Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2025 15:46 Florian Wirtz er spenntur fyrir að fara til Liverpool. Getty/Pau Barrena Ensku meistararnir í Liverpool eru staðráðnir í að landa Þjóðverjanum Florian Wirtz og gera hann um leið að dýrasta leikmanni í sögu félagsins. Bayern München og Manchester City höfðu áður ætlað sér að landa Wirtz en nú bendir flest til þess að hann gangi til liðs við Liverpool. Það ku að minnsta kosti vera ósk þessa 22 ára þýska landsliðsmanns. Samkvæmt hinum áreiðanlega Fabrizio Romano hefur Liverpool lagt fram fyrsta boð sitt í Wirtz og er um að ræða yfir 100 milljóna evra boð, jafnvirði um 14,5 milljarða króna. Darwin Nunez er dýrasti leikmaður í sögu Liverpool eftir að hann var keyptur frá Benfica fyrir 85 milljónir evra fyrir þremur árum. 🚨💣 Liverpool first official bid for Florian Wirtz in excess of €100m package with add-ons has been received by Bayer Leverkusen.Club to club negotiations underway, restarting today to get the deal done very soon.Wirtz already told Bayer that he only wants Liverpool. pic.twitter.com/rhVakmBulA— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 26, 2025 Romano segir að viðræður á milli Liverpool og Leverkusen hefjist að nýju í dag, í von um að samningar náist mjög fljótt. Þá tekur hann fram að Wirtz hafi þegar tilkynnt vinnuveitendum sínum hjá Leverkusen að hann vilji eingöngu fara til Liverpool. Lothar Matthäus og Dietmar Hamann, fyrrverandi landsliðsmenn Þýskalands, segja að Wirtz muni verða í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Liverpool gangi það eftir að hann fari þangað. „Þetta er stór áskorun fyrir hann. Þetta er ekki bara nýtt félag heldur annað hugarfar og nýtt tungumál. En þetta skref sýnir líka að hann er ekki hræddur. Florian Wirtz hefur hundrað prósent trú á sjálfum sér og hefur efni á því. Ég hef mikla trú á að hann nái langt með Liverpool og í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Matthäus við Sky í Þýskalandi. Hamann, sem er fyrrverandi leikmaður Liverpool, tók undir og sagði Englandsmeistarana einmitt vanta leikmann í stöðu Wirtz fremst á miðjunni, öfugt við kannski Bayern: „Hjá Bayern er Jamal Musiala í 10-stöðunni. Kannski vildi hann ekki deila því hlutverki,“ sagði Hamann og Matthäus bætti við: „Liverpool er ekki enn með leikmann í hans stöðu sem getur breytt leikjum.“ Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Bayern München og Manchester City höfðu áður ætlað sér að landa Wirtz en nú bendir flest til þess að hann gangi til liðs við Liverpool. Það ku að minnsta kosti vera ósk þessa 22 ára þýska landsliðsmanns. Samkvæmt hinum áreiðanlega Fabrizio Romano hefur Liverpool lagt fram fyrsta boð sitt í Wirtz og er um að ræða yfir 100 milljóna evra boð, jafnvirði um 14,5 milljarða króna. Darwin Nunez er dýrasti leikmaður í sögu Liverpool eftir að hann var keyptur frá Benfica fyrir 85 milljónir evra fyrir þremur árum. 🚨💣 Liverpool first official bid for Florian Wirtz in excess of €100m package with add-ons has been received by Bayer Leverkusen.Club to club negotiations underway, restarting today to get the deal done very soon.Wirtz already told Bayer that he only wants Liverpool. pic.twitter.com/rhVakmBulA— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 26, 2025 Romano segir að viðræður á milli Liverpool og Leverkusen hefjist að nýju í dag, í von um að samningar náist mjög fljótt. Þá tekur hann fram að Wirtz hafi þegar tilkynnt vinnuveitendum sínum hjá Leverkusen að hann vilji eingöngu fara til Liverpool. Lothar Matthäus og Dietmar Hamann, fyrrverandi landsliðsmenn Þýskalands, segja að Wirtz muni verða í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Liverpool gangi það eftir að hann fari þangað. „Þetta er stór áskorun fyrir hann. Þetta er ekki bara nýtt félag heldur annað hugarfar og nýtt tungumál. En þetta skref sýnir líka að hann er ekki hræddur. Florian Wirtz hefur hundrað prósent trú á sjálfum sér og hefur efni á því. Ég hef mikla trú á að hann nái langt með Liverpool og í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Matthäus við Sky í Þýskalandi. Hamann, sem er fyrrverandi leikmaður Liverpool, tók undir og sagði Englandsmeistarana einmitt vanta leikmann í stöðu Wirtz fremst á miðjunni, öfugt við kannski Bayern: „Hjá Bayern er Jamal Musiala í 10-stöðunni. Kannski vildi hann ekki deila því hlutverki,“ sagði Hamann og Matthäus bætti við: „Liverpool er ekki enn með leikmann í hans stöðu sem getur breytt leikjum.“
Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira