Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. maí 2025 15:12 Varðturnarnir eru bæði við Hallgrímskirkju og á Skólavörðustíg. Vísir/Lýður Valberg Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur komið upp varðturnum með eftirlitsmyndavélum við Hallgrímskirkju og á Skólavörðustíg til að sporna gegn aukinni tíðni vasaþjófnaðar. Skiptar skoðanir eru milli íbúa miðborgarinnar á turnunum, sem þykja ljótir þrátt fyrir að gegna göfugum tilgangi. Turnunum var komið upp í gær og eru að sögn Guðmundar Péturs Guðmundssonar lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrsta skrefið í aðgerðum lögreglu gegn vasaþjófnaði. „Það er töluvert mikið um vasaþjófnaði í og við Hallgrímskirkju og niður Skólavörðustíg, sérstaklega við regnbogahlutann. Alls staðar þar sem fólk hópast saman í myndatöku og myndast mannþröng, þar eru oft vasaþjófar á kreiki, klókir.“ Guðmundur Pétur segir að vandað hafi verið til verka í tengslum við staðsetningu turnanna. Vísir/Lýður Umræða um varðturnana tvo hefur skapast á íbúasíðu miðborgarinnar á Facebook. Þar hafa meðlimir getið sér til um að vasaþjófnaður sé ástæða þessa. Mörgum þykir þetta tímabært skref en einhverjum þykir þetta sjónmengun. Barði Guðmundsson leiðsögumaður og íbúi í miðborginni er einn af þeim. Hann rak augun í turnana í gær þegar hann var með ferðamenn í leiðsöguferð um borgina og lýsir þeim sem skrímslum. „Ég var rosalega hissa að sjá þetta. Þetta er svo forljótt og stingur í stúf,“ segir Barði í samtali við fréttastofu. Guðmundur Pétur segir turnana tímabundið úrræði og að sumrinu lokni komi í ljós hvort þeir hafi þau fælandi áhrif sem þeim er ætlað að hafa. Guðmundur Pétur Guðmundsson er lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Einar „Við fórum vel yfir þetta og pössuðum að hafa þetta ekki fyrir þessum helstu myndrænu stöðum, aðeins til hliðar þannig að þetta er ekki í beinni sjónlínu,“ segir Guðmundur. Vandað hafi verið til verka varðandi staðsetningu. Guðmundur ítrekar að turnarnir séu til þess gerðir að hafa fælandi áhrif á vasaþjófa, vera hjálpartæki við að upplýsa eftir afbrot og efla öryggiskennd. Lögreglumál Ferðaþjónusta Reykjavík Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Turnunum var komið upp í gær og eru að sögn Guðmundar Péturs Guðmundssonar lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrsta skrefið í aðgerðum lögreglu gegn vasaþjófnaði. „Það er töluvert mikið um vasaþjófnaði í og við Hallgrímskirkju og niður Skólavörðustíg, sérstaklega við regnbogahlutann. Alls staðar þar sem fólk hópast saman í myndatöku og myndast mannþröng, þar eru oft vasaþjófar á kreiki, klókir.“ Guðmundur Pétur segir að vandað hafi verið til verka í tengslum við staðsetningu turnanna. Vísir/Lýður Umræða um varðturnana tvo hefur skapast á íbúasíðu miðborgarinnar á Facebook. Þar hafa meðlimir getið sér til um að vasaþjófnaður sé ástæða þessa. Mörgum þykir þetta tímabært skref en einhverjum þykir þetta sjónmengun. Barði Guðmundsson leiðsögumaður og íbúi í miðborginni er einn af þeim. Hann rak augun í turnana í gær þegar hann var með ferðamenn í leiðsöguferð um borgina og lýsir þeim sem skrímslum. „Ég var rosalega hissa að sjá þetta. Þetta er svo forljótt og stingur í stúf,“ segir Barði í samtali við fréttastofu. Guðmundur Pétur segir turnana tímabundið úrræði og að sumrinu lokni komi í ljós hvort þeir hafi þau fælandi áhrif sem þeim er ætlað að hafa. Guðmundur Pétur Guðmundsson er lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Einar „Við fórum vel yfir þetta og pössuðum að hafa þetta ekki fyrir þessum helstu myndrænu stöðum, aðeins til hliðar þannig að þetta er ekki í beinni sjónlínu,“ segir Guðmundur. Vandað hafi verið til verka varðandi staðsetningu. Guðmundur ítrekar að turnarnir séu til þess gerðir að hafa fælandi áhrif á vasaþjófa, vera hjálpartæki við að upplýsa eftir afbrot og efla öryggiskennd.
Lögreglumál Ferðaþjónusta Reykjavík Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira