ segir Heiða Björg. Gunnar Gunnarsson er forstjóri Perlunnar.Vísir/Anton Brink Ný gagnvirk eldfjallasýning Borgarstjóri segir kaupverðið nýtast vel í rekstur borginnar og Gunnar er fullviss um að þessi stóra fjárfesting standi undir sér. Við værum ekki að fara út í fjárfestinguna ef reksturinn myndi ekki skila peningum til að borga af lánum og borga Reykjavíkurborg peninginn,“ segir Gunnar. Vísir/Anton Brink Samhliða undirrituninni var ný gagnvirk eldfjallasýning í Perlunni kynnt fyrir viðstöddum, þar sem gestir geta virt fyrir sér rennandi hraun og eldfjall í mikilli nálægð. „Við erum búin að búa til sjónræna upplifun sem er ekki til í heiminum,“ segir Gunnar Gunnarsson forstjóri Perlunnar. Samningurinn kveður á um að um næstu mánaðamót, 1. júní og samhliða afhendingu, greiðist helmingur kaupverðsins, tæpar 1,8 milljarðar króna. Perlan greiðir svo hálfan milljarð 1. júní 2026, 250 milljónir 1. júní 2027 og svo 100 milljónir, með fjögurra prósenta ársvöxtum, á ári allt til ársins 2039. Uppfært: Eldfjallasýningin var ekki opnuð samhliða undirrituninni, líkt og áður sagði, heldur aðeins kynnt fyrir viðstöddum. Salan á Perlunni Reykjavík Eldgos og jarðhræringar Ferðaþjónusta Borgarstjórn Tengdar fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Borgarráð hefur samþykkt kaupsamning um sölu á Perlunni og tveimur tönkum. Perlan Þróunarfélag ehf. kaupir húsið á rúmlega 3,5 milljarða króna. 22. maí 2025 15:57 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Borgarráð ákvað í júní í fyrra að hefja söluferli á Perlunni og tveimur vatnstönkum. Lágmarksverð var tiltekið þrír og hálfur milljarður króna og fékkst það fyrir. Kaupandinn er Perlan þróunarfélag sem hefur haldið úti náttúrusýningu í byggingunni. Pínkulítið orðlaus Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, og Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar skrifuðu undir samninginn í morgun. „Ég er bara ofsalega stoltur og við eigendurnir stoltir af því að vera treyst fyrir þessari stórkostlegu eign. Ég er pínkulítið orðlaus yfir að þetta sé að gerast í dag,“ segir Gunnar Gunnarsson hjá Perlunni. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri og Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, undirrituðu í morgun samninginn um sölu borgarinnar á Perlunni. Vísir/Anton Brink Forkaupsréttur borgarinnar lykilatriði Borgarstjóri segist ánægð með kaupendur og Perlan hafi ratað í þessar hendur en félagið hefur hingað til verið leigutaki.„Við hlökkum bara til áframhaldandi samstarfs, uppbyggingar á svæðinu á og þetta styrkir Reykjavík sem áfangastað og ferðamennastað sem fólk sækir,“ segir Heiða Björg. Í kaupsamningi er kvöð um að grunnskólabörn í Reykjavík geti komið í skipulagðar heimsóknir í náttúrusöfn sem verða rekin í Perlunni endurgjaldslaust. Einnig er kveðið á um forkaupsrétt Reykjavíkurborgar sem borgarstjóri telur lykilatriði. „Við viljum að þetta sé staður þar sem eru söfn, afþreying og þetta sé opið hús fyrir almenning. Þetta er auðvitað hús sem hefur skipt okkur Reykvíkinga máli í gegnum tíðina, þannig að ef svo kæmi til, einhvern tímann í framtíðinni, að þessir aðilar vilja ekki reka hér safn lengur og vilji selja þá eiga Reykvíkingar forkaupsrétt á því,“ segir Heiða Björg. Gunnar Gunnarsson er forstjóri Perlunnar.Vísir/Anton Brink Ný gagnvirk eldfjallasýning Borgarstjóri segir kaupverðið nýtast vel í rekstur borginnar og Gunnar er fullviss um að þessi stóra fjárfesting standi undir sér. Við værum ekki að fara út í fjárfestinguna ef reksturinn myndi ekki skila peningum til að borga af lánum og borga Reykjavíkurborg peninginn,“ segir Gunnar. Vísir/Anton Brink Samhliða undirrituninni var ný gagnvirk eldfjallasýning í Perlunni kynnt fyrir viðstöddum, þar sem gestir geta virt fyrir sér rennandi hraun og eldfjall í mikilli nálægð. „Við erum búin að búa til sjónræna upplifun sem er ekki til í heiminum,“ segir Gunnar Gunnarsson forstjóri Perlunnar. Samningurinn kveður á um að um næstu mánaðamót, 1. júní og samhliða afhendingu, greiðist helmingur kaupverðsins, tæpar 1,8 milljarðar króna. Perlan greiðir svo hálfan milljarð 1. júní 2026, 250 milljónir 1. júní 2027 og svo 100 milljónir, með fjögurra prósenta ársvöxtum, á ári allt til ársins 2039. Uppfært: Eldfjallasýningin var ekki opnuð samhliða undirrituninni, líkt og áður sagði, heldur aðeins kynnt fyrir viðstöddum.
Salan á Perlunni Reykjavík Eldgos og jarðhræringar Ferðaþjónusta Borgarstjórn Tengdar fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Borgarráð hefur samþykkt kaupsamning um sölu á Perlunni og tveimur tönkum. Perlan Þróunarfélag ehf. kaupir húsið á rúmlega 3,5 milljarða króna. 22. maí 2025 15:57 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Borgarráð hefur samþykkt kaupsamning um sölu á Perlunni og tveimur tönkum. Perlan Þróunarfélag ehf. kaupir húsið á rúmlega 3,5 milljarða króna. 22. maí 2025 15:57