Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Sunna Sæmundsdóttir, Tómas Arnar Þorláksson og Atli Ísleifsson skrifa 23. maí 2025 12:56 Samhliða undirrituninni var opnuð ný gagnvirk eldfjallasýning í Perlunni. Vísir/Anton Brink Perlan í Reykjavík er formlega komin í hendur nýrra eigenda en borgarstjóri skrifaði undir 3,5 milljarða kaupsamning í morgun. Borgarráð ákvað í júní í fyrra að hefja söluferli á Perlunni og tveimur vatnstönkum. Lágmarksverð var tiltekið þrír og hálfur milljarður króna og fékkst það fyrir. Kaupandinn er Perlan þróunarfélag sem hefur haldið úti náttúrusýningu í byggingunni. Pínkulítið orðlaus Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, og Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar skrifuðu undir samninginn í morgun. „Ég er bara ofsalega stoltur og við eigendurnir stoltir af því að vera treyst fyrir þessari stórkostlegu eign. Ég er pínkulítið orðlaus yfir að þetta sé að gerast í dag,“ segir Gunnar Gunnarsson hjá Perlunni. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri og Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, undirrituðu í morgun samninginn um sölu borgarinnar á Perlunni. Vísir/Anton Brink Forkaupsréttur borgarinnar lykilatriði Borgarstjóri segist ánægð með kaupendur og Perlan hafi ratað í þessar hendur en félagið hefur hingað til verið leigutaki.„Við hlökkum bara til áframhaldandi samstarfs, uppbyggingar á svæðinu á og þetta styrkir Reykjavík sem áfangastað og ferðamennastað sem fólk sækir,“ segir Heiða Björg. Í kaupsamningi er kvöð um að grunnskólabörn í Reykjavík geti komið í skipulagðar heimsóknir í náttúrusöfn sem verða rekin í Perlunni endurgjaldslaust. Einnig er kveðið á um forkaupsrétt Reykjavíkurborgar sem borgarstjóri telur lykilatriði. „Við viljum að þetta sé staður þar sem eru söfn, afþreying og þetta sé opið hús fyrir almenning. Þetta er auðvitað hús sem hefur skipt okkur Reykvíkinga máli í gegnum tíðina, þannig að ef svo kæmi til, einhvern tímann í framtíðinni, að þessir aðilar vilja ekki reka hér safn lengur og vilji selja þá eiga Reykvíkingar forkaupsrétt á því,“ segir Heiða Björg. Gunnar Gunnarsson er forstjóri Perlunnar.Vísir/Anton Brink Ný gagnvirk eldfjallasýning Borgarstjóri segir kaupverðið nýtast vel í rekstur borginnar og Gunnar er fullviss um að þessi stóra fjárfesting standi undir sér. Við værum ekki að fara út í fjárfestinguna ef reksturinn myndi ekki skila peningum til að borga af lánum og borga Reykjavíkurborg peninginn,“ segir Gunnar. Vísir/Anton Brink Samhliða undirrituninni var ný gagnvirk eldfjallasýning í Perlunni kynnt fyrir viðstöddum, þar sem gestir geta virt fyrir sér rennandi hraun og eldfjall í mikilli nálægð. „Við erum búin að búa til sjónræna upplifun sem er ekki til í heiminum,“ segir Gunnar Gunnarsson forstjóri Perlunnar. Samningurinn kveður á um að um næstu mánaðamót, 1. júní og samhliða afhendingu, greiðist helmingur kaupverðsins, tæpar 1,8 milljarðar króna. Perlan greiðir svo hálfan milljarð 1. júní 2026, 250 milljónir 1. júní 2027 og svo 100 milljónir, með fjögurra prósenta ársvöxtum, á ári allt til ársins 2039. Uppfært: Eldfjallasýningin var ekki opnuð samhliða undirrituninni, líkt og áður sagði, heldur aðeins kynnt fyrir viðstöddum. Salan á Perlunni Reykjavík Eldgos og jarðhræringar Ferðaþjónusta Borgarstjórn Tengdar fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Borgarráð hefur samþykkt kaupsamning um sölu á Perlunni og tveimur tönkum. Perlan Þróunarfélag ehf. kaupir húsið á rúmlega 3,5 milljarða króna. 22. maí 2025 15:57 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Borgarráð ákvað í júní í fyrra að hefja söluferli á Perlunni og tveimur vatnstönkum. Lágmarksverð var tiltekið þrír og hálfur milljarður króna og fékkst það fyrir. Kaupandinn er Perlan þróunarfélag sem hefur haldið úti náttúrusýningu í byggingunni. Pínkulítið orðlaus Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, og Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar skrifuðu undir samninginn í morgun. „Ég er bara ofsalega stoltur og við eigendurnir stoltir af því að vera treyst fyrir þessari stórkostlegu eign. Ég er pínkulítið orðlaus yfir að þetta sé að gerast í dag,“ segir Gunnar Gunnarsson hjá Perlunni. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri og Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, undirrituðu í morgun samninginn um sölu borgarinnar á Perlunni. Vísir/Anton Brink Forkaupsréttur borgarinnar lykilatriði Borgarstjóri segist ánægð með kaupendur og Perlan hafi ratað í þessar hendur en félagið hefur hingað til verið leigutaki.„Við hlökkum bara til áframhaldandi samstarfs, uppbyggingar á svæðinu á og þetta styrkir Reykjavík sem áfangastað og ferðamennastað sem fólk sækir,“ segir Heiða Björg. Í kaupsamningi er kvöð um að grunnskólabörn í Reykjavík geti komið í skipulagðar heimsóknir í náttúrusöfn sem verða rekin í Perlunni endurgjaldslaust. Einnig er kveðið á um forkaupsrétt Reykjavíkurborgar sem borgarstjóri telur lykilatriði. „Við viljum að þetta sé staður þar sem eru söfn, afþreying og þetta sé opið hús fyrir almenning. Þetta er auðvitað hús sem hefur skipt okkur Reykvíkinga máli í gegnum tíðina, þannig að ef svo kæmi til, einhvern tímann í framtíðinni, að þessir aðilar vilja ekki reka hér safn lengur og vilji selja þá eiga Reykvíkingar forkaupsrétt á því,“ segir Heiða Björg. Gunnar Gunnarsson er forstjóri Perlunnar.Vísir/Anton Brink Ný gagnvirk eldfjallasýning Borgarstjóri segir kaupverðið nýtast vel í rekstur borginnar og Gunnar er fullviss um að þessi stóra fjárfesting standi undir sér. Við værum ekki að fara út í fjárfestinguna ef reksturinn myndi ekki skila peningum til að borga af lánum og borga Reykjavíkurborg peninginn,“ segir Gunnar. Vísir/Anton Brink Samhliða undirrituninni var ný gagnvirk eldfjallasýning í Perlunni kynnt fyrir viðstöddum, þar sem gestir geta virt fyrir sér rennandi hraun og eldfjall í mikilli nálægð. „Við erum búin að búa til sjónræna upplifun sem er ekki til í heiminum,“ segir Gunnar Gunnarsson forstjóri Perlunnar. Samningurinn kveður á um að um næstu mánaðamót, 1. júní og samhliða afhendingu, greiðist helmingur kaupverðsins, tæpar 1,8 milljarðar króna. Perlan greiðir svo hálfan milljarð 1. júní 2026, 250 milljónir 1. júní 2027 og svo 100 milljónir, með fjögurra prósenta ársvöxtum, á ári allt til ársins 2039. Uppfært: Eldfjallasýningin var ekki opnuð samhliða undirrituninni, líkt og áður sagði, heldur aðeins kynnt fyrir viðstöddum.
Salan á Perlunni Reykjavík Eldgos og jarðhræringar Ferðaþjónusta Borgarstjórn Tengdar fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Borgarráð hefur samþykkt kaupsamning um sölu á Perlunni og tveimur tönkum. Perlan Þróunarfélag ehf. kaupir húsið á rúmlega 3,5 milljarða króna. 22. maí 2025 15:57 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Borgarráð hefur samþykkt kaupsamning um sölu á Perlunni og tveimur tönkum. Perlan Þróunarfélag ehf. kaupir húsið á rúmlega 3,5 milljarða króna. 22. maí 2025 15:57