„Þú hakkar ekki á tóman maga“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. maí 2025 21:02 Hér er verið að hakka á fullu og að sjálfsögðu er narslið ekki langt undan. vísir/Lýður Eini kvenkyns þátttakandi Gagnaglímunnar biðlar til ungra kvenna að leggja fyrir sig að hakka í auknum mæli. Iðjan sé einkar skemmtileg og mikilvæg að hennar mati. Í hljóðlátri stofu í HR í dag unnu tólf bestu hakkarar landsins hörðum höndum í netöryggiskeppni sem ber nafnið Gagnaglíman. Markmið keppninnar er að hvetja ungt fólk í hakki og er hún styrkt af netöryggisfyrirtækinu Syndis. Vonir eru bundnar við að efla netöryggisvarnir Íslands. „Þetta er byggt á evrópuverkefni sem er stutt af netöryggisstofnun Evrópu. Það er í raun keppt í því að þátttakendur eru að reyna brjótast inn í alls konar þjónustur og slíkt og æfa þessar aðferðir hakkaranna til að verjast þeim,“ segir Hjalti Magnússon, formaður Gagnaglímufélags Íslands. „Það verður alltaf að vera nóg af gosi“ Í stofunni tekur á móti manni ilmur frá pítsum og annars konar narsli. Hjalti segir það hornstein í góðu hakki. „Þú hakkar ekki á tóman maga, það verður alltaf að vera nóg af gosi og mönchi.“ Mikilvægt sé að virkja ungt fólk á tímum þar sem netöryggi verður sífellt mikilvægara. Er jafnvel skortur á hökkurum á Íslandi? „Það er gríðarlegur skortur og við myndum vilja hafa þennan viðburð miklu stærri en við höldum áfram að gera okkar allra besta og halda áfram að lokka til okkar ungt og efnilegt fólk.“ Vill fá fleiri konur í hakkið Að lokinni keppni verður valið tíu manna lið til að taka þátt fyrir hönd Íslands í netöryggiskeppni Evrópu sem er haldin í höfuðborg Póllands í október. Ein af þeim sem bindir vonir sínar við að komast út er Vigdís Helga. „Ég hef bara tekið þátt í einni keppni og það var með hóp. Svo það gekk aðeins betur því þá voru fimm saman. Einmitt núna er ég að reyna finna út úr því hvernig ég á að skoða ákveðna skrá sem ég man bara ekki alveg hvernig ég á að gera, til að komast að því hvað flaggið er sem er í rauninni bara svona setning.“ Vigdís Helga Eyjólfsdóttir hakkari.vísir/lýður Vigdís hefur nýlega lagt fyrir sig hakkið og starfar nú við tölvuöryggi. Og er þetta skemmtilegt? „Mér finnst það allavega. Ég væri bara til í að það væru fleiri konur í þessu.“ Ert þú eina konan hérna í dag? „Já, ég er eina konan en ég vissi ekki að ég væri að fara vera eina konan. Markmiðið mitt er allavega að fá fleiri konur í þetta og sérstaklega ungar stelpur.“ ,,Markmið Gagnaglímunnar er að hvetja ungt fólk til að kynna sér netöryggi og auka áhuga þess á því að starfa á þeim vettvangi. Það er öllum ljóst að mikilvægi netöryggis í nútímasamfélagi er gríðarlegt. Tugprósenta vöxtur varð í tilraunum til netárása á síðasta ári og þróunin er sú að þeim fjölgar enn. Íslensk fyrirtæki og stofnanir hafa ekki farið varhluta af því. Það er því sífellt verið að leita leiða til að efla varnirnar og leita eftir hæfileikaríku fólki til að takast á við þær áskoranir sem fylgja netöryggismálum," er haft eftir Antoni Má Egilssyni, forstjóri Syndis, í fréttatilkynningu um viðburðinn. Syndis er ásamt Aftra styrktaraðili keppninnar. Gagnaglíman er haldin af frumkvæði Innviðaráðuneytisins en þetta er í sjötta sinn sem keppnin fer fram. Tölvuárásir Netöryggi Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira
