Notkun svefnlyfja gæti haft alvarleg áhrif á eldri borgara Bjarki Sigurðsson skrifar 26. maí 2025 12:18 Tæp tíu prósent Íslendinga voru með lyfseðil fyrir svefnlyfjum árið 2020. Getty/Sergey Mironov Íslendingar nota margfalt meira af svefnlyfjum en nágrannaþjóðir. Varasamt sé að taka lyfin, þá sérstaklega til lengri tíma. Aðstandandi átaks til vitundarvakningar um lyfin segir eldra fólk verða að vera meðvitaðra um skaðsemi lyfjanna. Tæp tíu prósent þjóðarinnar voru með lyfseðil fyrir svefnlyf árið 2020. Það er margfalt meira en þekkist á hinum Norðurlöndunum. Næst okkur koma Norðmenn með tvöfalt lægra hlutfall. Danir nota sex sinnum minna magn af svefnlyfjum miðað við höfðatölu. Drífa Sigfúsdóttir, fyrrverandi varaformaður Landssambands eldri borgara, segir lyfjanotkunina mun meiri hjá eldra fólki. Notkunin sé einnig hættulegust fyrir eldri borgara. „Það sem er alvarlegt í þessu er til dæmis ef fólk fær flensu, eru fjórum sinni meiri líkur á að það fái lungnabólgu ef það tekur svefnlyf. Svo eru tuttugu sinnum meiri líkur á að þú deyir en ef þú færð flensu og tekur ekki svefnlyf,“ segir Drífa. Drífa Sigfúsdóttir er ein af aðstandendum verkefnisins Sofðu vel. Þessar tölur komu fram við undirbúning á átaksverkefni embættis landlæknis um notkun svefnlyfja, Sofðu vel. Drífa var ein af átta sem kom að skipulagningunni og hefur mestar áhyggjur af notkun eldra fólks á lyfjunum. „Þá er þetta sá hópur sem er í mestri áhættu á að lenda fyrir illum áhrifum af svefnlyfjum. Þau eru ágæt til að ná kannski reglu á svefninn en það er ekki ætlast til þess að þau séu tekin lengur en í fjórar vikur. Þá á að hætta að nota þau. Ég þekki dæmi í minni fjölskyldu þar sem viðkomandi var búinn að taka svefnlyf í yfir tíu ár. Sá datt og brotnaði. Það hefur mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fólk á þessum aldri að brotna. Hjá fólki yfir áttrætt er ekkert víst að beinin grói yfirhöfuð. Það er ekkert öruggt að þau grói svo það hjálpi sæmilega,“ segir Drífa. Lyf Eldri borgarar Svefn Heilbrigðismál Heilsa Embætti landlæknis Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira
Tæp tíu prósent þjóðarinnar voru með lyfseðil fyrir svefnlyf árið 2020. Það er margfalt meira en þekkist á hinum Norðurlöndunum. Næst okkur koma Norðmenn með tvöfalt lægra hlutfall. Danir nota sex sinnum minna magn af svefnlyfjum miðað við höfðatölu. Drífa Sigfúsdóttir, fyrrverandi varaformaður Landssambands eldri borgara, segir lyfjanotkunina mun meiri hjá eldra fólki. Notkunin sé einnig hættulegust fyrir eldri borgara. „Það sem er alvarlegt í þessu er til dæmis ef fólk fær flensu, eru fjórum sinni meiri líkur á að það fái lungnabólgu ef það tekur svefnlyf. Svo eru tuttugu sinnum meiri líkur á að þú deyir en ef þú færð flensu og tekur ekki svefnlyf,“ segir Drífa. Drífa Sigfúsdóttir er ein af aðstandendum verkefnisins Sofðu vel. Þessar tölur komu fram við undirbúning á átaksverkefni embættis landlæknis um notkun svefnlyfja, Sofðu vel. Drífa var ein af átta sem kom að skipulagningunni og hefur mestar áhyggjur af notkun eldra fólks á lyfjunum. „Þá er þetta sá hópur sem er í mestri áhættu á að lenda fyrir illum áhrifum af svefnlyfjum. Þau eru ágæt til að ná kannski reglu á svefninn en það er ekki ætlast til þess að þau séu tekin lengur en í fjórar vikur. Þá á að hætta að nota þau. Ég þekki dæmi í minni fjölskyldu þar sem viðkomandi var búinn að taka svefnlyf í yfir tíu ár. Sá datt og brotnaði. Það hefur mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fólk á þessum aldri að brotna. Hjá fólki yfir áttrætt er ekkert víst að beinin grói yfirhöfuð. Það er ekkert öruggt að þau grói svo það hjálpi sæmilega,“ segir Drífa.
Lyf Eldri borgarar Svefn Heilbrigðismál Heilsa Embætti landlæknis Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira