Erlent

Hjónaerjur í opin­berri heim­sókn Macrons

Samúel Karl Ólason skrifar
Brigitte Macron ýtti eða sló í andlit Emmanuels Macron, en sá var fljóttur að brosa og veifa myndavélinni þegar hann sá hana.
Brigitte Macron ýtti eða sló í andlit Emmanuels Macron, en sá var fljóttur að brosa og veifa myndavélinni þegar hann sá hana. AP/Hau Dinh

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og eiginkona hans Brigitte virðast hafa verið fönguð á filmu í einhverskonar rifrildi við lendingu hjónanna í Víetnam í morgun. Þegar dyrnar að forsetaflugvélinni voru opnaðar sást Brigitte ýta eða slá í andlit forsetans með báðum höndum.

Forsetanum virtist brugðið við atvkikið en Macron sá fljótt að hann var í mynd, brosti og veifaði til myndavélarinnar áður en hann gekk úr mynd.

Seinna gengu þau saman úr flugvélinni og hófu formlega heimsókn þeirra til Víetnam.

Talsmenn Macrons hafa gert lítið úr atvikinu, eftir að hafa sagt að þetta hefði í rauninni ekki gerst. Einn heimildarmaður AFP fréttaveitunnar hefur lýst atvikinu sem hefðbundnum og saklausum kýtingi hjóna. Þá hefur Le Monde eftir öðrum að þau hafi verið að gantast. Létta sér lund fyrir formlega byrjun opinberar ferðar þeirra.

Sá segir myndbandinu og ummælum um deilur þeirra hjóna hafa verið dreift af tröllum á netinu

Politico hefur svo eftir öðrum að þetta hafi verið bæði. Þau hafi verið að kýtast lítillega og fá smá útrás eftir ferðalagið og fyrir opinberu heimsóknina. Víetnam er fyrsta stopp þeirra hjóna á vikulöngu ferðalagi um Asíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×