Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 27. maí 2025 07:00 Guðrún Gígja Sigurðardóttir var að útskrifast með meistaragráðu í lögfræði frá Columbia Law School. Aðsend „Ef við skoðum ekki gráa svæðið á milli svarts og hvíts verður gjáin manna á milli enn breiðari,“ segir Guðrún Gígja Sigurðardóttir sem var að útskrifast með lögfræðigráðu úr Columbia háskólanum í New York, sem er einn virtasti háskóli í heimi. Hún hefur verið búsett í stórborginni í ár og ræddi við blaðamann um ævintýrin þar. Guðrún Gígja er fædd árið 1997 og er trúlofuð Hafsteini Birni. Það hafði blundað í henni í dágóðan tíma að leggja land undir fót og fara í framhaldsnám í lögfræði vestanhafs. Guðrún Gígja og unnusti hennar Hafsteinn lögðu land undir fót og fluttu saman til New York.Aðsend „Hvorki ég né unnustinn minn höfðum búið erlendis þannig okkur fannst spennandi að flytja á stað sem er gjörólíkur Íslandi. New York með allan sinn stórborgarbrag hljómaði eins og mikið ævintýri, þannig ég endaði á að sækja bara um nám í skólum hér í borginni. Ég hlaut svo styrki, meðal annars frá Fulbright, sem gerðu mér kleift að láta drauminn verða að veruleika.“ Inntökuferlið eitt og sér mikill skóli Guðrún Gígja og Hafsteinn Björn búa saman í lítilli íbúð á Manhattan rétt hjá háskólanum. „Ég byrjaði að skoða námið af alvöru vorið 2023. Columbia er sterkur skóli fyrir sérhæfingu í fyrirtækja- og fjármálarétti sem er mitt sérsvið, þannig ég var strax spennt fyrir honum.“ Við tók svo langt og strangt inntökuferli. „Það er mikill skóli einn og sér að fara í gegnum það ferli. Það þarf að fá meðmælendabréf, gera ítarlega ferilskrá, safna saman öllum skírteinum og einkunnum og skrifa stutta rannsóknarritgerð á sviði innan lögfræði sem maður hefur áhuga á. Skemmtilegast fannst mér að skrifa umsóknarbréfið, það krefst þess að horfa inn á við og vera skapandi í að kynna sjálfan sig sem lögfræðing, nemanda og manneskju allt í senn.“ Það var mikill lærdómur að sækja um í Columbia en umsóknarferlið er langt og strangt og krefst þess að nemendur líti inn á við.Aðsend Daglegt líf í stórborginni er svipað og heima en samt gjörólíkt að sögn Guðrúnar Gígju. „Það er bæði svo svipað og heima en samt svo ólíkt. Á venjulegum skóladegi las ég og undirbjó tíma sem voru vanalega seinnipartinn. Ég tók mestmegnis áfanga á sviði í fyrirtækjalögfræði, með áherslu á samningatækni, hagfræði, samfélagsþróun og sjálfbærni.“ Nálgaðist námið út frá forvitni en ekki hræðslu Í náminu skiptir svo miklu máli að halda sér á tánum. „Það er mikið „cold calling“ í tímum, þannig nemendur eru pikkaðir út og beðnir um að svara spurningum úr lesefninu. Það var erfitt að venjast því til að byrja með en frábær lærdómur. Svo vorum við bara dugleg að elda heima, fara út að hlaupa í Central Park og eyða tíma með vinum okkar.“ Íslenskar New York skvísur! Alexandra Sif, Hildur Anissa og Guðrún Gígja.Aðsend Þrátt fyrir að námið hafi verið virkilega krefjandi segist Guðrún Gígja fyrst og fremst hafa lagt upp úr því að hafa gaman að því. „Ég á það til að taka námið allt of alvarlega og setja mikla pressu á sjálfa mig. Ég reyndi að ögra þessari tilhneigingu og nálgast námsefnið út frá forvitni og einblína á skilning og lærdóm í staðinn fyrir bara lokaprófið. Prófessorarnir sem kenndu mér eru framúrskarandi í sínum fögum og það er mikill heiður að hafa fengið að læra af þeim. Það ristir mikið dýpra en frammistaða á blaði. Helsti lærdómurinn sem ég dreg frá náminu er sjálfstæð og gagnrýnin hugsun. Í staðinn fyrir að taka kerfum og lögum sem gefnum hlut er hollt að spyrja sig hvort þau þjóni tilgangi sínum og vera skapandi í að hugsa um aðrar lausnir. Lögin eru ekki hlutlaus heldur afurð mannlegrar hugsunar, pólitíkur og dómgreindar.“ „Verulega krefjandi ár fyrir nemendur í Columbia“ Þetta skilur Guðrún Gígja betur í dag en nokkru sinni fyrr. „Þetta ár var auðvitað verulega krefjandi fyrir nemendur í Columbia. Án þess að fara of mikið út í pólitík finnst mér alvarlegt þegar gengið er að grunnstoðum réttarríkisins og grundvallarréttindum eins og tjáningar- og skoðanafrelsi,“ segir Guðrún Gígja og vísar meðal annars til þess þegar tugir háskólanema í Columbia voru handteknir vegna mótmæla gegn Ísraelsher og stuðnings við Gasa. „Pólarísering á skoðunum er óhugnanleg og það er mikilvægt að hlusta á skoðanir annarra af virðingu, fræðast um hvaðan við komum og ekki grípa í skoðanir sem eru þægilegar. Við þurfum ekki að vera sammála en í versta falli verðum við öruggari í eigin afstöðu. Ef við skoðum ekki gráa svæðið á milli svarts og hvíts verður gjáin manna á milli enn breiðari.“ Yfirvofandi tilfinning að allt sé mögulegt Það er auðvelt að sækja innblástur til iðandi mannlífs stórborgarinnar. Aðspurð hvað henni finnist skemmtilegast við lífið úti segir Guðrún Gígja: „Líklegast tilfinningin að allt sé mögulegt. Það er endalaust hægt að gera og sjá og eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að rölta um með ekkert plan og fylgjast með fólkinu í borginni. Ég elska að hitta vinkonur mínar í pílates eða jóga, fara í kaffi og kíkja í vintage búðir eða að fara út að borða á nýja veitingastaði með vinum okkar. Við erum búin að eignast svo góða vini, bæði sem voru með mér í náminu og aðra Íslendinga sem búa hér.“ Guðrún Gígja naut þess til hins ítrasta að rölta um götur New York og fylgjast með iðandi mannlífinu.Aðsend Heimþráin tók aldrei yfir hjá hjúunum úti. „Ég er svakalega heimakær og það var mikil breyting að geta ekki skroppið í mat heim til mömmu og pabba eða tengdó, kaffi til ömmu eða fara í föstu pílates-tímana með vinkonunum. Ég vissi fyrir fram að við myndum koma heim eftir ár sem gerði mér kleift að vera bara í núinu og gera sem mest úr tímanum.“ Útskriftardagurinn dásamlegur Á dögunum útskrifaðist Guðrún Gígja við hátíðlega athöfn hjá Columbia og segir hún tilfinninguna einfaldlega hafa verið dásamlega. Einni gráðu heitari stendur á útskriftarköku Guðrúnar Gígju!Aðsend „Það eru forréttindi að vera hluti af svona flottum hópi útskriftarnema. Það voru lögfræðingar frá hátt í sjötíu löndum í náminu með mismunandi pólitískar, trúar- og lífsskoðanir. Við erum öll svo ólík en eigum lögfræðina sameiginlega, sem hefur kennt okkur að vera bæði gagnrýnin og forvitin. Það er góður grunnur að fallegri vináttu. Það gaf upplifuninni mikinn lit að sjá þennan fjölbreytta hóp að fagna sama áfanga á útskriftardaginn. Svo kom fjölskyldan mín út að fagna með mér sem var yndislegt.“ Góð byrjun að spyrja sig réttu spurninganna Það kom Guðrúnu Gígju sérstaklega á óvart hve ótrúlega þroskandi árið úti var og fór hún í gegnum mikla sjálfsskoðun. Guðrún Gígja ásamt vinkonum sínum við lærdóm í sólinni.Aðsend „Ég hef mikið spáð í hvernig lögfræðingur ég vilji vera, hvað gefi mér tilgang og hvernig ég geti hagnýtt mína styrkleika og veikleika. Ég vil forðast það að elta egóið eða peninga, því það er ekki nógu öflugur drifkraftur í að skapa innihaldsríkt líf. Ég er ekki með öll svörin ennþá en það er ákveðin byrjun að spyrja sig réttu spurninganna.“ Sumarbrúðkaup fram undan Guðrún Gígja og Hafsteinn taka svo stefnuna til Íslands aftur í lok júní og svo er stór viðburður fram undan í þeirra lífi. „Ég fer aftur að vinna sem lögfræðingur heima og við Hafsteinn ætlum að gifta okkur seint í sumar. Ísland kallar alltaf á mig. Fegurðin við að prófa að búa úti er að sjá Ísland í nýju ljósi. Maður kann ennþá betur að meta íslenska menningu og náttúru eftir að hafa verið í skýjakljúfum seinustu mánuði. Fjarlægðin gerir fjöllin blá og allt það. Ég er samt sem áður alveg kolfallin fyrir New York og það verður erfitt að fara héðan.“ Fjölskyldan flaug út og fagnaði útskriftinni með Guðrúnu Gígju.Aðsend Hún mun aldrei gleyma þessu ævintýraríka ári vestanhafs og býr að reynslunni um ókomna tíð. „Ég er ótrúlega þakklát öllu fólkinu mínu sem hefur stutt mig í gegnum námið, ég er svo heppin að eiga maka og fjölskyldu sem eru mestu peppararnir mínir í gegnum allt,“ segir Guðrún Gígja brosandi að lokum. Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Enginn til ama á hátíðinni Tíska og hönnun Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Alda Karen keppir í hermiakstri Lífið Fleiri fréttir Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sjá meira
Guðrún Gígja er fædd árið 1997 og er trúlofuð Hafsteini Birni. Það hafði blundað í henni í dágóðan tíma að leggja land undir fót og fara í framhaldsnám í lögfræði vestanhafs. Guðrún Gígja og unnusti hennar Hafsteinn lögðu land undir fót og fluttu saman til New York.Aðsend „Hvorki ég né unnustinn minn höfðum búið erlendis þannig okkur fannst spennandi að flytja á stað sem er gjörólíkur Íslandi. New York með allan sinn stórborgarbrag hljómaði eins og mikið ævintýri, þannig ég endaði á að sækja bara um nám í skólum hér í borginni. Ég hlaut svo styrki, meðal annars frá Fulbright, sem gerðu mér kleift að láta drauminn verða að veruleika.“ Inntökuferlið eitt og sér mikill skóli Guðrún Gígja og Hafsteinn Björn búa saman í lítilli íbúð á Manhattan rétt hjá háskólanum. „Ég byrjaði að skoða námið af alvöru vorið 2023. Columbia er sterkur skóli fyrir sérhæfingu í fyrirtækja- og fjármálarétti sem er mitt sérsvið, þannig ég var strax spennt fyrir honum.“ Við tók svo langt og strangt inntökuferli. „Það er mikill skóli einn og sér að fara í gegnum það ferli. Það þarf að fá meðmælendabréf, gera ítarlega ferilskrá, safna saman öllum skírteinum og einkunnum og skrifa stutta rannsóknarritgerð á sviði innan lögfræði sem maður hefur áhuga á. Skemmtilegast fannst mér að skrifa umsóknarbréfið, það krefst þess að horfa inn á við og vera skapandi í að kynna sjálfan sig sem lögfræðing, nemanda og manneskju allt í senn.“ Það var mikill lærdómur að sækja um í Columbia en umsóknarferlið er langt og strangt og krefst þess að nemendur líti inn á við.Aðsend Daglegt líf í stórborginni er svipað og heima en samt gjörólíkt að sögn Guðrúnar Gígju. „Það er bæði svo svipað og heima en samt svo ólíkt. Á venjulegum skóladegi las ég og undirbjó tíma sem voru vanalega seinnipartinn. Ég tók mestmegnis áfanga á sviði í fyrirtækjalögfræði, með áherslu á samningatækni, hagfræði, samfélagsþróun og sjálfbærni.“ Nálgaðist námið út frá forvitni en ekki hræðslu Í náminu skiptir svo miklu máli að halda sér á tánum. „Það er mikið „cold calling“ í tímum, þannig nemendur eru pikkaðir út og beðnir um að svara spurningum úr lesefninu. Það var erfitt að venjast því til að byrja með en frábær lærdómur. Svo vorum við bara dugleg að elda heima, fara út að hlaupa í Central Park og eyða tíma með vinum okkar.“ Íslenskar New York skvísur! Alexandra Sif, Hildur Anissa og Guðrún Gígja.Aðsend Þrátt fyrir að námið hafi verið virkilega krefjandi segist Guðrún Gígja fyrst og fremst hafa lagt upp úr því að hafa gaman að því. „Ég á það til að taka námið allt of alvarlega og setja mikla pressu á sjálfa mig. Ég reyndi að ögra þessari tilhneigingu og nálgast námsefnið út frá forvitni og einblína á skilning og lærdóm í staðinn fyrir bara lokaprófið. Prófessorarnir sem kenndu mér eru framúrskarandi í sínum fögum og það er mikill heiður að hafa fengið að læra af þeim. Það ristir mikið dýpra en frammistaða á blaði. Helsti lærdómurinn sem ég dreg frá náminu er sjálfstæð og gagnrýnin hugsun. Í staðinn fyrir að taka kerfum og lögum sem gefnum hlut er hollt að spyrja sig hvort þau þjóni tilgangi sínum og vera skapandi í að hugsa um aðrar lausnir. Lögin eru ekki hlutlaus heldur afurð mannlegrar hugsunar, pólitíkur og dómgreindar.“ „Verulega krefjandi ár fyrir nemendur í Columbia“ Þetta skilur Guðrún Gígja betur í dag en nokkru sinni fyrr. „Þetta ár var auðvitað verulega krefjandi fyrir nemendur í Columbia. Án þess að fara of mikið út í pólitík finnst mér alvarlegt þegar gengið er að grunnstoðum réttarríkisins og grundvallarréttindum eins og tjáningar- og skoðanafrelsi,“ segir Guðrún Gígja og vísar meðal annars til þess þegar tugir háskólanema í Columbia voru handteknir vegna mótmæla gegn Ísraelsher og stuðnings við Gasa. „Pólarísering á skoðunum er óhugnanleg og það er mikilvægt að hlusta á skoðanir annarra af virðingu, fræðast um hvaðan við komum og ekki grípa í skoðanir sem eru þægilegar. Við þurfum ekki að vera sammála en í versta falli verðum við öruggari í eigin afstöðu. Ef við skoðum ekki gráa svæðið á milli svarts og hvíts verður gjáin manna á milli enn breiðari.“ Yfirvofandi tilfinning að allt sé mögulegt Það er auðvelt að sækja innblástur til iðandi mannlífs stórborgarinnar. Aðspurð hvað henni finnist skemmtilegast við lífið úti segir Guðrún Gígja: „Líklegast tilfinningin að allt sé mögulegt. Það er endalaust hægt að gera og sjá og eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að rölta um með ekkert plan og fylgjast með fólkinu í borginni. Ég elska að hitta vinkonur mínar í pílates eða jóga, fara í kaffi og kíkja í vintage búðir eða að fara út að borða á nýja veitingastaði með vinum okkar. Við erum búin að eignast svo góða vini, bæði sem voru með mér í náminu og aðra Íslendinga sem búa hér.