Í hljóðlátri stofu í HR í dag unnu tólf bestu hakkarar landsins hörðum höndum í netöryggiskeppni sem ber nafnið Gagnaglíman. Markmið keppninnar er að hvetja ungt fólk í hakki og er hún styrkt af netöryggisfyrirtækinu Syndis. Vonir eru bundnar við að efla netöryggisvarnir Íslands. „Þetta er byggt á evrópuverkefni sem er stutt af netöryggisstofnun Evrópu. Það er í raun keppt í því að þátttakendur eru að reyna brjótast inn í alls konar þjónustur og slíkt og æfa þessar aðferðir hakkaranna til að verjast þeim,“ segir Hjalti Magnússon, formaður Gagnaglímufélags Íslands. „Það verður alltaf að vera nóg af gosi“ Í stofunni tekur á móti manni ilmur frá pítsum og annars konar narsli. Hjalti segir það hornstein í góðu hakki. „Þú hakkar ekki á tóman maga, það verður alltaf að vera nóg af gosi og mönchi.“ Mikilvægt sé að virkja ungt fólk á tímum þar sem netöryggi verður sífellt mikilvægara. Er jafnvel skortur á hökkurum á Íslandi? „Það er gríðarlegur skortur og við myndum vilja hafa þennan viðburð miklu stærri en við höldum áfram að gera okkar allra besta og halda áfram að lokka til okkar ungt og efnilegt fólk.“ Vill fá fleiri konur í hakkið Að lokinni keppni verður valið tíu manna lið til að taka þátt fyrir hönd Íslands í netöryggiskeppni Evrópu sem er haldin í höfuðborg Póllands í október. Ein af þeim sem bindir vonir sínar við að komast út er Vigdís Helga. „Ég hef bara tekið þátt í einni keppni og það var með hóp. Svo það gekk aðeins betur því þá voru fimm saman. Einmitt núna er ég að reyna finna út úr því hvernig ég á að skoða ákveðna skrá sem ég man bara ekki alveg hvernig ég á að gera, til að komast að því hvað flaggið er sem er í rauninni bara svona setning.“ Vigdís Helga Eyjólfsdóttir hakkari.vísir/lýður Vigdís hefur nýlega lagt fyrir sig hakkið og starfar nú við tölvuöryggi. Og er þetta skemmtilegt? „Mér finnst það allavega. Ég væri bara til í að það væru fleiri konur í þessu.“ Ert þú eina konan hérna í dag? „Já, ég er eina konan en ég vissi ekki að ég væri að fara vera eina konan. Markmiðið mitt er allavega að fá fleiri konur í þetta og sérstaklega ungar stelpur.“ ,,Markmið Gagnaglímunnar er að hvetja ungt fólk til að kynna sér netöryggi og auka áhuga þess á því að starfa á þeim vettvangi. Það er öllum ljóst að mikilvægi netöryggis í nútímasamfélagi er gríðarlegt. Tugprósenta vöxtur varð í tilraunum til netárása á síðasta ári og þróunin er sú að þeim fjölgar enn. Íslensk fyrirtæki og stofnanir hafa ekki farið varhluta af því. Það er því sífellt verið að leita leiða til að efla varnirnar og leita eftir hæfileikaríku fólki til að takast á við þær áskoranir sem fylgja netöryggismálum," er haft eftir Antoni Má Egilssyni, forstjóri Syndis, í fréttatilkynningu um viðburðinn. Syndis er ásamt Aftra styrktaraðili keppninnar. Gagnaglíman er haldin af frumkvæði Innviðaráðuneytisins en þetta er í sjötta sinn sem keppnin fer fram.
Tölvuárásir Netöryggi Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira