Fótbolti

Maðurinn sem Óskar Hrafn taldi vinna gegn sér rekinn

Aron Guðmundsson skrifar
Óskar Hrafn sagði upp störfum hjá Haugesund á síðasta ári og aðstoðarþjálfarinn Sancheev Manoharan tók við aðalþjálfarastarfinu. Sá hefur nú verið rekinn úr því starfi.
Óskar Hrafn sagði upp störfum hjá Haugesund á síðasta ári og aðstoðarþjálfarinn Sancheev Manoharan tók við aðalþjálfarastarfinu. Sá hefur nú verið rekinn úr því starfi. Vísir/Samsett mynd

Sancheev Manoharan hefur verið rekinn úr starfi þjálfara norska úrvalsdeildarfélagsins FK Haugesund eftir tap liðsins gegn Brann í gær og afleit úrslit upp á síðkastið. Téður Sancheev tók við þjálfun liðsins eftir að Óskar Hrafn Þorvaldsson hætti sem þjálfari Haugesund á sínum tíma.

FK Haugesund vermir botnsæti norsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir og er aðeins með eitt stig eftir níu leiki. 2-0 tap á heimavelli í gær gegn Íslendinga liði Brann undir stjórn Freys Alexanderssonar var kornið sem fyllti mælinn fyrir forráðamenn Haugesund.

Sancheev var aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns hjá Haugesund á sínum tíma en samband þeirra var ekki eins og best var á kosið og hafði Óskar það á tilfinningunni að Sancheev væri að vinna gegn sér.

„Jájá, það var mín tilfinning. Ef þú myndir spyrja hann myndi hann segja eitthvað annað. Þetta er tilfinning á móti tilfinningu,“ sagði Óskar Hrafn um málið þegar að hann var sérfræðingur á Stöð 2 Sport í tengslum við leik Breiðabliks og Víkings Reykjavíkur í Bestu deildinni en Óskar er í dag þjálfari Bestu deildar liðs KR.

„Menn verða bara að bera virðingu fyrir því hvernig mér leið og hvaða tilfinningu ég hafði fyrir þessu verkefni á þeim tímapunkti sem ég tók þessa ákvörðun. Það er svosem ekkert meira um það að segja.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×