“ Guðrún Gígja naut þess til hins ítrasta að rölta um götur New York og fylgjast með iðandi mannlífinu.Aðsend Heimþráin tók aldrei yfir hjá hjúunum úti. „Ég er svakalega heimakær og það var mikil breyting að geta ekki skroppið í mat heim til mömmu og pabba eða tengdó, kaffi til ömmu eða fara í föstu pílates-tímana með vinkonunum. Ég vissi fyrir fram að við myndum koma heim eftir ár sem gerði mér kleift að vera bara í núinu og gera sem mest úr tímanum.“ Útskriftardagurinn dásamlegur Á dögunum útskrifaðist Guðrún Gígja við hátíðlega athöfn hjá Columbia og segir hún tilfinninguna einfaldlega hafa verið dásamlega. Einni gráðu heitari stendur á útskriftarköku Guðrúnar Gígju!Aðsend „Það eru forréttindi að vera hluti af svona flottum hópi útskriftarnema. Það voru lögfræðingar frá hátt í sjötíu löndum í náminu með mismunandi pólitískar, trúar- og lífsskoðanir. Við erum öll svo ólík en eigum lögfræðina sameiginlega, sem hefur kennt okkur að vera bæði gagnrýnin og forvitin. Það er góður grunnur að fallegri vináttu. Það gaf upplifuninni mikinn lit að sjá þennan fjölbreytta hóp að fagna sama áfanga á útskriftardaginn. Svo kom fjölskyldan mín út að fagna með mér sem var yndislegt.“ Góð byrjun að spyrja sig réttu spurninganna Það kom Guðrúnu Gígju sérstaklega á óvart hve ótrúlega þroskandi árið úti var og fór hún í gegnum mikla sjálfsskoðun. Guðrún Gígja ásamt vinkonum sínum við lærdóm í sólinni.Aðsend „Ég hef mikið spáð í hvernig lögfræðingur ég vilji vera, hvað gefi mér tilgang og hvernig ég geti hagnýtt mína styrkleika og veikleika. Ég vil forðast það að elta egóið eða peninga, því það er ekki nógu öflugur drifkraftur í að skapa innihaldsríkt líf. Ég er ekki með öll svörin ennþá en það er ákveðin byrjun að spyrja sig réttu spurninganna.“ Sumarbrúðkaup fram undan Guðrún Gígja og Hafsteinn taka svo stefnuna til Íslands aftur í lok júní og svo er stór viðburður fram undan í þeirra lífi. „Ég fer aftur að vinna sem lögfræðingur heima og við Hafsteinn ætlum að gifta okkur seint í sumar. Ísland kallar alltaf á mig. Fegurðin við að prófa að búa úti er að sjá Ísland í nýju ljósi. Maður kann ennþá betur að meta íslenska menningu og náttúru eftir að hafa verið í skýjakljúfum seinustu mánuði. Fjarlægðin gerir fjöllin blá og allt það. Ég er samt sem áður alveg kolfallin fyrir New York og það verður erfitt að fara héðan.“ Fjölskyldan flaug út og fagnaði útskriftinni með Guðrúnu Gígju.Aðsend Hún mun aldrei gleyma þessu ævintýraríka ári vestanhafs og býr að reynslunni um ókomna tíð. „Ég er ótrúlega þakklát öllu fólkinu mínu sem hefur stutt mig í gegnum námið, ég er svo heppin að eiga maka og fjölskyldu sem eru mestu peppararnir mínir í gegnum allt,“ segir Guðrún Gígja brosandi að lokum.
Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Enginn til ama á hátíðinni Tíska og hönnun Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Alda Karen keppir í hermiakstri Lífið Fleiri fréttir Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sjá meira