Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. maí 2025 12:09 Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir að það væri mikill missir ef hallarbylting leiði til þess að Sanna Magdalena færi sig um set. vilhelm/ívar Stjórnmálafræðingur segir að Sósíalistar komi til með að tortíma sjálfum sér ef hallarbylting á aðalfundi Sósíalistaflokksins í gær verði til þess að bola langvinsælasta meðlimi flokksins á brott. Hann líkir því við pólitískt sjálfsvíg. Innanbúðar erjur hafi áhrif á mögulegt samstarf með öðrum flokkum. Uppþot varð á aðalfundi Sósíalistaflokksins í gær þegar hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára Egilssyni hlaut kjör til framkvæmdarstjórnar flokksins. Nokkrir hafa sagt sig úr flokknum og fleiri íhuga nú stöðu sína. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir erjur geta haft verulega slæm áhrif á ásýnd flokksins. „Þetta gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir Sósíalistaflokkinn. Að vísu er það algengt að minni flokkar á vinstri vængnum klofni. Það er nú stundum sagt, hálfgert að gamni, að því sem flokkar eru minni þeim mun meiri hætta er á að þeir klofni.“ Ólafur setur þann varnagla á að fjölmargir möguleikar blasi nú við. Hann bendir á að mikið hefur verið velt vöngum yfir því hvort Sósíalistar, VG og Píratar sameini mögulega krafta sína. Flokkarnir hlutu ekki brautargengi í þingkosningum á síðasta ári þrátt fyrir að hafa samanlagt um tíu prósent fylgi. „Það verður áhugavert líka að vita hvort þessi hallarbylting hefur eitthvað með þreifingar af því taginu að gera. Það er nú venjulega ekki gott að ásýnd flokksins einkennist af illindum. Það á náttúrulega alveg eftir að koma í ljós hvort þessi hópur sem tekur þarna yfir hvort hann taki öll völd í flokknum og það á alveg eftir að koma í ljós hvað hann getur. Það á alveg eftir að koma í ljós hvort hann nýtur til dæmis trausts eins og þú nefnir Vinstri grænna eða Pírata. Það eru auðvitað margar stöður í kortunum.“ Ólafur segir mögulegt að Gunnar Smári og Sanna Magdalena færi sig um set sjái þau sér ekki stætt í Sósíalistaflokknum. „Þá eiga þau náttúrulega möguleika á einhvers konar samvinnu við Vinstri græn eða Pírata. Það er mjög margt í þessari stöðu en við vitum ekkert að svo stöddu hvað gerist. Það eru fjölmargir möguleikar í boði. Ekki síst á vinstri vængnum þar sem mönnum dettur gjarnan ýmislegt frumlegt í hug.“ Sanna var kjörin leiðtogi flokksins í gær en hún tilheyrir fylkingunni sem hlaut ekki brautargengi. Sanna hefur ekki tjáð sig um framtíð sína og liggur undir feldi. „Það vekur líka athygli að lang vinsælasti og helsti forystumaður flokksins, Sanna Magdalena, hún er ekki í hópi uppreisnarmannanna. Ef þeir sem tóku nú við völdum ætla að fara hagga við henni eða verða til þess að hún fari úr flokknum, þá hefði það einhvern tíman í stjórnmálasögunni verið kallað, political suicide, eða pólitískt sjálfsvíg. Hún er andlit flokksins.“ Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Uppþot varð á aðalfundi Sósíalistaflokksins í gær þegar hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára Egilssyni hlaut kjör til framkvæmdarstjórnar flokksins. Nokkrir hafa sagt sig úr flokknum og fleiri íhuga nú stöðu sína. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir erjur geta haft verulega slæm áhrif á ásýnd flokksins. „Þetta gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir Sósíalistaflokkinn. Að vísu er það algengt að minni flokkar á vinstri vængnum klofni. Það er nú stundum sagt, hálfgert að gamni, að því sem flokkar eru minni þeim mun meiri hætta er á að þeir klofni.“ Ólafur setur þann varnagla á að fjölmargir möguleikar blasi nú við. Hann bendir á að mikið hefur verið velt vöngum yfir því hvort Sósíalistar, VG og Píratar sameini mögulega krafta sína. Flokkarnir hlutu ekki brautargengi í þingkosningum á síðasta ári þrátt fyrir að hafa samanlagt um tíu prósent fylgi. „Það verður áhugavert líka að vita hvort þessi hallarbylting hefur eitthvað með þreifingar af því taginu að gera. Það er nú venjulega ekki gott að ásýnd flokksins einkennist af illindum. Það á náttúrulega alveg eftir að koma í ljós hvort þessi hópur sem tekur þarna yfir hvort hann taki öll völd í flokknum og það á alveg eftir að koma í ljós hvað hann getur. Það á alveg eftir að koma í ljós hvort hann nýtur til dæmis trausts eins og þú nefnir Vinstri grænna eða Pírata. Það eru auðvitað margar stöður í kortunum.“ Ólafur segir mögulegt að Gunnar Smári og Sanna Magdalena færi sig um set sjái þau sér ekki stætt í Sósíalistaflokknum. „Þá eiga þau náttúrulega möguleika á einhvers konar samvinnu við Vinstri græn eða Pírata. Það er mjög margt í þessari stöðu en við vitum ekkert að svo stöddu hvað gerist. Það eru fjölmargir möguleikar í boði. Ekki síst á vinstri vængnum þar sem mönnum dettur gjarnan ýmislegt frumlegt í hug.“ Sanna var kjörin leiðtogi flokksins í gær en hún tilheyrir fylkingunni sem hlaut ekki brautargengi. Sanna hefur ekki tjáð sig um framtíð sína og liggur undir feldi. „Það vekur líka athygli að lang vinsælasti og helsti forystumaður flokksins, Sanna Magdalena, hún er ekki í hópi uppreisnarmannanna. Ef þeir sem tóku nú við völdum ætla að fara hagga við henni eða verða til þess að hún fari úr flokknum, þá hefði það einhvern tíman í stjórnmálasögunni verið kallað, political suicide, eða pólitískt sjálfsvíg. Hún er andlit flokksins.“
Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira